Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lítil steinvala í stórum heimi

Barna­sýn­ing­in Ég heiti Steinn er ljúf dægra­dvöl, þá sér­stak­lega fyr­ir okk­ar yngstu áhorf­end­ur.

Lítil steinvala í stórum heimi
Litla barnaleiksýningin Ég heiti Seinn úr ranni franska leikhópsins Reine Mer. Hér er á ferðinni stutt hálfgrímusýning án orða – skrifar gagnrýnandi.
Leikhús

Ég heiti Steinn

Höfundur og leikstjóri: Lucas Rastoll-Mamalia Leikarar: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Sumarliði V. Snæland Ingimarsson og Lucas Rastol-Mamalia

Niðurstaða:

Lítil leiksýning með hjartað á réttum stað en kemst ekki alla leið í tilætlunarverki sínu.

Gefðu umsögn

Dagskráin í Tjarnarbíó er með fjölbreyttara móti þessa dagana enda margt á boðstólum: Uppistand og grín, tilraunakenndar danssýningar, erlend leikverk og í aðsigi er splunkunýr íslenskur rokksöngleikur. Tjarnarbíó hefur fyrir löngu sannað gildi sitt í sviðslistaflóru höfuðborgarinnar og með nýrri fjármagnsinnspýtingu er framtíðin vonandi björt.

Á dagskrá að þessu sinni er litla barnaleiksýningin Ég heiti Seinn úr ranni franska leikhópsins Reine Mer. Hér er á ferðinni stutt hálfgrímusýning án orða, leikhúsform sem íslenskir áhorfendur ættu að kannast við enda hafa nokkrar slíkar ratað í Tjarnarbíó á síðastliðnum misserum.

Að þróa fagurfræði og listræna nálgun

Leikhópurinn var stofnaður 2020 í Rochefort í Frakklandi og virðist enn þá vera að þróa sína fagurfræði og listræna nálgun. Við hittum fyrir smásteinana Stein, Urði og Berg, sem eiga ekki skap saman en óvænt atburðarás verður til þess að þau uppgötva mátt samvinnunnar. Sýningar án orða eru krefjandi fyrir leikara sem verða að treysta á leikstjórann og látbragðsleik til að heilla áhorfendur. Leikararnir þrír gera vel, ýkja öll viðbrögð og líkamsbeitingin lipur.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit og áhugaverða nálgun þá er sýningin alltof lengi í gang og mætti í raun vera styttri. Leikstjóri notar töluverðan tíma til að kynna persónur til leiks en við kynnumst þeim afar lítið. Hugmyndaheimurinn er líka óljós. Í staðinn snúast fyrstu atriði sýningarinnar aðallega um gyllta áldúkinn sem skreytir leiksviðið og hvað er hægt að búa til úr honum. Þegar óvænta ferðalag kumpánana hefst lifnar sýningin þó við.

Ljúf dægradvöl

Grímuhönnun Francescu Lombardi er einkar heillandi sem og tónlist Sacha Bernardson. Í þeirra vinnu birtast leikhústöfrarnir. Hver gríma ber með sér ólík persónueinkenni sem leikstjóri og leikarar hefðu mátt vinna betur með. Dulræði hljóðheimurinn skapar líka rafmagnað andrúmsloft og styður við sýninguna, synd er að tónlistin er ekki þrædd í gegnum alla sýninguna. Sömu sögu má segja um myndbandshönnunina sem er afskaplega vel heppnuð, í þau fáu skipti sem hún er notuð. Alla þessa listrænu þræði hefði mátt nota betur og oftar til að draga sýninguna saman og lyfta á hærra plan.

„Á heildina litið er hugmyndin falleg sem og yfirlýst skilaboð: Leitin að sjálfinu, fjölbreytileiki, umburðarlyndi, samskipti og inngilding.“

Á heildina litið er hugmyndin falleg sem og yfirlýst skilaboð: Leitin að sjálfinu, fjölbreytileiki, umburðarlyndi, samskipti og inngilding. En með svo háleit markmið í farteskinu sligast þessi einfalda saga undan þunga markmiðanna og loforðin virðast stundum hálf innantóm. Engu að síður er Ég heiti Steinn ljúf dægradvöl, þá sérstaklega fyrir okkar yngstu áhorfendur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár