Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja SA hafa boðið lægri launahækkanir en í síðustu viku og slitu viðræðum

Breið­fylk­ing stétt­ar­fé­laga á al­menn­um vinnu­mark­aði hef­ur slit­ið við­ræð­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og vís­að deilu þeirra til rík­is­sátta­semj­ara.

Segja SA hafa boðið lægri launahækkanir en í síðustu viku og slitu viðræðum
Til sáttasemjara Efling er á meðal þeirra stéttarfélaga sem mynda breiðfylkinguna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er nú á leið í ferli hjá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Mynd: Golli

Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins og vísað deilu þeirra til ríkissáttasemjara. Í tilkynningu sem send hefur verið út fyrir hönd breiðfylkingarinnar kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi í dag lagt fram tilboð þar sem þau buðu lægri launahækkanir en í áður framlögðu tilboði þeirra frá 17. janúar síðastliðinn. „Slík framganga í kjaraviðræðum er fáheyrð og kallar á að aðilar endurskoði grundvallarnálgun sína.“

Breiðfylkingin segist aldrei hafa hvikað frá því markmiði að gera langtímakjarasamning á grunni hófsamra krónutöluhækkana, þar sem markmiðið var að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum um leið og ríkið geri löngu tímabæra leiðréttingu á barna-, húsnæðis- og vaxtabótum. „Breiðfylkingin kynnti útfærðar tillögur sínar, þar með talið nákvæmar kröfur varðandi launalið, fyrir SA þann 28. desember sl. og hefur síðan þá lagt fram ný tilboð þar sem komið hefur verið til móts við kröfur SA. Breiðfylkingin harmar þá stöðu sem upp er komin og að SA hafi ekki gripið það tækifæri sem fólst í viðræðum á þessum grunni. Af þessum ástæðum hefur Breiðfylkingin tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilunni formlega til ríkissáttasemjara í dag. Felur það í sér að sáttasemjari tekur yfir stjórn viðræðna og stéttarfélögin færast skrefinu nær því að geta beitt þeim úrræðum sem vinnulöggjöfin heimilar að fullreyndum viðræðum.“

Breiðfylkingin sendi líka frá sér yfirlýsingu fyrir viku þar sem hún tjáði áhyggjur sínar af því sem hún kallar „ illskiljanlegum viðsnúningi“ í framgöngu Samtaka atvinnulífsins. Í þeirri yfirlýsingu benti breiðfylkingin á að „hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra yfirlýsinga SA milli jóla og nýárs og þess sem lagt hefur verið fram í reynd við samningsborðið.“

Ný nálgun

Tilkynnt var um það 22. desember síðastliðinn að VR, Efling, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna myndu halda saman inn í komandi kjaraviðræður. Í tilkynningunni sagði að formenn félaganna, sem stýra félögum með samningsumboð fyrir 115 þúsund manns á almennum vinnumarkaði, hafi komið sér saman um grundvallarnálgun fyrir samningaviðræðurnar sem séu framundan. Um er að ræða 93 prósent alls launafólks sem er innan vébanda Alþýðusambands Íslands.  

Viðmælendur Heimildarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar sögðu á þeim tíma að krafan á fyrirtæki landsins myndi meðal annars snúast um að halda öllum verðlagshækkunum hófsömum og krafan á sveitarfélög yrði sú að halda gjaldskrárhækkunum innan hæfilegra marka. 

Miklar kröfur á ríkið

Í aðsendri grein sem birtist á Heimildinni á jóladag sagði Stefán Ólafsson, prófessor emiritus sem starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu, að slík þjóðarsátt myndi snúast um að ná verðlagi og vöxtum hratt niður með hóflegum launahækkunum í samningi til þriggja ára og samstilltu átaki allra, ekki síst fyrirtækja. „Þetta verði gert mögulegt með endurreisn tilfærslukerfa heimilanna, sem skili sér í auknum greiðslum til barnabóta og húsnæðisstuðnings, sem nemi um 30-50 þúsund krónum til heimila í lægri og milli tekjuhópum. Þetta myndi kosta ríkið um 20-25 milljarða aukalega á ári.“

Á síðustu dögum hafa forvígismenn ríkisstjórnarinnar, sérstaklega Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, varað við því að það þyrfti að forgangsraða í ríkisútgjöldum vegna aðgerða sem ríkissjóður ætlar að ráðast í til að styðja við Grindvíkinga. Það myndi mögulega þýða að ekki væri hægt að mæta öllum kröfum sem gerðar yrði á ríkið í yfirstandandi kjarasamningum. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár