Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Á milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 28. desember, urðu þau tíðindi að breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum, sem er með samningsumboð fyrir 93 prósent alls launafólks innan Alþýðusambands Íslands, og Samtök atvinnulífsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Í henni kom fram að þessir aðilar vinnumarkaðarins, sem hafa deilt hart og opinberlega á undanförnum árum, ætluðu að taka „höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.“

Þar sagði enn fremur að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum væri að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hafi hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum. 

Til að það markmið náist yrðu allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð. Samningsaðilar skora á fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að styðja markmið kjarasamninganna um að ná niður verðbólgu og þar með vöxtum, með því …

Kjósa
81
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ríkið hefur enga fjárhagslega burði til nokkurs hlutar reksturinn gleypir tekjurnar. Nú fékk það lottóvinning, getur hafnað þátttöku í “þjóðarsátt” vegna Grindarvíkur og svo lagt á skatta fyrir tjóni Grrindvíkinga.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Vilja hægri menn og fjármagnseigendur ekki bara hafa verðbólguna? Þeir vilja ekkert gera til að vinna gegn henni. Það er greinilegt að stigið hefur verið á tærnar á henni Sigríði Margréti.
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Stóð aldrei til hjá sa
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Fulltrúar atvinnurekenda fá meira i launaumslagið með prosentuhækkunm. Einföld skýring er oftast sú rétta
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár