Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, hefur áhyggjur af því að opinbera heilsugæslan á landsbyggðinni verði vanfjármögnuð með tilkomu einkarekinna heilsugæslustöðva þar, til dæmis á Akureyri. „Ég hef áhyggjur af því að við missum fjármuni út og að við munum þurfa að hagræða á þessum minni stöðum.“
Ástæðan er sú sjúktratryggðir viðskiptavinir heilsugæslunnar sem búa á Akureyri færi sig frekar yfir á einkareknar heilsugæslustöðvar þar sem sá möguleiki verður fyrir hendi á meðan viðskiptavinir í dreifðari byggðum og minni bæjum á Norðurlandi verði áfram hjá opinberu heilsugæslunni. Dýrara er að þjónusta síðarnefnda hópinn en þann fyrrnefnda, segir Jón Helgi.
„Það er miklu dýrara að reka heilbrigðisþjónustu í hinum dreifðu byggðum.“
Heimildin ræddi við Jón Helga um hugmyndir fyrirtækisins Heilsuverndar að opna einkarekna heilsugæslustöð á Akureyri.
Jón Helgi segir að það geti verið …
En eins og heilbrigðisráðherra segir, „alveg til athuga að einkavæða heilbrigðiskerfið“.
Ráðamenn virðast duglegir í því að einkavæða ótrúlegustu þætti samfélagsins.
Getur verið að þeir hafi þegar einkavinavætt okkur sem einstaklinga (sagða íslendinga)?
Það er ótrúlegt hvað einstaklings hyggja einstaklings í ráðastöðu getur rústað samfélagi, til frambúðar, sjálfum sér og sinna til upphefðar í núinu!
Þessi fullyrðing á við marga flokka sem hafa andsamfélagslega einstaklinga sér til framdráttar!