Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“

„Það eru mann­rétt­indi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa með­ferð’,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar um mál gæslu­varð­halds­fanga sem var svipt­ur sjálfræði á ólög­mæt­an hátt og þving­að­ur til að taka sterk geð­lyf. Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur sem fór fram á sjálfræð­is­svipt­ing­una tjá­ir sig ekki um mál­ið.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“
Grafalvarlegt Grímur Atlason segir mannréttindi gæsluvarðahaldsfangans hafa verið brotin og að hann eigi að geta leitað réttar sína. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þessi maður hefur sín réttindi og þau eru tekin af honum með ólögmætum hætti,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um mál fanga á Litla-Hrauni sem var sviptur sjálfræði og látinn taka geðrofslyf gegn vilja sínum.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um sjálfræðissviptinguna en Landsréttur vísaði málinu frá á grundvelli þess að það hefði verið háð á röngu dómþingi; maðurinn hefði dvalið á Litla-Hrauni nánast allt árið 2023 og málið hefði því átt að fara fyrir Héraðsdóm Suðurlands. „Það er mjög alvarlegt að svipta fólk sjálfræði og það á að vera mjög erfitt að gera það,“ segir hann.

Heimildin greindi frá málinu í liðinni viku. Þar kom fram að fangi í gæslu­varð­haldi hafi verið þving­að­ur gegn vilja sín­um til að fá forðaspraut­ur af sterku geðrofs­lyfi. Mað­ur­inn var svipt­ur sjálfræði sam­kvæmt úr­skurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þann 2. janúar en Lands­rétt­ur hef­ur vís­að mál­inu frá dómi þann 23. janúar á grund­velli þess að það hafi ver­ið háð á röngu lög­gjaf­ar­þingi. Maðurinn er því aftur kominn með sjálfræði en á lyfin fékk hann á meðan hann var sviptur.

Segir mannréttindi fangans brotin

„Við viljum meina að það sé ekki nægjanlega hlustað á fólk. Það eru mannréttindi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa meðferð.’ Það er okkar sýn. Hér var ekki hlustað á mann sem sagði ‘Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf’,“ segir Grímur. 

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann var andsnúinn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælti því að taka geðrofslyf í töfluformi. Verj­andi manns­ins úti­lok­ar ekki miska­bóta­kröfu.

Grímur segir mannréttindi fangans hafa verið brotin. „Hann vildi sjálfur ekki taka lyf, og hann var neyddur til að gera það á grundvelli úrskurðar sem stóðst ekki lög. Hann á auðvitað að geta sótt rétt sinn,“ segir hann. 

Ekki nýtt af nálinni að kjósa frekar fangelsið

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýndi vinnubrögð í máli mannsins harðlega. „Öllum er ljóst að víða er pottur brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls og mörgum öðrum, og á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn er fólk fársjúkt í fangelsi. Hvar erum við eiginlega stödd?“ spurði hann í samtali við Heimildina á dögunum og segist vel geta tekið undir orð Inga Freys Ágústssonar, lögmanns mannsins „um að það er bara allt rangt við þetta og að þetta er mjög alvarlegt mál.“  

Grímur er sammál því að það skjóti skökku við að veikur maður sé vistaður í fangelsi. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem við heyrum að menn sem hafa verið dæmdir, verið ýmist á réttargeðeild eða öryggisgeðdeild, að þeir vilji frekar vera í einangrun í fangelsi. Það er virkilega sorglegt. Geðdeildirnar eru svo lyfjamiðaðar, sem er ekki gott. En til að taka upp hanskann fyrir starfsfólk geðdeildirnar þá búa þær við mikinn skort. Fjármagnið sem fer til þeirra er lítið, húsnæðið er slæmt,“ segir hann. 

Engin viðbrögð frá velferðarsviði

Þá bendir Grímur á að á morgun, föstudag, sá á dagskrá RUV styrktarþátturinn „G vítamín - gott fyrir geðheilsuna“ þar sem stóra myndin verði skoðuð í geðheilbrigðismálum Íslendinga. Þar séu meðal annars skoðaðar geðdeildir í Danmörku sem Grímur segir fá mun meira fjármagn en tíðkist hér á landi og þar starfi aðeins fagmenntað starfsfólk, sem æskilegt væri hér. 

Þegar Heimildin óskaði eftir viðbrögðum vegna frávísunarinar frá velferðarsviði Reykjavíkur sem fór fram á sjálfræðissviptinguna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þau svör að starfsfólk borgarinnar tjái sig ekki um dómsmál eða um málefni einstaklinga.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár