Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Trump sló met í forkosningunum: Hvað þýðir sigur hans?

Trump fór með sig­ur af hólmi í fyrstu for­kosn­ing­un­um Iowa-fylki og sló þar kosn­inga­met. Spenn­an magn­ast fyr­ir næstu viku í New Hamps­hire þar sem Nikki Haley og Trump eru hníf­jöfn.

Trump sló met í forkosningunum: Hvað þýðir sigur hans?
Sigurreifur Trump fagnar Donald Trump og synir hans tveir, Eric og Donald Jr, fögnuðu metsigri í Iowa-ríki á mánudaginn. Mynd: AFP

„Ég held að þetta sé virkilega tími fyrir alla, fyrir landið, að koma saman … hvort sem það eru Repúblikanar eða Demókratar, frjálslyndir eða íhaldssamir.“ Svo óvenjulega mjúkmál voru upphafsorð Donald Trumps í sigurræðu hans í Iowa-ríki á mánudaginn. Hann fylgdi því þó skjótt á eftir með því að kalla Joe Biden versta forseta Bandaríkjanna í gervallri sögu landsins. „Við ætlum að bora elskan, bora, strax,“ sagði Trump svo og vísaði þar í áform sín um að stórauka olíuboranir og framleiðslu í Bandaríkjunum og fylgdi því eftir með „við ætlum að innsigla landamærin, af því að núna er innrás, við erum með innrás milljóna og milljóna manna sem eru að koma inn í landið okkar.“ 

Trump sigraði forkosningarnar í fylkinu með 51% atkvæða, með næstu frambjóðendur langt á eftir, Ron Desantis með 21% og Nikki Haley með 19% atkvæða, en Vivek Ramaswamy rak lestina með 7,7% atkvæða og hefur síðan dregið framboð sitt til baka. Sigur með 30% mun í Iowa sló síðasta met forkosninga Repúblikana í Iowa frá 1988, þegar þingmaðurinn Bob Dole vann sigur í fylkinu með tæpum 13% mun. Það árið varð frambjóðandi Repúblikana þó annar, sá sem var í þriðja sætinu í Iowa-ríki, George H.W. Bush, sem vann kosningarnar og varð forseti Bandaríkjanna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    The sparkness of Spiderman,
    the syrup of Superman,
    the homeboy of Hulk,
    the beauty of Batman,
    and the prump of Trump.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár