Sæll Bjarni.
Ég skal viðurkenna að fyrst þegar ég renndi yfir Facebook-pistilinn sem þú baðst aðstoðarmannahjörðina þína að skrifa og birta í gær um þá ósvinnu sem tjaldbúðir til stuðnings Palestínumönnum á Austurvelli væru, þá hló ég nú bara.
Var nú svona komið fyrir hinum fyrrum máttuga Sjálfstæðisflokki að formaður hans sæi ekki annað ráð vænlegra til að bæta lekan bátinn í aðdraganda þeirrar kosningabaráttu sem nú fer í hönd en að leggjast á hnén og sleikja sig auðmjúklega upp við þau 10-12 prósent þjóðarinnar sem mögulega munu láta útlendingaandúð, tortryggni og jafnvel bláskæran rasisma ráða atkvæði sínu?
Já, ég hló.
Til dæmis þegar ég las setningu eins og þessa:
„Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum.“
Ég veit auðvitað ekki hver úr aðstoðarmannahjörðinni skrifaði þennan hlægilega belging en mig grunar að þið hafið allir kinkað kolli í viðurkenningarskyni yfir því hve beint í hjartastað þetta myndi hitta típrósentin, sem þið ætlið bersýnilega að róa svo fast eftir í kosningunum.
En þessi setning hér er nú best samt:
„Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum Á ÞESSUM HELGA STAÐ milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis.“
Mín leturbreyting.
Það er svo hlægileg tilhugsun að Austurvöllur sé HELGUR STAÐUR að ég er nokkuð viss um að þið hafið allir verið flissandi þegar þið genguð frá þessum texta, en viti menn, svo sendiði fótgönguliða út á vígvelli internetsins að læka þetta í bak og fyrir og leggja út af orðum formannsins, og þetta var greinilega meint í alvöru, alvöru úthugsuð herhvöt af ykkar hálfu, því nú japlar hver fótgönguliði af öðrum: „Helgur staður ... helgur staður ... helgur staður ...“
Ójá Bjarni, þetta er sannarlega hlægileg ritsmíð.
En samt runnu brátt á mig tvær grímur og nú finnst mér þessi pistill ykkar ekki lengur aðhlátursefni.
Þar er nefnilega ekki bara daðrað blygðunarlaust við þjóðernispópúlisma með þvaðri um þjóðfána og helga staði.
Þar er líka ráðist beint og hart og af grimmd og miskunnarleysi á fólk í hræðilegri stöðu.
Fólk sem á ættingja sem sæta linnulausum drápsárásum eins mesta herveldis í heimi, fólk sem þráir ekkert meira en fá þessa ættingja til sín og að Ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til að reyna að hafa hemil á herveldinu grimma.
Þetta er það fólk sem þér finnst sæmandi að ráðast á og gera tortryggilegt í þeim eina tilgangi að reyna að bjarga leifunum af þínum pólitíska lífi.
Þetta er það fólk sem þú leggur vísvitandi og ískalt undir gjamm rasistanna sem nú telja sig eiga í þér bandamann.
Þú — mesti valdamaður landsins, bæði í krafti embættis og pólitískra áhrifa, klíkutengsla og auðæfa — þú ræðst á þetta fólk.
Því það ertu að gera með þessum texta. Við kunnum að lesa, Bjarni.
Eins og stundum áður varð mér hugsað til afa míns sem var dyggur Sjálfstæðismaður af hugsjón en jafnframt einhver hjálpfúsasti og örlátasti maður sem ég hef þekkt og lagði ótalmörgum nauðstöddum lið án þess að hátt færi, og ég hugsaði með mér:
Mikið er ég feginn að hann afi Kristjón skuli ekki hafa þurft að upplifa þá lágkúru sem þú hefur fært flokkinn hans oní.
Og hafðu fyrir þetta þá djúpu skömm sem þú átt skilið.
Íhaldsflokkurinn breski og hinn Bandaríski repulican flokkur eru fyrirmynd íslenska íhaldsins og stuðningur þeirra bresku og bna við zionista í ísrael kristallast í þessu rasíska og hatursfulla ranti bófans eins og Illugi lýsir svo vel.
Svona að lokum, þá er Austurvöllur undir stjórn og umsjá Reykjavíkurborgar og það er borgin sem veitir leyfi á þessari lóð sinni fyrir þessi mótmæli og tjaldið sem eftir stendur og þar hefur ríkisstjórnin eða alþingi ekkert um það að segja enda stjórnarskrárvarin réttur fólksins að mótmæla. Hvað palenstíska fánan varðar, þá veit ég ekki betur en að ekkert hafi verið kvartað þegar úkraínski fáninn blakti út um alla borg til að mótmæla innrás rússa í úkraínu svo það alveg bæta því við að hentisemishræsnin í bófanum spilar líka stóra rullu í þessu máli.
Ég verð þó að viðurkenna að flagga palestínskum fánum snýr því upp í stuðningsyfirlýsingu fyrir palestínu.
Þá hefðu þessar tjaldbúðir aldrei risið.
Þannig að það sem þú er að grenja yfir bjarN1 vælukjói.
Er afleiðingar af þínum egin gjörðum.
So cry me a river skíhæll. PUNKTUR!