Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið

Starf fiski­stofu­stjóra hef­ur ver­ið laust til um­sókn­ar í mán­uð­in­um. El­ín Björg Ragn­ars­dótt­ir, starf­andi fiski­stofu­stjóri og lík­leg­ur um­sækj­andi um starf­ið, seg­ir við Heim­ild­ina að henni þyki ein­kenni­legt að það sé gert tor­tryggi­legt að í síð­ustu viku hafi birst kost­uð um­fjöll­un frá Fiski­stofu, með hana og henn­ar fer­il­skrá í for­grunni, í sér­blaði Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu sem fylgdi Morg­un­blað­inu.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið
Kynning Þessi kynningargrein, þar sem kastljósinu er beint að Elínu Björgu Ragnarsdóttur starfandi fiskistofustjóra, kostaði Fiskistofu 180 þúsund + vsk. og birtist í aukablaði sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Mynd: Skjáskot úr aukablaði Morgunblaðsins

Fiskistofa greiddi 180 þúsund krónur fyrir birtingu hálfsíðuviðtals við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits stofnunarinnar og starfandi fiskistofustjóra, sem birtist í aukablaði Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Viðtalið birtist einnig á vef mbl.is sama dag, merkt sem kynningarefni. Fiskistofa hefur síðan deilt viðtalinu áfram með keyptum auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Í inngangsorðum viðtalsins er farið yfir menntun og reynslu Elínar Bjargar sjálfrar, þess getið að hún sé með lögfræðigráður frá Bifröst, diplómagráðu í hafrétti og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, í ljósi þess að starf fiskistofustjóra hefur verið laust til umsóknar og Elín Björg talin líklegur umsækjandi um stöðuna, hafandi verið staðgengill fiskistofustjóra undanfarin ár og starfandi fiskistofustjóri frá 15. janúar.  

Í upphafi vikunnar sagðist Elín Björg, í samtali við Heimildina, ekki hafa ákveðið hvort hún kæmi til með að sækja um starfið, en umsóknarfresturinn rann út í gær. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þeir sem eru settir tímabundið í starf eiga ekki að njóta þess við hugsanlega fastráðningu. Taka þarf fram við setningu að þeir komi ekki til greina sem umsækjendur.
    0
  • Friðrik Jónsson skrifaði
    Hver er fréttin ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár