Trump sló met í forkosningunum: Hvað þýðir sigur hans?

Trump fór með sig­ur af hólmi í fyrstu for­kosn­ing­un­um Iowa-fylki og sló þar kosn­inga­met. Spenn­an magn­ast fyr­ir næstu viku í New Hamps­hire þar sem Nikki Haley og Trump eru hníf­jöfn.

Trump sló met í forkosningunum: Hvað þýðir sigur hans?
Sigurreifur Trump fagnar Donald Trump og synir hans tveir, Eric og Donald Jr, fögnuðu metsigri í Iowa-ríki á mánudaginn. Mynd: AFP

„Ég held að þetta sé virkilega tími fyrir alla, fyrir landið, að koma saman … hvort sem það eru Repúblikanar eða Demókratar, frjálslyndir eða íhaldssamir.“ Svo óvenjulega mjúkmál voru upphafsorð Donald Trumps í sigurræðu hans í Iowa-ríki á mánudaginn. Hann fylgdi því þó skjótt á eftir með því að kalla Joe Biden versta forseta Bandaríkjanna í gervallri sögu landsins. „Við ætlum að bora elskan, bora, strax,“ sagði Trump svo og vísaði þar í áform sín um að stórauka olíuboranir og framleiðslu í Bandaríkjunum og fylgdi því eftir með „við ætlum að innsigla landamærin, af því að núna er innrás, við erum með innrás milljóna og milljóna manna sem eru að koma inn í landið okkar.“ 

Trump sigraði forkosningarnar í fylkinu með 51% atkvæða, með næstu frambjóðendur langt á eftir, Ron Desantis með 21% og Nikki Haley með 19% atkvæða, en Vivek Ramaswamy rak lestina með 7,7% atkvæða og hefur síðan dregið framboð sitt til baka. Sigur með 30% mun í Iowa sló síðasta met forkosninga Repúblikana í Iowa frá 1988, þegar þingmaðurinn Bob Dole vann sigur í fylkinu með tæpum 13% mun. Það árið varð frambjóðandi Repúblikana þó annar, sá sem var í þriðja sætinu í Iowa-ríki, George H.W. Bush, sem vann kosningarnar og varð forseti Bandaríkjanna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    The sparkness of Spiderman,
    the syrup of Superman,
    the homeboy of Hulk,
    the beauty of Batman,
    and the prump of Trump.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár