Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið

Starf fiski­stofu­stjóra hef­ur ver­ið laust til um­sókn­ar í mán­uð­in­um. El­ín Björg Ragn­ars­dótt­ir, starf­andi fiski­stofu­stjóri og lík­leg­ur um­sækj­andi um starf­ið, seg­ir við Heim­ild­ina að henni þyki ein­kenni­legt að það sé gert tor­tryggi­legt að í síð­ustu viku hafi birst kost­uð um­fjöll­un frá Fiski­stofu, með hana og henn­ar fer­il­skrá í for­grunni, í sér­blaði Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu sem fylgdi Morg­un­blað­inu.

Ferilskrá starfandi fiskistofustjóra auglýst á sama tíma og starfið
Kynning Þessi kynningargrein, þar sem kastljósinu er beint að Elínu Björgu Ragnarsdóttur starfandi fiskistofustjóra, kostaði Fiskistofu 180 þúsund + vsk. og birtist í aukablaði sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Mynd: Skjáskot úr aukablaði Morgunblaðsins

Fiskistofa greiddi 180 þúsund krónur fyrir birtingu hálfsíðuviðtals við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits stofnunarinnar og starfandi fiskistofustjóra, sem birtist í aukablaði Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fylgdi Morgunblaðinu 24. janúar. Viðtalið birtist einnig á vef mbl.is sama dag, merkt sem kynningarefni. Fiskistofa hefur síðan deilt viðtalinu áfram með keyptum auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Í inngangsorðum viðtalsins er farið yfir menntun og reynslu Elínar Bjargar sjálfrar, þess getið að hún sé með lögfræðigráður frá Bifröst, diplómagráðu í hafrétti og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, í ljósi þess að starf fiskistofustjóra hefur verið laust til umsóknar og Elín Björg talin líklegur umsækjandi um stöðuna, hafandi verið staðgengill fiskistofustjóra undanfarin ár og starfandi fiskistofustjóri frá 15. janúar.  

Í upphafi vikunnar sagðist Elín Björg, í samtali við Heimildina, ekki hafa ákveðið hvort hún kæmi til með að sækja um starfið, en umsóknarfresturinn rann út í gær. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þeir sem eru settir tímabundið í starf eiga ekki að njóta þess við hugsanlega fastráðningu. Taka þarf fram við setningu að þeir komi ekki til greina sem umsækjendur.
    0
  • Friðrik Jónsson skrifaði
    Hver er fréttin ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár