Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið“

Grind­vík­ing­ur­inn og fast­eigna­sal­inn Páll Þor­björns­son upp­lifði ákveðna köll­un síð­ast­lið­inn föstu­dag og fann sig knú­inn til að sækja eign­ir sín­ar til Grinda­vík­ur. Hann hef­ur haft það sterk­lega á til­finn­ing­unni að hann myndi upp­lifa eld­gos ná­lægt sér ein­hvern tím­an á lífs­leið­inni.

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið“
Fótboltatreyja Grindavíkurstoltið fylgir Páli á skrifstofu hans í Mosfellsbæ þar sem fótboltatreyja Grindavíkur fær að njóta sín. Mynd: Aðsend

„Það var þessi köllun,“ sagði Páll Þorbjörnsson, Grindvíkingur og fasteignasali, í samtali við blaðamann Heimildarinnar. Hann fór seinasta laugardagsmorgun til Grindavíkur og sótti verðmæti í húsið sitt eftir að hafa fundið það á sér að hann ætti að gera sér ferð til Grindavíkur. Húsið hans er í Austurhóp í ytri Grindavík, um 300 metra frá ný runnu hrauni. „Ég vaknaði mjög snemma á laugardagsmorguninn og var lagður af stað upp úr átta leytinu til Grindavíkur.“

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið. Það var svo mikill söknuður en við félagarnir erum að fara í sitthvora áttina,“ sagði Páll um húsið sitt. Páll fór víða um bæinn í ferð sinni til Grindavíkur á föstudag. „Ég keyrði út um allt en bærinn var auðvitað mjög sjúskaður. Það var svona, ég ætla ekki að segja vonleysi og það var ekki depurð, en ég man rosalega vel eftir því þegar ég fór. Það var eins og ég hefði fengið tengingu til að kveðja, en vonandi er hún röng.“

Alltaf vitað að hann myndi upplifa gos

Páll flutti til Grindavíkur fyrir tuttugu árum síðan, þá vegna vinnu. Hann hafði það sterklega á tilfinningunni að hann myndi upplifa gos á sinni ævi, ekki hvar sem er heldur nálægt sér. „Ég sá það alltaf fyrir norð-austan megin við Grindavík. Svo komu Fagradals eldarnir.“ Hann sagði það gos ekki hafa passað alveg inn í þá sýn sem hann hafði á gosinu. Þegar gosið við Grindavík hófst í nóvember fékk hann mörg skilaboð og símtöl frá fólki sem sagði „Palli þetta er allt sem þú hefur verið að tala um.“ 

Litu svo á að þau væru á leiðinni heim

„Eins og staðan er í dag þarf auðvitað að halda rosalega vel um Grindvíkinga. Nú er ástandið allt annað heldur en það var á föstudaginn, þegar við litum svo á að við værum að fara heim,“ sagði Páll.

Páll sagði að plönin hjá fjölskyldu hans voru ekki að flytja aftur til Grindavíkur á næstunni. „Ég er með allt í húsinu mínu fyrir utan rúmin. Allt annað er í húsinu mínu og okkur datt ekki í hug að taka það út því við fengum íbúð með húsgögnum.“

Páll og fjölskylda hans leigja núna íbúð á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að búa í sumarbústað, hótelherbergi, fjórum öðrum eignum áður en við fengum þetta húsnæði.“ Fjölskyldan keypti húsið í Grindavík fyrir fjórum árum síðan og hafa lagt mikið í að gera það að sínu. 

„Það sem situr í manni er að ég veit ekki hvar mig langar að vera ef að Grindavík er ekki staðurinn.“

„Það er mikil óvissa hjá fólki“ 

„Stjórnvöld hafa alveg gert ákveðna hluti en meðal fjölskylda er að punga út núna 300-500 þúsund krónum að lágmark á mánuði meira heldur en hún var að gera áður. Við erum að tala um laun annars makans í útborgun. Þannig fólk er bara að sökkva meira og meira,“ sagði Páll. Lánastofnanir gáfu Grindvíkingum þann kost að fara í greiðsluskjól en það mun renna út í febrúar. „Það er mikil óvissa hjá fólki og nú er bærinn mikið verr farinn. Sprungur gliðnuðu aftur og það er komið hraun inn í bæinn.“ 

Gríðarleg óvissa

„Við sjáum auðvitað ekkert fram í tímann en við vorum öll búin að sjá fyrir okkur að við værum að fara heim og við myndum taka næsta sumar heima og það væri búið að græja bæinn. En í dag erum við auðvitað í gríðarlegri óvissu og spurningin er bara er bærinn byggilegur eftir þetta?“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár