Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Trump sló met í forkosningunum: Hvað þýðir sigur hans?

Trump fór með sig­ur af hólmi í fyrstu for­kosn­ing­un­um Iowa-fylki og sló þar kosn­inga­met. Spenn­an magn­ast fyr­ir næstu viku í New Hamps­hire þar sem Nikki Haley og Trump eru hníf­jöfn.

Trump sló met í forkosningunum: Hvað þýðir sigur hans?
Sigurreifur Trump fagnar Donald Trump og synir hans tveir, Eric og Donald Jr, fögnuðu metsigri í Iowa-ríki á mánudaginn. Mynd: AFP

„Ég held að þetta sé virkilega tími fyrir alla, fyrir landið, að koma saman … hvort sem það eru Repúblikanar eða Demókratar, frjálslyndir eða íhaldssamir.“ Svo óvenjulega mjúkmál voru upphafsorð Donald Trumps í sigurræðu hans í Iowa-ríki á mánudaginn. Hann fylgdi því þó skjótt á eftir með því að kalla Joe Biden versta forseta Bandaríkjanna í gervallri sögu landsins. „Við ætlum að bora elskan, bora, strax,“ sagði Trump svo og vísaði þar í áform sín um að stórauka olíuboranir og framleiðslu í Bandaríkjunum og fylgdi því eftir með „við ætlum að innsigla landamærin, af því að núna er innrás, við erum með innrás milljóna og milljóna manna sem eru að koma inn í landið okkar.“ 

Trump sigraði forkosningarnar í fylkinu með 51% atkvæða, með næstu frambjóðendur langt á eftir, Ron Desantis með 21% og Nikki Haley með 19% atkvæða, en Vivek Ramaswamy rak lestina með 7,7% atkvæða og hefur síðan dregið framboð sitt til baka. Sigur með 30% mun í Iowa sló síðasta met forkosninga Repúblikana í Iowa frá 1988, þegar þingmaðurinn Bob Dole vann sigur í fylkinu með tæpum 13% mun. Það árið varð frambjóðandi Repúblikana þó annar, sá sem var í þriðja sætinu í Iowa-ríki, George H.W. Bush, sem vann kosningarnar og varð forseti Bandaríkjanna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    The sparkness of Spiderman,
    the syrup of Superman,
    the homeboy of Hulk,
    the beauty of Batman,
    and the prump of Trump.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár