Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Sá réttur að mótmæla er fyrir mér grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi“

„Rétt­ur­inn til að mót­mæla er auð­vit­að var­inn bæði af lög­um úr stjórn­ar­skrá sem við eig­um í okk­ar sam­fé­lagi.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra um Face­book færslu Bjarna Benidikts­son­ar, ut­an­rík­is­ráð­herra, um mót­mæli palestínu­manna á Aust­ur­velli.

Forsætisráðherra

„Rétturinn til að mótmæla er auðvitað varinn bæði af lögum úr stjórnarskrá sem við eigum í okkar samfélagi. Staðreyndin er sú að mótmælin eru nú yfirleitt mjög nærri höfuðstöðvum valdsins til að mynda þjóðþinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við blaðamann Heimildarinnar þegar hún var spurð um Facebook færslu Bjarna Benidiktssonar, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mótmæli Palestínumanna á Austurvelli. 

Síðastliðin föstudag birti Bjarni Facebook færslu þar sem hann sagði „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll.“ Hann segir það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum. Að mati Bjarna ætti engum að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. „Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti.  Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins.“

„Ég hef alla tíð sagt, og hef ekki skipt um skoðun á því, sá réttur að mótmæla er fyrir mér grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi“
Katrín Jakobsdóttir.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár