„Við Bjarni erum ekki vinir í þeim skilningi sem vísað er til í fyrirspurninni – utan vinnu hittumst við fyrst og fremst á viðburðum sem tengjast störfum okkar í ríkisstjórn. Hins vegar hefur ríkt ágætis traust á milli okkar formanna stjórnarflokkanna,“ segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, aðspurð um eðli sambands þeirra Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.
Heimildinni lék hugur á að vita hvers eðlis samskipti þeirra eru og hversu miklu máli þau skipta til að halda ríkisstjórn flokka þeirra og Framsóknar saman. Er vinarþelið og eða traustið á milli formanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna límið í ríkisstjórninni?
„Okkar á milli hefur því myndast gott trúnaðarsamband sem hefur hjálpað til við að takast á við þau verkefni sem við mætum í okkar starfi.“
Eitt af því sem Heimildin spurði Katrínu að var hvort þau Bjarni væru vinir í þeim skilningi að þau umgangist hvort annað í frítíma …
Skoðun mín á Katrínu Jakobsdóttur er að hún geti varla verið með réttu ráði, vel gefin og falleg kona geti rekist í pólitík með últra hægri hundum. segir mér að annaðhvort er hún heillum horfin eða siðblind.