Björn Zoëga forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, hefur sagt upp störfum á spítalanum. Frá þessu segir í tilkynningu á vef Karolinska í dag, en þar kemur fram að síðasti dagur Björns í vinnu verði 4. mars.
Björn hefur starfað sem forstjóri Karolinska í tæp fimm ár og í tilkynningu spítalans er haft eftir Mikel Ohrling, forstöðumanni heilbrigðisþjónustu, að framlag hans og annarra starfsmanna spítalans hafi skilað Karolinska í sterkari stöðu en spítalinn hafi verið í lengi.
Björn segir sjálfur í tilkynningu spítalans að þrátt fyrir erfiðan heimsfaraldur, sem hafi reynt á bæði sjúklinga og starfsfólk, hafi tekið að grípa til aðgerða sem komið hafi spítalanum úr erfiðri stöðu. Spítalinn hafi farið þaðan og yfir í að vera metinn sem einn besti spítali heims.
Í tilkynningu spítalans segir Björn þó einnig að erfiðar aðstæður í efnahagslífinu þýði að heilbrigðismál í Svíþjóð eigi erfitt uppháttar. Á Karolinska hafi þessum aðstæðum verið mætt …
Athugasemdir