Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ísraelsher eyðileggur grafreiti á Gasa í leit að gíslum

Linnu­laus­ar sprengju­árás­ir Ísra­els­hers ná­lægt Nass­er-spít­al­an­um í borg­inni Kh­an Yun­is á Gasa búa til hörm­ung­ar­ástand, segja Lækn­ar án landa­mæra. Í kjöl­far árás­anna fóru her­sveit­ir Ísra­els­hers að spít­al­an­um og grófu upp gra­freiti með jarð­ýt­um og sprengdu leg­steina, að sögn til þess að leita að lík­um ísra­elskra gísla.

Hersveitir ísraelska hersins notuðu jarðýtur til að grafa upp grafreiti í borginni Khan Yunis á Gasasvæðinu í vikunni. Orðrómar um skemmdarverk Ísraelshers á grafreitum gengu um samfélagsmiðla en Ísraelsher hefur nú staðfest að það sé rétt og segist vera að leita að jarðneskum leifum ísraelskra gísla.

Borgin Khan Yunis er sú stærsta í suðurhluta Gasasvæðisins en Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar á svæðinu undanfarna daga. Í borginni er Nasser-spítalinn staðsettur en spítalinn er stærstur þeirra spítala sem eftir standa í kjölfar umsáturs og sprengjuherferðar Ísraelshers síðan 7. október. Sprengjur hafa fallið í dag aðeins nokkrum metrum frá spítalanum og ástandið er hörmulegt að sögn Leo Cans, meðlim Lækna án landamæra, sem er við störf á spítalanum. Mörg hundruð sjúklingar streyma á spítalann á degi hverjum og þúsundir hafa leitað sér skjóls þar. Loftárás Ísraelshers fyrir utan spítalann á mánudaginn drap átta manns og særði 80. 

„Margir misstu fótleggi sína, …
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hatur Ísrael's gengur útfyrir gröf og dauða!
    Telja þeir sig virkilega meðal samfélags manna?
    2
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Drullusokkar
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár