Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Elliði skráður eigandi hússins á Hjalla

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, er skráð­ur raun­veru­leg­ur eig­andi húss­ins á Hjalla sem hann seg­ist hafa keypt af námu­fjár­fest­um. Embætti rík­is­skatt­stjóra seg­ist ekki mega af­henda gögn sem upp­lýs­ing­arn­ar byggja á.

Elliði skráður eigandi hússins á Hjalla
Skráður sem raunverulegur eigandi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og eiginkona hans, Berta Johansen, eru nú skráð sem raunuverulegir eigendur félagsins sem á húsið Hjalla í Ölfusi þar sem þau búa.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og eiginkona hans, Berta Johansen, eru skráð sem raunverulegir eigendur einkahlutafélagsins LB-10 ehf. sem á húsið á jörðinni Hjalla þar sem þau búa. Þetta kemur fram hjá Creditinfo og byggir á upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Skattsins. Í október staðfesti lögmaður fyrri eigenda hússins, námufjárfestanna Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar, að þeir ættu það enn þá og er breytingin því nýleg. 

Ástæðan fyrir því að viðskiptin vekja athygli er að þeir Einar og Hrólfur eru stórtækir fjárfestar í Ölfusi og reka meðal annars fyrirtæki í Þorlákshöfn sem flytur út jarðefni. Auk þess eiga þeir námuréttindi í sveitarfélaginu og hafa mögulega hagsmuni af byggingu umdeildrar landfyllingar í bænum. Þeir Einar og Hrólfur eiga því mikilla hagsmuna að gæta í sveitarfélaginu og Elliði er æðsti stjórnandi þess. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Spillingarþokan er mjög þykk yfir Ölfusunu núna.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum má stofnunin ekki birta skjalið þar sem raunverulegt eignarhald á félaginu sem á húsið kemur fram. Slíkt væri brot á lögum um raunverulega eigendur frá árinu 2019."

    Athyglisvert. Eftirfarandi er beint tekið upp úr þessum lögum og sjá þá sérstaklega lið e):

    7. gr. Aðgangur að upplýsingum um raunverulega eigendur.
    Upplýsingar um raunverulega eigendur skv. 4. gr. skulu vera aðgengilegar:
    a. skrifstofu fjármálagreininga lögreglu,
    b. eftirlitsaðilum og öðrum stjórnvöldum sem gegna réttarvörsluhlutverki samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,
    c. skattyfirvöldum vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókna,
    d. tilkynningarskyldum aðilum samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og
    e. almenningi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár