Eftir 46 tíma vakt lenti Haraldur Haraldsson í því að malbikaður göngustígur gaf sig undir honum og fóturinn sökk ofan í sprungu, alla leið upp að miðju læri. Haraldur var fjórtán ára þegar hann skráði sig fyrst í björgunarsveit og sinnir nú sjálfboðaliðastörfum fyrir björgunarsveitina Suðurnes í Reykjanesbæ. Hann hefur staðið vaktina síðustu daga, vikur, mánuði og ár. Nú síðast barst útkall klukkan þrjú að næturlagi, þegar skjálftahrina skall á Grindavík. Um klukkutíma síðar var bærinn rýmdur. Næsta dag hófst eldgos og hraun rann yfir byggð. Haraldur hefur verið á vaktinni síðan.
Annasamir dagar
„Síðustu dagar hafa verið frekar uppteknir fyrir björgunarsveitina. Við byrjuðum á útkallinu þegar maðurinn féll í sprunguna. Við tóku stíf fundarhöld, þar sem búið er að ræða aðgerðaráætlanir og yfirvofandi gos. Svo kom gos. Síðan erum við búnir að vera í alls konar verkefnum, við erum búnir að vera í lokunarpóstum, við erum búnir að vera …
Athugasemdir