Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja

Þór­ir Snær Hjalta­son fædd­ist um alda­mót­in og er þess vegna að verða 24 ára á þessu ári. Hann hef­ur ferð­ast víða og bú­ið bæði á Ís­landi og í Banda­ríkj­un­um. Í hvert skipti sem hann ferð­ast finnst hon­um hann víkka sjón­deild­ar­hring­inn sinn og vaxa sem mann­eskja.

Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja
Þórir Snær Hjaltason Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Þórir Snær Hjaltason og við erum í Corner market í Aðalstræti. Ég vinn við sölu og dreifingu hjá samlokufyrirtæki og ákveð hversu margar samlokur fara í búðirnar. Í dag er einn bílstjóri veikur svo ég hljóp í skarðið eldsnemma í morgun með sendinguna. Vanalega sit ég við tölvu og horfi á tölur. Ég er frekar nýbyrjaður og mér finnst þetta bara mjög gaman.

Ég útskrifaðist í desember úr stjórnmála- og viðskiptafræði í háskólanum með stjórnmál sem aðalgrein og viðskipti sem auka. Það skemmtilegasta við námið var að fara í skiptinám til Seattle í Bandaríkjunum. Námið var þrisvar sinnum erfiðara en hérna heima en það fékk mann til þess að þurfa og vilja læra meira. Ég myndi segja að ég hafi lært meira á þessari einu önn í University of Washington en öll árin hérna heima. 

Það er mikill menningarmunur á Íslandi og Bandaríkjunum, sérstaklega í djamminu en allt djammið þar snerist í kringum íþróttir. Ef það var partí var það eftir leik. Það var ekkert svo óhugnanlegt að flytja út því ég bjó í Bandaríkjunum mjög lengi, frá tveggja til níu ára aldurs í Connecticut. Bandaríkin hafa alltaf verið mitt annað heimili. 

„Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum.“

Það var meira menningarsjokk að koma níu ára aftur til Íslands, sérstaklega hvað skólakerfið varðar. Það var svo mikill agi í skólanum úti. Ef þú réttir upp hönd máttir þú ekki yrða á neinn fyrr en á þig var bent og þér sagt að þú mættir tala. Maður bar virðingu fyrir öllum kennurum og ef maður blótaði bara smá var maður sendur til skólastjórans. Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum. Ég vissi ekki hvað sneri upp né niður þegar ég kom hingað sem krakki. En við vorum alltaf með mjög sterka tengingu við Ísland. Við fórum alltaf heim á sumrin í þrjá mánuði og mér leið alltaf vel hér. Ég aðlagaðist mjög hratt eftir að ég flutti og eignaðist góða vini. 

Sem betur fer kynntist ég ekki miklum stjórnmálaóróa í Bandaríkjunum þegar ég var þar í skiptinámi. Ég ákvað að fara á stað sem er frekar einsleitur pólitískt séð. Washington er mjög blátt ríki og Seattle er ein bláasta borg í Bandaríkjunum. Ég fann ekki þessa togstreitu þar sem er víða um Bandaríkin. Ég held að þar séu svæði annaðhvort mjög rauð eða mjög blá, þannig að innan ákveðinna svæða er ekki það mikil togstreita, nema auðvitað í sveiflu-ríkjunum. Þar er meiri togstreita á milli svæða. 

En ég held að eins og núna með stríðið í Palestínu þá er það ekki eins svart-hvítt út frá því hvort þú sért repúblikani eða demókrati. Það er fullt af demókrötum sem styðja Ísrael en líka fullt af demókrötum sem styðja Palestínu og ég get ímyndað mér að togstreitan sé að aukast, sérstaklega innan Demókrataflokksins. Því það er mikið af eldri demókrötum sem styðja Ísrael mjög mikið og yngri demókratar sem gera það alls ekki. Ég hef ekkert heyrt frá vinum mínum úti en ég ímynda mér að stemningin sé frekar spennuþrungin, sérstaklega hvað þetta málefni varðar, ólíkt á Íslandi þar sem einhver segist styðja Palestínu og það er ekkert það umdeilt, sérstaklega kannski meðal yngra fólks. En í Bandaríkjunum finnst mér mjög fáir vera að skoða báðar hliðar, þar ertu annaðhvort stuðningsmaður Ísraels eða ekki. 

Ætli það séu ekki foreldrar mínir sem hafa mótað mig mest. Ég er rosalega heppinn með foreldra, þau eru alveg yndisleg. Ég kem úr mikilli læknafjölskyldu. Flestir halda að pabbi vilji að ég fari í lækninn líka og mamma mín og amma og afi og allir sem eru læknar í fjölskyldunni. Ég hef aldrei fundið fyrir slíkri pressu og er mjög heppinn með það. Ég er líka frjáls frá áhrifum frá þeim, margir halda að þótt foreldrar mínir segi mér ekki að fara í lækninn sé samt ætlast til þess. Ég er mjög ánægður með að hafa farið í stjórnmála- og viðskiptafræði. Ég er frjáls ferða minna og sama hvað ég ákveð eru foreldrar mínir stoltir af mér.   

Sú reynsla sem hefur mótað mig mest? Góð spurning. Ég fór á interrail þarsíðasta sumar. Það mótaði mig mjög mikið, víkkaði sjóndeildarhringinn minn á heiminn og annars konar menningarheima og fólk. Ferðir mínar hafa mótað mig, ég hef verið mjög heppinn og ferðast víða. Ég hef farið víða í Asíu, Evrópu og, ég myndi segja, að undantekningarlaust, að í hvert einasta skipti sem ég ferðast, þá vex ég sem manneskja.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Alabama og Reykjavík
Fólkið í borginni

Ala­bama og Reykja­vík

April Dobb­ins, rit­höf­und­ur og kvik­mynd­ar­gerð­ar­kona, flutti til Ís­lands ár­ið 2022 til að stunda nám við Há­skóla Ís­lands eft­ir að hafa dreymt um það lengi að flytja hing­að. Hún ólst upp á bónda­býli í am­er­íska suðr­inu, í Ala­bama nán­ar til­tek­ið. Henni finnst Ala­bama og Reykja­vík ekk­ert svo ólík­ir stað­ir ef út í það er far­ið, en þeir eiga það sam­eig­in­legt, að henni finnst, að all­ir þekki alla og því erfitt að upp­lifa ein­hvers kon­ar nafn­leysi, svo fátt eitt sé nefnt.

Mest lesið

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
4
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
4
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
7
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
6
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár