Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fangi þvingaður til að taka sterk geðlyf – „Allt rangt við þetta“

Fangi í gæslu­varð­haldi var þving­að­ur gegn vilja sín­um til að fá forðaspraut­ur af sterku geðrofs­lyfi. Mað­ur­inn var svipt­ur sjálfræði sam­kvæmt úr­skurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur en Lands­rétt­ur hef­ur vís­að mál­inu frá dómi á grund­velli þess að það hafi ver­ið háð á röngu lög­gjaf­ar­þingi. Verj­andi manns­ins úti­lok­ar ekki miska­bóta­kröfu.

Fangi þvingaður til að taka sterk geðlyf – „Allt rangt við þetta“
10 mánaða varðhald Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðustu 10 mánuði.

„Það er grafalvarlegt að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar. Og þetta eru sterk lyf. Það er það sem mér finnst alvarlegast í þessu,“ segir Ingi Freyr Ágústsson, verjandi karlmanns á fertugsaldri sem í ársbyrjun var sviptur sjálfræði í sex mánuði. Landsréttur hefur vísað málinu frá og maðurinn því aftur kominn með sjálfræði. Ingi Freyr segist ekki útiloka miskabótakröfu vegna málsins: „Það er allt rangt við þetta.“

„Grafalvarlegt að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar“
Ingi Freyr Ágústsson lögmaður

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann hefur lagst gegn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælt því að taka geðrofslyf í töfluformi. „Með sjálfræðissviptingunni er honum gefinn kostur á að dveljast þar sem honum líður betur en þó tryggt að hann fái reglubundið forðasprautu,“ segir í niðurlagi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur sem Ingiríður Lúðvíksdóttir kveður upp, en umræddar forðasprautur eru af …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár