Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið

Starf fiski­stofu­stjóra hef­ur ver­ið laust til um­sókn­ar í mán­uð­in­um. El­ín Björg Ragn­ars­dótt­ir, starf­andi fiski­stofu­stjóri og lík­leg­ur um­sækj­andi um starf­ið, seg­ir við Heim­ild­ina að henni þyki ein­kenni­legt að það sé gert tor­tryggi­legt að í síð­ustu viku hafi birst kost­uð um­fjöll­un frá Fiski­stofu, með hana og henn­ar fer­il­skrá í for­grunni, í sér­blaði Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu sem fylgdi Morg­un­blað­inu.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið
Kynning Þessi kynningargrein, þar sem kastljósinu er beint að Elínu Björgu Ragnarsdóttur starfandi fiskistofustjóra, kostaði Fiskistofu 180 þúsund + vsk. og birtist í aukablaði sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Mynd: Skjáskot úr aukablaði Morgunblaðsins

Fiskistofa greiddi 180 þúsund krónur fyrir birtingu hálfsíðuviðtals við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits stofnunarinnar og starfandi fiskistofustjóra, sem birtist í aukablaði Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Viðtalið birtist einnig á vef mbl.is sama dag, merkt sem kynningarefni. Fiskistofa hefur síðan deilt viðtalinu áfram með keyptum auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Í inngangsorðum viðtalsins er farið yfir menntun og reynslu Elínar Bjargar sjálfrar, þess getið að hún sé með lögfræðigráður frá Bifröst, diplómagráðu í hafrétti og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, í ljósi þess að starf fiskistofustjóra hefur verið laust til umsóknar og Elín Björg talin líklegur umsækjandi um stöðuna, hafandi verið staðgengill fiskistofustjóra undanfarin ár og starfandi fiskistofustjóri frá 15. janúar.  

Í upphafi vikunnar sagðist Elín Björg, í samtali við Heimildina, ekki hafa ákveðið hvort hún kæmi til með að sækja um starfið, en umsóknarfresturinn rann út í gær. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þeir sem eru settir tímabundið í starf eiga ekki að njóta þess við hugsanlega fastráðningu. Taka þarf fram við setningu að þeir komi ekki til greina sem umsækjendur.
    0
  • Friðrik Jónsson skrifaði
    Hver er fréttin ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár