Hersveitir ísraelska hersins notuðu jarðýtur til að grafa upp grafreiti í borginni Khan Yunis á Gasasvæðinu í vikunni. Orðrómar um skemmdarverk Ísraelshers á grafreitum gengu um samfélagsmiðla en Ísraelsher hefur nú staðfest að það sé rétt og segist vera að leita að jarðneskum leifum ísraelskra gísla.
Borgin Khan Yunis er sú stærsta í suðurhluta Gasasvæðisins en Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar á svæðinu undanfarna daga. Í borginni er Nasser-spítalinn staðsettur en spítalinn er stærstur þeirra spítala sem eftir standa í kjölfar umsáturs og sprengjuherferðar Ísraelshers síðan 7. október. Sprengjur hafa fallið í dag aðeins nokkrum metrum frá spítalanum og ástandið er hörmulegt að sögn Leo Cans, meðlim Lækna án landamæra, sem er við störf á spítalanum. Mörg hundruð sjúklingar streyma á spítalann á degi hverjum og þúsundir hafa leitað sér skjóls þar. Loftárás Ísraelshers fyrir utan spítalann á mánudaginn drap átta manns og særði 80.
„Margir misstu fótleggi sína, …
Telja þeir sig virkilega meðal samfélags manna?