Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Bankastjórinn með 5,5 milljónir og bankaráðsformaðurinn með 1,7 milljónir á mánuði

Laun banka­stjóra Lands­bank­ans hækk­uðu um 370 þús­und krón­ur að með­al­tali á mán­uði í fyrra. Laun og hlunn­indi for­manns banka­ráðs hækk­uðu um 21 pró­sent milli ára.

Bankastjórinn með 5,5 milljónir og bankaráðsformaðurinn með 1,7 milljónir á mánuði
Hærri laun Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans og Helga Björk Eiríksdóttir er bankaráðsformaður hans. Eigandi bankans er að uppistöðu ríkissjóður Íslands. Mynd: Heimildin / TDV

Laun og hlunnindi bankaráðsmanna, bankastjóra, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna Landsbankans, að meðtöldu mótframlagi í lífeyrissjóði, aukast verulega á milli ára. 

Árið 2022 námu greiðslur til hópsins sem skilgreindur er með þessum hætti 446 milljónum króna en heildargreiðslurnar í fyrra voru 572 milljónir króna, eða 126 milljónum krónum hærri. Það er aukning á kostnaði vegna þessa hóps upp á 28,2 prósent. Í ársreikningi Landsbankans vegna síðasta árs, sem var birtur í gær, má sjá að við bætast þrír ónafngreindir einstaklingar í hópinn, einn fyrrverandi lykilstarfsmaður og tveir lykilstarfsmenn. Viðbótarkostnaður vegna þeirra á síðasta ári var 89,3 milljónir króna. 

„Meðalmánaðarlaun hennar hækkuðu um 370 þúsund krónur á mánuði milli ára, og heildarlaunin á árinu um 4,4 milljónir króna“
Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttir, bankastjóra Landsbankans
Upplýsingar úr ársreikningi Landsbankans 2023.

Eftir standa því 36,8 milljónir króna sem laun, hlunnindi og lífeyrissjóðsgreiðslur þeirra 17 bankaráðsmanna og stjórnenda sem störfuðu hjá bankanum 2022 og 2023, hækkuðu um á milli ára. 

Launaskrið hjá formanni bankaráðs

Bankastjórinn Lilja Björk Einarsdóttir er launahæsti starfsmaður bankans með 66 milljónir króna í laun, hlunnindi og mótframlag í lífeyrissjóð, en það felur bæði í sér framlag í séreignasjóð og lögbundið mótframlag í sameignarsjóð. Það þýðir að Lilja var með 5,5 milljónir króna í laun að meðaltali á mánuði á árinu 2023. 

Meðalmánaðarlaun hennar hækkuðu um 370 þúsund krónur á mánuði milli ára, og heildarlaunin á árinu um 4,4 milljónir króna. Sú sem fékk mestu launahækkunina var hins vegar Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og formaður starfskjaranefndar bankans. Laun hennar og hlunnindi hækkuðu um 21 prósent milli ára og voru 1,5 milljónir króna á mánuði. Til viðbótar fékk hún mótframlag í lífeyrissjóði upp á 1,9 milljónir króna á síðasta ári sem þýðir að meðallaun í heild á mánuði voru tæplega 1,7 milljónir króna. 

Alls hækkuðu greiðslur til bankaráðsins og tveggja varamanna í því, samtals níu manns, um 6,9 milljónir króna. Af þeirri upphæð fór 46 prósent til Helgu Bjarkar.

Landsbankinn er að nánast öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og bankaráðsmenn því fulltrúar þess. Landsbankinn hagnaðist um 33,2 milljarða króna á síðasta ári og ætlar að greiða um helming þess hagnaðar, alls 16,5 milljarða króna, út í arð til hluthafa bankans.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • kolbrún Engilbertsdóttir skrifaði
    Púúúf......svo standa menn í stormi í karphúsinu að reyna að fá 20 þús hækkun á mánaði fyrir þá lægst launuðu, hvað er eiginlega í gangi hérna?
    0
  • Anna Á. skrifaði
    SA hefur engar athugasemdir við þessar ofurhækkanir en segir nei við að launaþrællinn fái hækkun upp á um 26 þúsund kr á mánuði.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til mikilar skammar, það er mikið að a Islandi, Ofurlaun fyrir kvað. Binda þarf laun þessa folks með lögum. Þetta er Þjofnaður um miðjan dag Svona Glæpa Bullur þarf að Sniðganga. Annars lata Islendingar altt yfir sig GANGA.
    4
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Mér finnst að einhver ætti að segja af sér vegna þessa.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Jasvo, þetta eru býsna stórar sneiðar af kökunni sem er ætluð okkur öllum.
    3
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Um laun, arðgreiðslur og skatta:

    Það er örugglega gaman fyrir suma að hafa ofurlaun og líka fyrir aðra að hafa háar arðgreiðslur, en hafa ber í huga að kakan er bara ákveðið stór hvort sem er hjá einkafyrirtækjum eða hjá ríkinu og ef sumir taka "ofursneiðar" þá er bara minna til skiptanna fyrir hina. Auk þess verður varan sem fyrirtækið framleiðir að vera dýrari fyrir vikið sem bitnar á neytendum eða skattgreiðendum.Ég heyrði um daginn stungið uppá að hæstu laun væru fjórföld lágmarkslaun, mér finnst það ekki slæm hugmynd í ljósi þess að öll störf eru mikilvæg og að sanngirni sé gætt. Það þyrfti þá að koma betur til móts við námsmenn þ.a. námslánin séu að meiru leiti styrkur en lán, þ.a. fólk tapaði ekki á að mennta sig. En þar sem sumir taka stærri sneiðar af kökunni en aðrir (og sumir raunar mun meira en þeir hafa nokkurn tíma þörf fyrir) þá finnst mér sanngjarnt að þeir leggi meira til svo sanngirni sé gætt.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Anna Lára Pálsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Anna Lára Pálsdóttir

Fest­ist ekki í hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni

Í fimm­tugsaf­mæl­inu sínu bauð Anna Lára Páls­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í ráð­gjöf og stuðn­ingi hjá Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu, gest­um í Fram, fram fylk­ing, rólu­stökk og sápu­kúlu­blást­ur. Hún hef­ur nefni­lega lært svo ótalmargt af nem­end­um sín­um, til dæm­is að fest­ast ekki í ein­hverju hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár