„Ég held að þetta sé virkilega tími fyrir alla, fyrir landið, að koma saman … hvort sem það eru Repúblikanar eða Demókratar, frjálslyndir eða íhaldssamir.“ Svo óvenjulega mjúkmál voru upphafsorð Donald Trumps í sigurræðu hans í Iowa-ríki á mánudaginn. Hann fylgdi því þó skjótt á eftir með því að kalla Joe Biden versta forseta Bandaríkjanna í gervallri sögu landsins. „Við ætlum að bora elskan, bora, strax,“ sagði Trump svo og vísaði þar í áform sín um að stórauka olíuboranir og framleiðslu í Bandaríkjunum og fylgdi því eftir með „við ætlum að innsigla landamærin, af því að núna er innrás, við erum með innrás milljóna og milljóna manna sem eru að koma inn í landið okkar.“
Trump sigraði forkosningarnar í fylkinu með 51% atkvæða, með næstu frambjóðendur langt á eftir, Ron Desantis með 21% og Nikki Haley með 19% atkvæða, en Vivek Ramaswamy rak lestina með 7,7% atkvæða og hefur síðan dregið framboð sitt til baka. Sigur með 30% mun í Iowa sló síðasta met forkosninga Repúblikana í Iowa frá 1988, þegar þingmaðurinn Bob Dole vann sigur í fylkinu með tæpum 13% mun. Það árið varð frambjóðandi Repúblikana þó annar, sá sem var í þriðja sætinu í Iowa-ríki, George H.W. Bush, sem vann kosningarnar og varð forseti Bandaríkjanna.
the syrup of Superman,
the homeboy of Hulk,
the beauty of Batman,
and the prump of Trump.