Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fangi þvingaður til að taka sterk geðlyf – „Allt rangt við þetta“

Fangi í gæslu­varð­haldi var þving­að­ur gegn vilja sín­um til að fá forðaspraut­ur af sterku geðrofs­lyfi. Mað­ur­inn var svipt­ur sjálfræði sam­kvæmt úr­skurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur en Lands­rétt­ur hef­ur vís­að mál­inu frá dómi á grund­velli þess að það hafi ver­ið háð á röngu lög­gjaf­ar­þingi. Verj­andi manns­ins úti­lok­ar ekki miska­bóta­kröfu.

Fangi þvingaður til að taka sterk geðlyf – „Allt rangt við þetta“
10 mánaða varðhald Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðustu 10 mánuði.

„Það er grafalvarlegt að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar. Og þetta eru sterk lyf. Það er það sem mér finnst alvarlegast í þessu,“ segir Ingi Freyr Ágústsson, verjandi karlmanns á fertugsaldri sem í ársbyrjun var sviptur sjálfræði í sex mánuði. Landsréttur hefur vísað málinu frá og maðurinn því aftur kominn með sjálfræði. Ingi Freyr segist ekki útiloka miskabótakröfu vegna málsins: „Það er allt rangt við þetta.“

„Grafalvarlegt að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar“
Ingi Freyr Ágústsson lögmaður

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann hefur lagst gegn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælt því að taka geðrofslyf í töfluformi. „Með sjálfræðissviptingunni er honum gefinn kostur á að dveljast þar sem honum líður betur en þó tryggt að hann fái reglubundið forðasprautu,“ segir í niðurlagi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur sem Ingiríður Lúðvíksdóttir kveður upp, en umræddar forðasprautur eru af …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár