Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís í leyfi eftir krabbameinsgreiningu í morgun

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra er kom­in í veik­inda­leyfi sam­kvæmt lækn­is­ráði. Hún fékk í morg­un stað­festa grein­ingu á brjóstakrabba­meini og er á leið í að­gerð.

Svandís í leyfi eftir krabbameinsgreiningu í morgun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er kominn í leyfi frá störfum samkvæmt læknisráði. Hún greindi frá þessu á Facebook rétt eftir klukkan 15 í dag. Þar skrifar hún: 

„Frá og með deginum í dag verð ég í veikindaleyfi að læknisráði. „Í morgun fékk ég staðfesta greiningu á krabbameini í brjósti og mun gangast undir aðgerð og viðeigandi meðferð á næstu vikum,“ skrifar Svandís.

„Ég geng upprétt til móts við þetta stóra verkefni, æðrulaus og bjartsýn. Allir mínir kraftar munu fara í það með fólkið mitt mér við hlið.“

Ekki er komið fram hvernig ríkisstjórnin hyggst bregðast við veikindaleyfinu; það er hver mun leysa Svandísi af á meðan því stendur. Síðasti ráðherra til að taka sér veikindaleyfi var Lilja Alfreðsdóttir. Á meðan því leyfi stóð tók annar ráðherra í ríkisstjórninni við hennar ráðherraskyldum og var því ekki skipaður nýr ráðherra á meðan. 

Gustað hefur um Svandísi í ríkisstjórn undanfarnar vikur og hafði Inga …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár