„Fólk vann hér alla daga, við störfin hér og þar,“ sungu Fjallabræður hér um árið en textinn er eins konar ástaróður til Flateyrar, skrifaður af manni sem flutti þangað á þeim tíma sem þorpið iðaði af lífi og fjöri, þar var fullt af fólki og næga vinnu að fá. Síðar í textanum spyr hann hvort það sé hafið eða fjöllin sem laði hann að – eða kannski fólkið. Nú er fólkið flest farið, vinnu varla að fá og þorpið hefur þurft að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. En þeir sem eru hér enn eru bjartsýnir á framtíðina, trúa því að hér séu tækifæri til þess að skapa eitthvað nýtt og spennandi.
Hlaupahópurinn
Gunnu kaffi á Flateyri er allt í senn samkomustaður, matsalur og sjoppa. Þangað koma þorpsbúar eftir nauðsynjum og setjast aðeins niður. Gunnu kaffi stendur við aðalgötuna, með útsýni út á höfnina. Framhjá Gunnu kaffi hleypur lítill hópur fólks. …
Athugasemdir (5)