Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Framlengdur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga kostar næstum milljarð

Sér­tæk­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur við Grind­vík­inga verð­ur fram­lengd­ur úr júní og stuðn­ing­ur­inn verð­ur hækk­að­ur. Grinda­vík­ur­bær fær heim­ild í lög­um til að rukka ekki fast­eigna­gjöld.

Framlengdur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga kostar næstum milljarð
Aðgerðir Ríkisstjórnin boðaði nýverið aðgerðir til að styðja við Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur nú lagt fram tvö frumvörp vegna þeirra. Mynd: Golli


Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að framlengja sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík. Helstu breytingarnar eru þær að þak á veittum stuðningi er hækkað úr 75 í 90 prósent af áætluðum húsnæðiskostnaði og gildistími úrræðisins er lengdur út júnímánuð, en áður stóð til að það myndi renna út í lok febrúar. Því lengist líftími úrræðisins um fjóra mánuði. 

Að endingu er gerð sú breyting á hámarki sértæks húsnæðisstuðnings miðað við fjölda heimilismanna að í stað þess að efsti flokkur verði fjórir heimilismenn eða fleiri verði hann sex heimilismenn eða fleiri og hámarksfjárhæð í efstu flokkunum hækkuð því til samræmis. Þannig er hámarksfjárhæð sértæks húsnæðisstuðnings fyrir þann sem er einn í heimili 150 þúsund krónur á mánuði. Hún fer svo stighækkandi eftir því sem heimilisfólki fjölgar og er 294 þúsund krónur fyrir þá sem eru með heimili sem telur sex eða fleiri. 

Í frumvarpinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að 85 til 95 prósent heimila í Grindavík komi til með að nýta úrræðið. Miðað við það er áætlaður kostnaður á mánuði á bilinu 212 til 237 milljónir króna. Á fjögurra mánaða tímabilinu sem frumvarpið bætir við líftíma aðgerðanna má því gera ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs nemi á bilinu 850 til 950 milljónum króna.

Mega sleppa því að rukka fasteignagjöld

Sigurður Ingi hefur líka lagt fram annað frumvarp sem hefur það markmið að styðja við Grindavík, í þetta sinn sveitarfélagið sjálft. 

Í fjárhagsáætlun Grindavíkur vegna ársins 2024 var áætlað að sveitarfélagið myndi hafa umtalsverðar tekjur, rúmlega þrjá milljarða króna, af útsvari íbúa og fasteignagjöldum á yfirstandandi ári. Þar af áttu fasteignagjöldin að skila 694 milljónum króna í tekjur í ár.

Áætlunin var samþykkt 9. janúar, áður en maður sem var við vinnu í bænum féll ofan í sprungu og áður en eldgos hófst með þeim afleiðingum að hraun flæddi inn í Grindavík. Allar forsendur áætlunarinnar eru því brostnar og fyrirséð að íbúar Grindavíkur eru ekki að fara að snúa aftur í heimili sín í fyrirsjáanlegri framtíð hið minnsta. 

Ljóst má vera að íbúar Grindavíkur munu greiða útsvar annars staðar í ljósi þessarar stöðu og óforsvaranlegt þykir að innheimta fasteignagjöld af húsnæði sem íbúarnir geta ekki nýtt sér, á sama tíma og þeir eru í þeirri stöðu að þurfa að greiða að öðru húsnæði annars staðar. 

Frumvarpið gengur út á að veita bæjarstjórn Grindavíkur heimild til að falla frá álagningu fasteignagjalda vegna óvissu af völdum náttúruhamfaranna sem ógni íbúa sveitarfélagsins. Þrátt fyrir það munu tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem reiknast út frá fasteignagjöldum annars vegar og grunnskólastarfsemi hins vegar, til Grindavíkur ekki taka breytingum. Um er að ræða 108 milljónir króna fasteignaskattsframlag miðað við óbreytta búsetu og 287 milljóna króna grunnskólaframlag.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
1
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
9
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár