Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
Sara Lind Guðbergsdóttir, settur forstjóri Ríkiskaupa, segir að ákvörðunin um hvort framlengja eigi þjónustusamning Ríkiskaupa við Rapyd muni meðal annars taka mið af markaðsaðstæðum Mynd: Samsett / Heimildin

Forstjóri Ríkiskaupa, Sara Lind Guðbergsdóttir, segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun um það hvort rammasamningur við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd verður framlengdur. 

Í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Sara að „ekki liggur fyrir hvort heimild til framlengingar verði nýtt eða hvort samningurinn verði boðinn út að nýju.“

Rammasamningur um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir tók gildi 19. febrúar 2021. Samningurinn gilti í tvö ár og var framlengdur um eitt ár og mun því renna út eftir tæpan mánuð. Samkvæmt samningnum er heimilt að framlengja hann aftur til eins árs. 

Spurð um til hvaða sjónarmiða sé litið til í endurskoðunarferlinu, segir Sara Lind að lagt sé „mat á það hvort forsendur til framlengingar séu fyrir hendi eða hvort markaðsaðstæður hafi breyst með þeim hætti að rétt sé að falla frá þeirri heimild og bjóða samninginn út að nýju. Hluti af því ferli er að leggja mat á það hvort ástæður til útilokunar eigi við, eins og þeim er lýst í lögum um opinber innkaup.“

Hávær krafa um sniðgöngu 

Harðnandi átök fyrir botni Miðjarðahafs og skæðar loftárásir Ísraelshers hafa leitt til þess að margir hafa hér á landi hafa hvatt til þess að sniðganga vörur og þjónustu frá ísraelskum fyrirtækjum.

Í þeirri umræðu hefur ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd gjarnan verið nefnt. Sérstaklega eftir að ummæli forstjóra Rapyd, Arik Shtilman, komust í hámæli hér landi í lok október í fyrra.

Í nokkrum færslum á samfélagsmiðlinum LinkedIn sagði Arik að hann og fyrirtækið styðji árásir Ísrael á Gasa. Í kjölfarið hefur víða verið hvatt til sniðgöngu fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Rapyd og þrýstingur settur á þau til að færa viðskipti sín annað. Á meðal þeirra sem hafa nýverið sagt upp samningi við Rapyd vegna umræðunnar hérlendis er Rauði krossinn á Íslandi.

 Fyrirtæki í sterkri stöðu

Í júlí 2021 náði Rapyd samkomulagi við Arion banka um kaup á Valitor fyrir um 100 milljónir Bandaríkjadala. Samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var 2022 kaupunum jókst markaðshlutdeild Rapyd talsvert með kaupunum, en fyrir kaupin hafði Valitor verið í markaðsráðandi stöðu. Á sama tíma hafi markaðshlutdeild SaltPay, sem hét áður Borgun, dregist verulega saman.

Sem fyrr er í gildi þjónustusamningur Ríkiskaupa við Rapyd um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir. Samningurinn var upphaflega gerður við Valitor hf. eftir að hafa boðið upp á hagstæðasta tilboðið í útboði sem var haldið árið 2021. 

Undir A-hluta stofnanir flokkast um 160 stofnanir ríkisins. Sem dæmi eru heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús, framhaldsskólar, háskólar og Áfengisverslun ríkisins A-hluta stofnanir.

Setning forstjóra Ríkiskaupa rennur líka út í febrúar

Samkvæmt heimasíðu Ríkiskaupa kemur fram að tímabundin setning forstjóra Ríkiskaupa rennur út 29. febrúar næstkomandi. Sara tók við starfinu eftir að Björgvin Víkingsson sagði upp starfi sínu og var ráðinn innkaupastjóri Bónus í maí 2023. 

Sara Lind var skipuð af þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, sem tímabundinn forstjóri Ríkiskaupa til 31. ágúst. Skipunartími hennar var síðar framlengdur til lok febrúar á þessu ári. 

Í svari sínu við fyrirspurn Heimildarinnar um það hvort hún ætli að sækja um starfið þegar það verður auglýst svarar Sara blaðamanni með því benda honum á að beina fyrirspurn sinni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins „sem hefur umsjón með málaflokknum og skipar í embættið.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapítalisminn á breytingaskeiði
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapí­tal­ism­inn á breyt­inga­skeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár