Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Segja SA hafa boðið lægri launahækkanir en í síðustu viku og slitu viðræðum

Breið­fylk­ing stétt­ar­fé­laga á al­menn­um vinnu­mark­aði hef­ur slit­ið við­ræð­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og vís­að deilu þeirra til rík­is­sátta­semj­ara.

Segja SA hafa boðið lægri launahækkanir en í síðustu viku og slitu viðræðum
Til sáttasemjara Efling er á meðal þeirra stéttarfélaga sem mynda breiðfylkinguna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er nú á leið í ferli hjá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Mynd: Golli

Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins og vísað deilu þeirra til ríkissáttasemjara. Í tilkynningu sem send hefur verið út fyrir hönd breiðfylkingarinnar kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi í dag lagt fram tilboð þar sem þau buðu lægri launahækkanir en í áður framlögðu tilboði þeirra frá 17. janúar síðastliðinn. „Slík framganga í kjaraviðræðum er fáheyrð og kallar á að aðilar endurskoði grundvallarnálgun sína.“

Breiðfylkingin segist aldrei hafa hvikað frá því markmiði að gera langtímakjarasamning á grunni hófsamra krónutöluhækkana, þar sem markmiðið var að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum um leið og ríkið geri löngu tímabæra leiðréttingu á barna-, húsnæðis- og vaxtabótum. „Breiðfylkingin kynnti útfærðar tillögur sínar, þar með talið nákvæmar kröfur varðandi launalið, fyrir SA þann 28. desember sl. og hefur síðan þá lagt fram ný tilboð þar sem komið hefur verið til móts við kröfur SA. Breiðfylkingin harmar þá stöðu sem upp er komin og að SA hafi ekki gripið það tækifæri sem fólst í viðræðum á þessum grunni. Af þessum ástæðum hefur Breiðfylkingin tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilunni formlega til ríkissáttasemjara í dag. Felur það í sér að sáttasemjari tekur yfir stjórn viðræðna og stéttarfélögin færast skrefinu nær því að geta beitt þeim úrræðum sem vinnulöggjöfin heimilar að fullreyndum viðræðum.“

Breiðfylkingin sendi líka frá sér yfirlýsingu fyrir viku þar sem hún tjáði áhyggjur sínar af því sem hún kallar „ illskiljanlegum viðsnúningi“ í framgöngu Samtaka atvinnulífsins. Í þeirri yfirlýsingu benti breiðfylkingin á að „hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra yfirlýsinga SA milli jóla og nýárs og þess sem lagt hefur verið fram í reynd við samningsborðið.“

Ný nálgun

Tilkynnt var um það 22. desember síðastliðinn að VR, Efling, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna myndu halda saman inn í komandi kjaraviðræður. Í tilkynningunni sagði að formenn félaganna, sem stýra félögum með samningsumboð fyrir 115 þúsund manns á almennum vinnumarkaði, hafi komið sér saman um grundvallarnálgun fyrir samningaviðræðurnar sem séu framundan. Um er að ræða 93 prósent alls launafólks sem er innan vébanda Alþýðusambands Íslands.  

Viðmælendur Heimildarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar sögðu á þeim tíma að krafan á fyrirtæki landsins myndi meðal annars snúast um að halda öllum verðlagshækkunum hófsömum og krafan á sveitarfélög yrði sú að halda gjaldskrárhækkunum innan hæfilegra marka. 

Miklar kröfur á ríkið

Í aðsendri grein sem birtist á Heimildinni á jóladag sagði Stefán Ólafsson, prófessor emiritus sem starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu, að slík þjóðarsátt myndi snúast um að ná verðlagi og vöxtum hratt niður með hóflegum launahækkunum í samningi til þriggja ára og samstilltu átaki allra, ekki síst fyrirtækja. „Þetta verði gert mögulegt með endurreisn tilfærslukerfa heimilanna, sem skili sér í auknum greiðslum til barnabóta og húsnæðisstuðnings, sem nemi um 30-50 þúsund krónum til heimila í lægri og milli tekjuhópum. Þetta myndi kosta ríkið um 20-25 milljarða aukalega á ári.“

Á síðustu dögum hafa forvígismenn ríkisstjórnarinnar, sérstaklega Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, varað við því að það þyrfti að forgangsraða í ríkisútgjöldum vegna aðgerða sem ríkissjóður ætlar að ráðast í til að styðja við Grindvíkinga. Það myndi mögulega þýða að ekki væri hægt að mæta öllum kröfum sem gerðar yrði á ríkið í yfirstandandi kjarasamningum. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu