Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísraelsher eyðileggur grafreiti á Gasa í leit að gíslum

Linnu­laus­ar sprengju­árás­ir Ísra­els­hers ná­lægt Nass­er-spít­al­an­um í borg­inni Kh­an Yun­is á Gasa búa til hörm­ung­ar­ástand, segja Lækn­ar án landa­mæra. Í kjöl­far árás­anna fóru her­sveit­ir Ísra­els­hers að spít­al­an­um og grófu upp gra­freiti með jarð­ýt­um og sprengdu leg­steina, að sögn til þess að leita að lík­um ísra­elskra gísla.

Hersveitir ísraelska hersins notuðu jarðýtur til að grafa upp grafreiti í borginni Khan Yunis á Gasasvæðinu í vikunni. Orðrómar um skemmdarverk Ísraelshers á grafreitum gengu um samfélagsmiðla en Ísraelsher hefur nú staðfest að það sé rétt og segist vera að leita að jarðneskum leifum ísraelskra gísla.

Borgin Khan Yunis er sú stærsta í suðurhluta Gasasvæðisins en Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar á svæðinu undanfarna daga. Í borginni er Nasser-spítalinn staðsettur en spítalinn er stærstur þeirra spítala sem eftir standa í kjölfar umsáturs og sprengjuherferðar Ísraelshers síðan 7. október. Sprengjur hafa fallið í dag aðeins nokkrum metrum frá spítalanum og ástandið er hörmulegt að sögn Leo Cans, meðlim Lækna án landamæra, sem er við störf á spítalanum. Mörg hundruð sjúklingar streyma á spítalann á degi hverjum og þúsundir hafa leitað sér skjóls þar. Loftárás Ísraelshers fyrir utan spítalann á mánudaginn drap átta manns og særði 80. 

„Margir misstu fótleggi sína, …
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hatur Ísrael's gengur útfyrir gröf og dauða!
    Telja þeir sig virkilega meðal samfélags manna?
    2
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Drullusokkar
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár