Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“

„Það eru mann­rétt­indi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa með­ferð’,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar um mál gæslu­varð­halds­fanga sem var svipt­ur sjálfræði á ólög­mæt­an hátt og þving­að­ur til að taka sterk geð­lyf. Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur sem fór fram á sjálfræð­is­svipt­ing­una tjá­ir sig ekki um mál­ið.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“
Grafalvarlegt Grímur Atlason segir mannréttindi gæsluvarðahaldsfangans hafa verið brotin og að hann eigi að geta leitað réttar sína. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þessi maður hefur sín réttindi og þau eru tekin af honum með ólögmætum hætti,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um mál fanga á Litla-Hrauni sem var sviptur sjálfræði og látinn taka geðrofslyf gegn vilja sínum.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um sjálfræðissviptinguna en Landsréttur vísaði málinu frá á grundvelli þess að það hefði verið háð á röngu dómþingi; maðurinn hefði dvalið á Litla-Hrauni nánast allt árið 2023 og málið hefði því átt að fara fyrir Héraðsdóm Suðurlands. „Það er mjög alvarlegt að svipta fólk sjálfræði og það á að vera mjög erfitt að gera það,“ segir hann.

Heimildin greindi frá málinu í liðinni viku. Þar kom fram að fangi í gæslu­varð­haldi hafi verið þving­að­ur gegn vilja sín­um til að fá forðaspraut­ur af sterku geðrofs­lyfi. Mað­ur­inn var svipt­ur sjálfræði sam­kvæmt úr­skurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þann 2. janúar en Lands­rétt­ur hef­ur vís­að mál­inu frá dómi þann 23. janúar á grund­velli þess að það hafi ver­ið háð á röngu lög­gjaf­ar­þingi. Maðurinn er því aftur kominn með sjálfræði en á lyfin fékk hann á meðan hann var sviptur.

Segir mannréttindi fangans brotin

„Við viljum meina að það sé ekki nægjanlega hlustað á fólk. Það eru mannréttindi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa meðferð.’ Það er okkar sýn. Hér var ekki hlustað á mann sem sagði ‘Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf’,“ segir Grímur. 

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann var andsnúinn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælti því að taka geðrofslyf í töfluformi. Verj­andi manns­ins úti­lok­ar ekki miska­bóta­kröfu.

Grímur segir mannréttindi fangans hafa verið brotin. „Hann vildi sjálfur ekki taka lyf, og hann var neyddur til að gera það á grundvelli úrskurðar sem stóðst ekki lög. Hann á auðvitað að geta sótt rétt sinn,“ segir hann. 

Ekki nýtt af nálinni að kjósa frekar fangelsið

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýndi vinnubrögð í máli mannsins harðlega. „Öllum er ljóst að víða er pottur brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls og mörgum öðrum, og á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn er fólk fársjúkt í fangelsi. Hvar erum við eiginlega stödd?“ spurði hann í samtali við Heimildina á dögunum og segist vel geta tekið undir orð Inga Freys Ágústssonar, lögmanns mannsins „um að það er bara allt rangt við þetta og að þetta er mjög alvarlegt mál.“  

Grímur er sammál því að það skjóti skökku við að veikur maður sé vistaður í fangelsi. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem við heyrum að menn sem hafa verið dæmdir, verið ýmist á réttargeðeild eða öryggisgeðdeild, að þeir vilji frekar vera í einangrun í fangelsi. Það er virkilega sorglegt. Geðdeildirnar eru svo lyfjamiðaðar, sem er ekki gott. En til að taka upp hanskann fyrir starfsfólk geðdeildirnar þá búa þær við mikinn skort. Fjármagnið sem fer til þeirra er lítið, húsnæðið er slæmt,“ segir hann. 

Engin viðbrögð frá velferðarsviði

Þá bendir Grímur á að á morgun, föstudag, sá á dagskrá RUV styrktarþátturinn „G vítamín - gott fyrir geðheilsuna“ þar sem stóra myndin verði skoðuð í geðheilbrigðismálum Íslendinga. Þar séu meðal annars skoðaðar geðdeildir í Danmörku sem Grímur segir fá mun meira fjármagn en tíðkist hér á landi og þar starfi aðeins fagmenntað starfsfólk, sem æskilegt væri hér. 

Þegar Heimildin óskaði eftir viðbrögðum vegna frávísunarinar frá velferðarsviði Reykjavíkur sem fór fram á sjálfræðissviptinguna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þau svör að starfsfólk borgarinnar tjái sig ekki um dómsmál eða um málefni einstaklinga.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu