Spillingarvísitala samtakanna Transparency International fyrir árið 2023 var gefin út í vikunni og var niðurstaðan sú að Ísland féll um nokkur sæti og mældist með lægra skor en í fyrra, eða 72 stig af 100 mögulegum. Að fá 100 stig á þessari vísitölu er best, því það þýðir að í viðkomandi ríki mælist ásýnd spillingar nær engin. Stigin 72 skila Íslandi í 19. sæti á lista 180 ríkja sem vísitalan nær utan um.
Á liðnum árum hefur stundum verið tekist á um gildi þessarar vísitölu í opinberri umræðu hérlendis. Þeir sem vilja gera lítið úr gildi þessarar mælingar hafa bent á að einn hluti einkunnar Íslands, sem alls er samsett úr sjö mismunandi gagnapunktum, stafi af mati tveggja íslenskra háskólamanna sem tekið hafa saman skýrslur um stjórnarfar á Íslandi fyrir þýska hugveitu, Bertelsmann-stofnunina. Háskólamennirnir …
Athugasemdir (2)