Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og eiginkona hans, Berta Johansen, eru skráð sem raunverulegir eigendur einkahlutafélagsins LB-10 ehf. sem á húsið á jörðinni Hjalla þar sem þau búa. Þetta kemur fram hjá Creditinfo og byggir á upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Skattsins. Í október staðfesti lögmaður fyrri eigenda hússins, námufjárfestanna Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar, að þeir ættu það enn þá og er breytingin því nýleg.
Ástæðan fyrir því að viðskiptin vekja athygli er að þeir Einar og Hrólfur eru stórtækir fjárfestar í Ölfusi og reka meðal annars fyrirtæki í Þorlákshöfn sem flytur út jarðefni. Auk þess eiga þeir námuréttindi í sveitarfélaginu og hafa mögulega hagsmuni af byggingu umdeildrar landfyllingar í bænum. Þeir Einar og Hrólfur eiga því mikilla hagsmuna að gæta í sveitarfélaginu og Elliði er æðsti stjórnandi þess.
Athyglisvert. Eftirfarandi er beint tekið upp úr þessum lögum og sjá þá sérstaklega lið e):
7. gr. Aðgangur að upplýsingum um raunverulega eigendur.
Upplýsingar um raunverulega eigendur skv. 4. gr. skulu vera aðgengilegar:
a. skrifstofu fjármálagreininga lögreglu,
b. eftirlitsaðilum og öðrum stjórnvöldum sem gegna réttarvörsluhlutverki samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,
c. skattyfirvöldum vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókna,
d. tilkynningarskyldum aðilum samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og
e. almenningi.