Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið

Starf fiski­stofu­stjóra hef­ur ver­ið laust til um­sókn­ar í mán­uð­in­um. El­ín Björg Ragn­ars­dótt­ir, starf­andi fiski­stofu­stjóri og lík­leg­ur um­sækj­andi um starf­ið, seg­ir við Heim­ild­ina að henni þyki ein­kenni­legt að það sé gert tor­tryggi­legt að í síð­ustu viku hafi birst kost­uð um­fjöll­un frá Fiski­stofu, með hana og henn­ar fer­il­skrá í for­grunni, í sér­blaði Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu sem fylgdi Morg­un­blað­inu.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið
Kynning Þessi kynningargrein, þar sem kastljósinu er beint að Elínu Björgu Ragnarsdóttur starfandi fiskistofustjóra, kostaði Fiskistofu 180 þúsund + vsk. og birtist í aukablaði sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Mynd: Skjáskot úr aukablaði Morgunblaðsins

Fiskistofa greiddi 180 þúsund krónur fyrir birtingu hálfsíðuviðtals við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits stofnunarinnar og starfandi fiskistofustjóra, sem birtist í aukablaði Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Viðtalið birtist einnig á vef mbl.is sama dag, merkt sem kynningarefni. Fiskistofa hefur síðan deilt viðtalinu áfram með keyptum auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Í inngangsorðum viðtalsins er farið yfir menntun og reynslu Elínar Bjargar sjálfrar, þess getið að hún sé með lögfræðigráður frá Bifröst, diplómagráðu í hafrétti og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, í ljósi þess að starf fiskistofustjóra hefur verið laust til umsóknar og Elín Björg talin líklegur umsækjandi um stöðuna, hafandi verið staðgengill fiskistofustjóra undanfarin ár og starfandi fiskistofustjóri frá 15. janúar.  

Í upphafi vikunnar sagðist Elín Björg, í samtali við Heimildina, ekki hafa ákveðið hvort hún kæmi til með að sækja um starfið, en umsóknarfresturinn rann út í gær. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þeir sem eru settir tímabundið í starf eiga ekki að njóta þess við hugsanlega fastráðningu. Taka þarf fram við setningu að þeir komi ekki til greina sem umsækjendur.
    0
  • Friðrik Jónsson skrifaði
    Hver er fréttin ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár