Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Trump sigraði Haley í New Hampshire með afgerandi hætti

For­kosn­ing­ar Re­públi­kana í New Hamps­hire áttu sér stað í gær og nið­ur­stöð­urn­ar bár­ust í nótt. Don­ald Trump fór með sig­ur gegn Nikki Haley, sem á fáa mögu­leika eft­ir í kosn­inga­bar­átt­unni, þó hún seg­ist enn ætla að halda áfram.

Trump sigraði Haley í New Hampshire með afgerandi hætti
Donald Trump

Niðurstaða forkosninga Repúblikana í New Hampshire liggja nú fyrir með afgerandi sigri Donalds Trumps með 54,6% atkvæða og 11 kjörmenn gegn 43,1% atkvæða sem gengu til Nikki Haley og 8 kjörmönnum. Haley, fyrrum ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, háðu einvígi sitt í ríkinu og höfðu verið hnífjöfn í einstökum könnunum nýverið, en þegar nær dró kjördag fór forskot Trumps vaxandi töluvert. Ron Desantis, ríkisstjóri Flórída sagði sig úr kosningabaráttunni stuttu fyrir kosningarnar og lýsti yfir stuðningi við Trump, en Desantis hafði mælst með tæp 6% þangað til. Meirihluti kjósenda hans höfðu Trump sem sinn annan valkost og því varð brotthvarf Desantis aðeins til þess að efla stöðu Trumps. Aukið forskot Trumps var þó langtum meira en meira að segja heildarfylgi Desantis og því vann forsetinn fyrrverandi mjög á í aðdraganda kosninganna. Þannig var staðan í lokakönnun fyrir kosningarnar að Trump leiddi …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár