Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Elliði skráður eigandi hússins á Hjalla

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, er skráð­ur raun­veru­leg­ur eig­andi húss­ins á Hjalla sem hann seg­ist hafa keypt af námu­fjár­fest­um. Embætti rík­is­skatt­stjóra seg­ist ekki mega af­henda gögn sem upp­lýs­ing­arn­ar byggja á.

Elliði skráður eigandi hússins á Hjalla
Skráður sem raunverulegur eigandi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og eiginkona hans, Berta Johansen, eru nú skráð sem raunuverulegir eigendur félagsins sem á húsið Hjalla í Ölfusi þar sem þau búa.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og eiginkona hans, Berta Johansen, eru skráð sem raunverulegir eigendur einkahlutafélagsins LB-10 ehf. sem á húsið á jörðinni Hjalla þar sem þau búa. Þetta kemur fram hjá Creditinfo og byggir á upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Skattsins. Í október staðfesti lögmaður fyrri eigenda hússins, námufjárfestanna Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar, að þeir ættu það enn þá og er breytingin því nýleg. 

Ástæðan fyrir því að viðskiptin vekja athygli er að þeir Einar og Hrólfur eru stórtækir fjárfestar í Ölfusi og reka meðal annars fyrirtæki í Þorlákshöfn sem flytur út jarðefni. Auk þess eiga þeir námuréttindi í sveitarfélaginu og hafa mögulega hagsmuni af byggingu umdeildrar landfyllingar í bænum. Þeir Einar og Hrólfur eiga því mikilla hagsmuna að gæta í sveitarfélaginu og Elliði er æðsti stjórnandi þess. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Spillingarþokan er mjög þykk yfir Ölfusunu núna.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum má stofnunin ekki birta skjalið þar sem raunverulegt eignarhald á félaginu sem á húsið kemur fram. Slíkt væri brot á lögum um raunverulega eigendur frá árinu 2019."

    Athyglisvert. Eftirfarandi er beint tekið upp úr þessum lögum og sjá þá sérstaklega lið e):

    7. gr. Aðgangur að upplýsingum um raunverulega eigendur.
    Upplýsingar um raunverulega eigendur skv. 4. gr. skulu vera aðgengilegar:
    a. skrifstofu fjármálagreininga lögreglu,
    b. eftirlitsaðilum og öðrum stjórnvöldum sem gegna réttarvörsluhlutverki samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,
    c. skattyfirvöldum vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókna,
    d. tilkynningarskyldum aðilum samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og
    e. almenningi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjárfestarnir sem seldu Elliða húsið vilja kaupa lóð af Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða hús­ið vilja kaupa lóð af Ölfusi

Námu­fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða Vign­is­syni bæj­ar­stjóra fast­eign­ir í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir ótil­greint verð í lok síð­asta árs ætla að byggja skemmu und­ir laxa­fóð­ur við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Þeir hafa lýst yf­ir áhuga á að kaupa fast­eign og lóð af Ölfusi og vék Elliði ekki af fundi þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar.
Leyndin yfir húsamáli Elliða bæjarstjóra
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Leynd­in yf­ir húsa­máli Ell­iða bæj­ar­stjóra

Heim­ild­in hef­ur í rúmt ár birt frétt­ir af við­skipt­um Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Ölfusi, með hús í sveit­ar­fé­lagi sem um­svifa­mikl­ir námu­fjár­fest­ar seldu hon­um á óljós­um kjör­um. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur neit­að að leggja fram gögn um við­skipt­in eða greina frá þeim í smá­at­rið­um. Á með­an stend­ur yf­ir um­ræða í sveit­ar­fé­lag­inu um bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðju sem þjón­ar hags­mun­um fjár­fest­anna.
Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Skipu­lags­stofn­un gagn­rýn­ir Ölfus út af land­fyll­ing­unni

Skipu­lags­stofn­un seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hefði átt að bera sig öðru­vísi að við fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn. Stofn­un­in seg­ir að fram­kvæmd­in sé það stór að hún hefði mögu­lega þurft að fara í mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­hverf­is­stofn­un stöðv­aði fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una vegna þess að til­skil­inna leyfa var ekki afl­að.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár