„Rétturinn til að mótmæla er auðvitað varinn bæði af lögum úr stjórnarskrá sem við eigum í okkar samfélagi. Staðreyndin er sú að mótmælin eru nú yfirleitt mjög nærri höfuðstöðvum valdsins til að mynda þjóðþinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við blaðamann Heimildarinnar þegar hún var spurð um Facebook færslu Bjarna Benidiktssonar, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mótmæli Palestínumanna á Austurvelli.
Síðastliðin föstudag birti Bjarni Facebook færslu þar sem hann sagði „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll.“ Hann segir það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum. Að mati Bjarna ætti engum að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. „Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti. Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins.“
„Ég hef alla tíð sagt, og hef ekki skipt um skoðun á því, sá réttur að mótmæla er fyrir mér grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi“
Athugasemdir (1)