Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Sá réttur að mótmæla er fyrir mér grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi“

„Rétt­ur­inn til að mót­mæla er auð­vit­að var­inn bæði af lög­um úr stjórn­ar­skrá sem við eig­um í okk­ar sam­fé­lagi.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra um Face­book færslu Bjarna Benidikts­son­ar, ut­an­rík­is­ráð­herra, um mót­mæli palestínu­manna á Aust­ur­velli.

Forsætisráðherra

„Rétturinn til að mótmæla er auðvitað varinn bæði af lögum úr stjórnarskrá sem við eigum í okkar samfélagi. Staðreyndin er sú að mótmælin eru nú yfirleitt mjög nærri höfuðstöðvum valdsins til að mynda þjóðþinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við blaðamann Heimildarinnar þegar hún var spurð um Facebook færslu Bjarna Benidiktssonar, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mótmæli Palestínumanna á Austurvelli. 

Síðastliðin föstudag birti Bjarni Facebook færslu þar sem hann sagði „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll.“ Hann segir það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum. Að mati Bjarna ætti engum að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. „Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti.  Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins.“

„Ég hef alla tíð sagt, og hef ekki skipt um skoðun á því, sá réttur að mótmæla er fyrir mér grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi“
Katrín Jakobsdóttir.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár