Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja SA hafa boðið lægri launahækkanir en í síðustu viku og slitu viðræðum

Breið­fylk­ing stétt­ar­fé­laga á al­menn­um vinnu­mark­aði hef­ur slit­ið við­ræð­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og vís­að deilu þeirra til rík­is­sátta­semj­ara.

Segja SA hafa boðið lægri launahækkanir en í síðustu viku og slitu viðræðum
Til sáttasemjara Efling er á meðal þeirra stéttarfélaga sem mynda breiðfylkinguna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er nú á leið í ferli hjá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Mynd: Golli

Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins og vísað deilu þeirra til ríkissáttasemjara. Í tilkynningu sem send hefur verið út fyrir hönd breiðfylkingarinnar kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi í dag lagt fram tilboð þar sem þau buðu lægri launahækkanir en í áður framlögðu tilboði þeirra frá 17. janúar síðastliðinn. „Slík framganga í kjaraviðræðum er fáheyrð og kallar á að aðilar endurskoði grundvallarnálgun sína.“

Breiðfylkingin segist aldrei hafa hvikað frá því markmiði að gera langtímakjarasamning á grunni hófsamra krónutöluhækkana, þar sem markmiðið var að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum um leið og ríkið geri löngu tímabæra leiðréttingu á barna-, húsnæðis- og vaxtabótum. „Breiðfylkingin kynnti útfærðar tillögur sínar, þar með talið nákvæmar kröfur varðandi launalið, fyrir SA þann 28. desember sl. og hefur síðan þá lagt fram ný tilboð þar sem komið hefur verið til móts við kröfur SA. Breiðfylkingin harmar þá stöðu sem upp er komin og að SA hafi ekki gripið það tækifæri sem fólst í viðræðum á þessum grunni. Af þessum ástæðum hefur Breiðfylkingin tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilunni formlega til ríkissáttasemjara í dag. Felur það í sér að sáttasemjari tekur yfir stjórn viðræðna og stéttarfélögin færast skrefinu nær því að geta beitt þeim úrræðum sem vinnulöggjöfin heimilar að fullreyndum viðræðum.“

Breiðfylkingin sendi líka frá sér yfirlýsingu fyrir viku þar sem hún tjáði áhyggjur sínar af því sem hún kallar „ illskiljanlegum viðsnúningi“ í framgöngu Samtaka atvinnulífsins. Í þeirri yfirlýsingu benti breiðfylkingin á að „hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra yfirlýsinga SA milli jóla og nýárs og þess sem lagt hefur verið fram í reynd við samningsborðið.“

Ný nálgun

Tilkynnt var um það 22. desember síðastliðinn að VR, Efling, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna myndu halda saman inn í komandi kjaraviðræður. Í tilkynningunni sagði að formenn félaganna, sem stýra félögum með samningsumboð fyrir 115 þúsund manns á almennum vinnumarkaði, hafi komið sér saman um grundvallarnálgun fyrir samningaviðræðurnar sem séu framundan. Um er að ræða 93 prósent alls launafólks sem er innan vébanda Alþýðusambands Íslands.  

Viðmælendur Heimildarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar sögðu á þeim tíma að krafan á fyrirtæki landsins myndi meðal annars snúast um að halda öllum verðlagshækkunum hófsömum og krafan á sveitarfélög yrði sú að halda gjaldskrárhækkunum innan hæfilegra marka. 

Miklar kröfur á ríkið

Í aðsendri grein sem birtist á Heimildinni á jóladag sagði Stefán Ólafsson, prófessor emiritus sem starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu, að slík þjóðarsátt myndi snúast um að ná verðlagi og vöxtum hratt niður með hóflegum launahækkunum í samningi til þriggja ára og samstilltu átaki allra, ekki síst fyrirtækja. „Þetta verði gert mögulegt með endurreisn tilfærslukerfa heimilanna, sem skili sér í auknum greiðslum til barnabóta og húsnæðisstuðnings, sem nemi um 30-50 þúsund krónum til heimila í lægri og milli tekjuhópum. Þetta myndi kosta ríkið um 20-25 milljarða aukalega á ári.“

Á síðustu dögum hafa forvígismenn ríkisstjórnarinnar, sérstaklega Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, varað við því að það þyrfti að forgangsraða í ríkisútgjöldum vegna aðgerða sem ríkissjóður ætlar að ráðast í til að styðja við Grindvíkinga. Það myndi mögulega þýða að ekki væri hægt að mæta öllum kröfum sem gerðar yrði á ríkið í yfirstandandi kjarasamningum. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár