Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Trump sigraði Haley í New Hampshire með afgerandi hætti

For­kosn­ing­ar Re­públi­kana í New Hamps­hire áttu sér stað í gær og nið­ur­stöð­urn­ar bár­ust í nótt. Don­ald Trump fór með sig­ur gegn Nikki Haley, sem á fáa mögu­leika eft­ir í kosn­inga­bar­átt­unni, þó hún seg­ist enn ætla að halda áfram.

Trump sigraði Haley í New Hampshire með afgerandi hætti
Donald Trump

Niðurstaða forkosninga Repúblikana í New Hampshire liggja nú fyrir með afgerandi sigri Donalds Trumps með 54,6% atkvæða og 11 kjörmenn gegn 43,1% atkvæða sem gengu til Nikki Haley og 8 kjörmönnum. Haley, fyrrum ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, háðu einvígi sitt í ríkinu og höfðu verið hnífjöfn í einstökum könnunum nýverið, en þegar nær dró kjördag fór forskot Trumps vaxandi töluvert. Ron Desantis, ríkisstjóri Flórída sagði sig úr kosningabaráttunni stuttu fyrir kosningarnar og lýsti yfir stuðningi við Trump, en Desantis hafði mælst með tæp 6% þangað til. Meirihluti kjósenda hans höfðu Trump sem sinn annan valkost og því varð brotthvarf Desantis aðeins til þess að efla stöðu Trumps. Aukið forskot Trumps var þó langtum meira en meira að segja heildarfylgi Desantis og því vann forsetinn fyrrverandi mjög á í aðdraganda kosninganna. Þannig var staðan í lokakönnun fyrir kosningarnar að Trump leiddi …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár