Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankastjórinn með 5,5 milljónir og bankaráðsformaðurinn með 1,7 milljónir á mánuði

Laun banka­stjóra Lands­bank­ans hækk­uðu um 370 þús­und krón­ur að með­al­tali á mán­uði í fyrra. Laun og hlunn­indi for­manns banka­ráðs hækk­uðu um 21 pró­sent milli ára.

Bankastjórinn með 5,5 milljónir og bankaráðsformaðurinn með 1,7 milljónir á mánuði
Hærri laun Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans og Helga Björk Eiríksdóttir er bankaráðsformaður hans. Eigandi bankans er að uppistöðu ríkissjóður Íslands. Mynd: Heimildin / TDV

Laun og hlunnindi bankaráðsmanna, bankastjóra, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna Landsbankans, að meðtöldu mótframlagi í lífeyrissjóði, aukast verulega á milli ára. 

Árið 2022 námu greiðslur til hópsins sem skilgreindur er með þessum hætti 446 milljónum króna en heildargreiðslurnar í fyrra voru 572 milljónir króna, eða 126 milljónum krónum hærri. Það er aukning á kostnaði vegna þessa hóps upp á 28,2 prósent. Í ársreikningi Landsbankans vegna síðasta árs, sem var birtur í gær, má sjá að við bætast þrír ónafngreindir einstaklingar í hópinn, einn fyrrverandi lykilstarfsmaður og tveir lykilstarfsmenn. Viðbótarkostnaður vegna þeirra á síðasta ári var 89,3 milljónir króna. 

„Meðalmánaðarlaun hennar hækkuðu um 370 þúsund krónur á mánuði milli ára, og heildarlaunin á árinu um 4,4 milljónir króna“
Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttir, bankastjóra Landsbankans
Upplýsingar úr ársreikningi Landsbankans 2023.

Eftir standa því 36,8 milljónir króna sem laun, hlunnindi og lífeyrissjóðsgreiðslur þeirra 17 bankaráðsmanna og stjórnenda sem störfuðu hjá bankanum 2022 og 2023, hækkuðu um á milli ára. 

Launaskrið hjá formanni bankaráðs

Bankastjórinn Lilja Björk Einarsdóttir er launahæsti starfsmaður bankans með 66 milljónir króna í laun, hlunnindi og mótframlag í lífeyrissjóð, en það felur bæði í sér framlag í séreignasjóð og lögbundið mótframlag í sameignarsjóð. Það þýðir að Lilja var með 5,5 milljónir króna í laun að meðaltali á mánuði á árinu 2023. 

Meðalmánaðarlaun hennar hækkuðu um 370 þúsund krónur á mánuði milli ára, og heildarlaunin á árinu um 4,4 milljónir króna. Sú sem fékk mestu launahækkunina var hins vegar Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og formaður starfskjaranefndar bankans. Laun hennar og hlunnindi hækkuðu um 21 prósent milli ára og voru 1,5 milljónir króna á mánuði. Til viðbótar fékk hún mótframlag í lífeyrissjóði upp á 1,9 milljónir króna á síðasta ári sem þýðir að meðallaun í heild á mánuði voru tæplega 1,7 milljónir króna. 

Alls hækkuðu greiðslur til bankaráðsins og tveggja varamanna í því, samtals níu manns, um 6,9 milljónir króna. Af þeirri upphæð fór 46 prósent til Helgu Bjarkar.

Landsbankinn er að nánast öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og bankaráðsmenn því fulltrúar þess. Landsbankinn hagnaðist um 33,2 milljarða króna á síðasta ári og ætlar að greiða um helming þess hagnaðar, alls 16,5 milljarða króna, út í arð til hluthafa bankans.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • kolbrún Engilbertsdóttir skrifaði
    Púúúf......svo standa menn í stormi í karphúsinu að reyna að fá 20 þús hækkun á mánaði fyrir þá lægst launuðu, hvað er eiginlega í gangi hérna?
    0
  • Anna Á. skrifaði
    SA hefur engar athugasemdir við þessar ofurhækkanir en segir nei við að launaþrællinn fái hækkun upp á um 26 þúsund kr á mánuði.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til mikilar skammar, það er mikið að a Islandi, Ofurlaun fyrir kvað. Binda þarf laun þessa folks með lögum. Þetta er Þjofnaður um miðjan dag Svona Glæpa Bullur þarf að Sniðganga. Annars lata Islendingar altt yfir sig GANGA.
    4
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Mér finnst að einhver ætti að segja af sér vegna þessa.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Jasvo, þetta eru býsna stórar sneiðar af kökunni sem er ætluð okkur öllum.
    3
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Um laun, arðgreiðslur og skatta:

    Það er örugglega gaman fyrir suma að hafa ofurlaun og líka fyrir aðra að hafa háar arðgreiðslur, en hafa ber í huga að kakan er bara ákveðið stór hvort sem er hjá einkafyrirtækjum eða hjá ríkinu og ef sumir taka "ofursneiðar" þá er bara minna til skiptanna fyrir hina. Auk þess verður varan sem fyrirtækið framleiðir að vera dýrari fyrir vikið sem bitnar á neytendum eða skattgreiðendum.Ég heyrði um daginn stungið uppá að hæstu laun væru fjórföld lágmarkslaun, mér finnst það ekki slæm hugmynd í ljósi þess að öll störf eru mikilvæg og að sanngirni sé gætt. Það þyrfti þá að koma betur til móts við námsmenn þ.a. námslánin séu að meiru leiti styrkur en lán, þ.a. fólk tapaði ekki á að mennta sig. En þar sem sumir taka stærri sneiðar af kökunni en aðrir (og sumir raunar mun meira en þeir hafa nokkurn tíma þörf fyrir) þá finnst mér sanngjarnt að þeir leggi meira til svo sanngirni sé gætt.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár