Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlengdur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga kostar næstum milljarð

Sér­tæk­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur við Grind­vík­inga verð­ur fram­lengd­ur úr júní og stuðn­ing­ur­inn verð­ur hækk­að­ur. Grinda­vík­ur­bær fær heim­ild í lög­um til að rukka ekki fast­eigna­gjöld.

Framlengdur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga kostar næstum milljarð
Aðgerðir Ríkisstjórnin boðaði nýverið aðgerðir til að styðja við Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur nú lagt fram tvö frumvörp vegna þeirra. Mynd: Golli


Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að framlengja sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík. Helstu breytingarnar eru þær að þak á veittum stuðningi er hækkað úr 75 í 90 prósent af áætluðum húsnæðiskostnaði og gildistími úrræðisins er lengdur út júnímánuð, en áður stóð til að það myndi renna út í lok febrúar. Því lengist líftími úrræðisins um fjóra mánuði. 

Að endingu er gerð sú breyting á hámarki sértæks húsnæðisstuðnings miðað við fjölda heimilismanna að í stað þess að efsti flokkur verði fjórir heimilismenn eða fleiri verði hann sex heimilismenn eða fleiri og hámarksfjárhæð í efstu flokkunum hækkuð því til samræmis. Þannig er hámarksfjárhæð sértæks húsnæðisstuðnings fyrir þann sem er einn í heimili 150 þúsund krónur á mánuði. Hún fer svo stighækkandi eftir því sem heimilisfólki fjölgar og er 294 þúsund krónur fyrir þá sem eru með heimili sem telur sex eða fleiri. 

Í frumvarpinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að 85 til 95 prósent heimila í Grindavík komi til með að nýta úrræðið. Miðað við það er áætlaður kostnaður á mánuði á bilinu 212 til 237 milljónir króna. Á fjögurra mánaða tímabilinu sem frumvarpið bætir við líftíma aðgerðanna má því gera ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs nemi á bilinu 850 til 950 milljónum króna.

Mega sleppa því að rukka fasteignagjöld

Sigurður Ingi hefur líka lagt fram annað frumvarp sem hefur það markmið að styðja við Grindavík, í þetta sinn sveitarfélagið sjálft. 

Í fjárhagsáætlun Grindavíkur vegna ársins 2024 var áætlað að sveitarfélagið myndi hafa umtalsverðar tekjur, rúmlega þrjá milljarða króna, af útsvari íbúa og fasteignagjöldum á yfirstandandi ári. Þar af áttu fasteignagjöldin að skila 694 milljónum króna í tekjur í ár.

Áætlunin var samþykkt 9. janúar, áður en maður sem var við vinnu í bænum féll ofan í sprungu og áður en eldgos hófst með þeim afleiðingum að hraun flæddi inn í Grindavík. Allar forsendur áætlunarinnar eru því brostnar og fyrirséð að íbúar Grindavíkur eru ekki að fara að snúa aftur í heimili sín í fyrirsjáanlegri framtíð hið minnsta. 

Ljóst má vera að íbúar Grindavíkur munu greiða útsvar annars staðar í ljósi þessarar stöðu og óforsvaranlegt þykir að innheimta fasteignagjöld af húsnæði sem íbúarnir geta ekki nýtt sér, á sama tíma og þeir eru í þeirri stöðu að þurfa að greiða að öðru húsnæði annars staðar. 

Frumvarpið gengur út á að veita bæjarstjórn Grindavíkur heimild til að falla frá álagningu fasteignagjalda vegna óvissu af völdum náttúruhamfaranna sem ógni íbúa sveitarfélagsins. Þrátt fyrir það munu tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem reiknast út frá fasteignagjöldum annars vegar og grunnskólastarfsemi hins vegar, til Grindavíkur ekki taka breytingum. Um er að ræða 108 milljónir króna fasteignaskattsframlag miðað við óbreytta búsetu og 287 milljóna króna grunnskólaframlag.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár