Myndband: Aðalsteinn Kjartansson
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Þýðir ekkert endalaust að horfa bara niður á bryggju“

Flat­eyri skag­ar út í Ön­und­ar­fjörð, um­vaf­in há­um fjöll­um. Snjór­inn í fjöll­un­um hjó sár í sam­fé­lag­ið, á sama tíma og þorp­ið tókst á við of­veiði og brot­hætt­an sjáv­ar­út­veg sem hafði ver­ið lífæð sam­fé­lags­ins í ára­tugi. Eft­ir fólks­fækk­un, minnk­andi þjón­ustu og nið­ur­brot þurfi sam­fé­lag­ið að finna sér ann­an far­veg. Í dag er fram­tíð­in eitt­hvað allt ann­að en fisk­ur. Og það er allt í lagi, segja íbú­ar, full­ir bjart­sýni og með von um bjarta tíma framund­an.

„Fólk vann hér alla daga, við störfin hér og þar,“ sungu Fjallabræður hér um árið en textinn er eins konar ástaróður til Flateyrar, skrifaður af manni sem flutti þangað á þeim tíma sem þorpið iðaði af lífi og fjöri, þar var fullt af fólki og næga vinnu að fá. Síðar í textanum spyr hann hvort það sé hafið eða fjöllin sem laði hann að – eða kannski fólkið. Nú er fólkið flest farið, vinnu varla að fá og þorpið hefur þurft að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. En þeir sem eru hér enn eru bjartsýnir á framtíðina, trúa því að hér séu tækifæri til þess að skapa eitthvað nýtt og spennandi.  

Hlaupahópurinn 

Gunnu kaffi á Flateyri er allt í senn samkomustaður, matsalur og sjoppa. Þangað koma þorpsbúar eftir nauðsynjum og setjast aðeins niður. Gunnu kaffi stendur við aðalgötuna, með útsýni út á höfnina. Framhjá Gunnu kaffi hleypur lítill hópur fólks. …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Það vantar sárlega Hjúkrunarheimili á landinu og tilvalið að byggja 40 manna heimili þarna og skapa atvinnu !
    0
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Lífið er ekki lengur saltfiskur í dag og ekki er lengur bóndi er bústolpi
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Flateyri liggur steinsnar frá gjöfulum fiskimiðum. Það sama verður ekki sagt um Akureyri en þar hafa aflaheimildir margfaldast frá setningu kvótalaganna.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Kvótasalan eyðilagði Flateyri á sínum tíma. Það er alveg fast í mínum huga.
    3
  • Gerdur Palmadottir skrifaði
    Mögnuð grein um heimsókn til orkubús Flateyringa sem býr í þeirra hugviti og innri krafti, Það má læra heilmikið af þessum mannskap. Takk fyrir mig.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár