Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vetrarfærð á höfuðborgasvæðinu

Snjó­hrúga á Suð­ur­lands­braut­inni gerði bíl­stjór­um erfitt fyr­ir að kom­ast sinn­ar leið­ar í morg­un. Gul við­vör­un er á höfðu­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­landi og í Faxa­flóa. Veðr­inu á að lægja í há­deg­inu í dag.

Vetrarfærð á höfuðborgasvæðinu

Umferðin var þétt í borginni í morgun og gekk ökumönnum misvel að komast sinnar leiðar. Fram til hádegis er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Vegir eru hálir og nú þegar hafa nokkur umferðaróhöpp verið tilkynnt til lögreglu. 

Bílarnir mjökuður hægt áfram

„Ég mætti 20 mínútum seinna í dag en vanalega,“ segir íbúi í Reykjavík, um umferðina upp úr níu í morgun. Hann var á leið frá miðborg Reykjavíkur til vinnu í Skeifunni. „Venjulega er ég 10 mínútur á leiðinni í vinnuna en ég var hálftíma í dag. Bílarnir mjökuðust hægt áfram, sérstaklega á Sæbrautinni. Hef aldrei lent í öðru eins.“

Sagði hann að erfiðlega hefði gengið að komast áfram á Suðurlandsbrautinni, því þar hefði snjóhrúga verið á veginum. „Verktaki sem mokaði bílastæðin hafði sett snjóhrúguna þannig að hún fór inn á Suðurlandsbrautina í austurátt, sem gerði það að verkum að fólk þurfti að sveigja frá skaflinum.“

Snjómokstur

„Við brýnum fyrir okkar fólki að setja ekki snjó á ákveðna staði sem geta hindrað útsýni, tekið upp óþarfa bílastæði og ég tala ekki um yfir á stíga,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg. 

Hjólreiðafólki gekk einnig misvel að komast sinnar leiðar, þar sem ekki var nægilega vel mokað. „Það er sami forgangur á öllu hjóla- og gönguleiðakerfinu og hjá bílum,“ sagði Hjalti. „Við byrjum klukkan fjögur í nótt á báðum þessum verkefnum og gengur bara ágætlega. Þetta er mjög stíft prógram sem við vinnum eftir, hvort sem það er á götum eða göngu- og hjólaleiðum.“

Í Reykjavík mældist 7 sentímetra snjódýpt, en 20 sentímetrar á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt samantekt Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá Bliku. Framundan er mikið frost í dag og á morgun, en á laugardag mildast það og eru horfur á stilltu veðri. „Heimskautaloftið vinnur einfaldlega þennan slag og verður ríkjandi hér til morguns. Á laugardag verður gerð alvöru atlaga að því með stærri lægð sem kemur úr suðvestri. Léttu lausamjöllina víða um land getur þá hæglega tekið að skafa,“ segir í greiningu Einars.


Hvernig er færðin hjá þér? Lesendur geta sent myndir og veðurfarslýsingar á ritstjorn@heimildin.is

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár