Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlengdur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga kostar næstum milljarð

Sér­tæk­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur við Grind­vík­inga verð­ur fram­lengd­ur úr júní og stuðn­ing­ur­inn verð­ur hækk­að­ur. Grinda­vík­ur­bær fær heim­ild í lög­um til að rukka ekki fast­eigna­gjöld.

Framlengdur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga kostar næstum milljarð
Aðgerðir Ríkisstjórnin boðaði nýverið aðgerðir til að styðja við Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur nú lagt fram tvö frumvörp vegna þeirra. Mynd: Golli


Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að framlengja sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík. Helstu breytingarnar eru þær að þak á veittum stuðningi er hækkað úr 75 í 90 prósent af áætluðum húsnæðiskostnaði og gildistími úrræðisins er lengdur út júnímánuð, en áður stóð til að það myndi renna út í lok febrúar. Því lengist líftími úrræðisins um fjóra mánuði. 

Að endingu er gerð sú breyting á hámarki sértæks húsnæðisstuðnings miðað við fjölda heimilismanna að í stað þess að efsti flokkur verði fjórir heimilismenn eða fleiri verði hann sex heimilismenn eða fleiri og hámarksfjárhæð í efstu flokkunum hækkuð því til samræmis. Þannig er hámarksfjárhæð sértæks húsnæðisstuðnings fyrir þann sem er einn í heimili 150 þúsund krónur á mánuði. Hún fer svo stighækkandi eftir því sem heimilisfólki fjölgar og er 294 þúsund krónur fyrir þá sem eru með heimili sem telur sex eða fleiri. 

Í frumvarpinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að 85 til 95 prósent heimila í Grindavík komi til með að nýta úrræðið. Miðað við það er áætlaður kostnaður á mánuði á bilinu 212 til 237 milljónir króna. Á fjögurra mánaða tímabilinu sem frumvarpið bætir við líftíma aðgerðanna má því gera ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs nemi á bilinu 850 til 950 milljónum króna.

Mega sleppa því að rukka fasteignagjöld

Sigurður Ingi hefur líka lagt fram annað frumvarp sem hefur það markmið að styðja við Grindavík, í þetta sinn sveitarfélagið sjálft. 

Í fjárhagsáætlun Grindavíkur vegna ársins 2024 var áætlað að sveitarfélagið myndi hafa umtalsverðar tekjur, rúmlega þrjá milljarða króna, af útsvari íbúa og fasteignagjöldum á yfirstandandi ári. Þar af áttu fasteignagjöldin að skila 694 milljónum króna í tekjur í ár.

Áætlunin var samþykkt 9. janúar, áður en maður sem var við vinnu í bænum féll ofan í sprungu og áður en eldgos hófst með þeim afleiðingum að hraun flæddi inn í Grindavík. Allar forsendur áætlunarinnar eru því brostnar og fyrirséð að íbúar Grindavíkur eru ekki að fara að snúa aftur í heimili sín í fyrirsjáanlegri framtíð hið minnsta. 

Ljóst má vera að íbúar Grindavíkur munu greiða útsvar annars staðar í ljósi þessarar stöðu og óforsvaranlegt þykir að innheimta fasteignagjöld af húsnæði sem íbúarnir geta ekki nýtt sér, á sama tíma og þeir eru í þeirri stöðu að þurfa að greiða að öðru húsnæði annars staðar. 

Frumvarpið gengur út á að veita bæjarstjórn Grindavíkur heimild til að falla frá álagningu fasteignagjalda vegna óvissu af völdum náttúruhamfaranna sem ógni íbúa sveitarfélagsins. Þrátt fyrir það munu tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem reiknast út frá fasteignagjöldum annars vegar og grunnskólastarfsemi hins vegar, til Grindavíkur ekki taka breytingum. Um er að ræða 108 milljónir króna fasteignaskattsframlag miðað við óbreytta búsetu og 287 milljóna króna grunnskólaframlag.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár