Fiskistofa greiddi 180 þúsund krónur fyrir birtingu hálfsíðuviðtals við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits stofnunarinnar og starfandi fiskistofustjóra, sem birtist í aukablaði Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Viðtalið birtist einnig á vef mbl.is sama dag, merkt sem kynningarefni. Fiskistofa hefur síðan deilt viðtalinu áfram með keyptum auglýsingum á samfélagsmiðlum.
Í inngangsorðum viðtalsins er farið yfir menntun og reynslu Elínar Bjargar sjálfrar, þess getið að hún sé með lögfræðigráður frá Bifröst, diplómagráðu í hafrétti og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, í ljósi þess að starf fiskistofustjóra hefur verið laust til umsóknar og Elín Björg talin líklegur umsækjandi um stöðuna, hafandi verið staðgengill fiskistofustjóra undanfarin ár og starfandi fiskistofustjóri frá 15. janúar.
Í upphafi vikunnar sagðist Elín Björg, í samtali við Heimildina, ekki hafa ákveðið hvort hún kæmi til með að sækja um starfið, en umsóknarfresturinn rann út í gær. …
Athugasemdir (2)