„Hún verður látin laus úr gæsluvarðhaldi á föstudag,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur.
Hún var dæmd í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Noregi í síðustu viku fyrir að hafa numið syni sína á brott frá Noregi í óþökk föðurins sem fer með forsjá þeirra.
„Samkvæmt samkomulagi við íslensk yfirvöld mun hún afplána fangelsisdóminn í íslensku fangelsi,“ segir Sjak í skriflegu svari til Heimildarinnar. „Faðirinn býst við því að hún verði kölluð til afplánunar í fangelsi með hefðbundnum hætti af íslensku lögreglunni.“
Útlit er fyrir að einhver bið verði áður en Edda mun afplána dóminn, segir Sjak.
Dæmd í fangelsi, ekki samfélagsþjónustu
Nútíminn greindi frá því í gær að Eddu yrði sleppt. Í frétt miðilsins kemur jafnframt fram að líklegt þyki að hún fái að taka dóm sinn út sem samfélagsþjónustu hér á landi. Sjak kannast ekki …
Athugasemdir