„Það er grafalvarlegt að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar. Og þetta eru sterk lyf. Það er það sem mér finnst alvarlegast í þessu,“ segir Ingi Freyr Ágústsson, verjandi karlmanns á fertugsaldri sem í ársbyrjun var sviptur sjálfræði í sex mánuði. Landsréttur hefur vísað málinu frá og maðurinn því aftur kominn með sjálfræði. Ingi Freyr segist ekki útiloka miskabótakröfu vegna málsins: „Það er allt rangt við þetta.“
„Grafalvarlegt að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar“
Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann hefur lagst gegn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælt því að taka geðrofslyf í töfluformi. „Með sjálfræðissviptingunni er honum gefinn kostur á að dveljast þar sem honum líður betur en þó tryggt að hann fái reglubundið forðasprautu,“ segir í niðurlagi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur sem Ingiríður Lúðvíksdóttir kveður upp, en umræddar forðasprautur eru af …
Athugasemdir