Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið“

Grind­vík­ing­ur­inn og fast­eigna­sal­inn Páll Þor­björns­son upp­lifði ákveðna köll­un síð­ast­lið­inn föstu­dag og fann sig knú­inn til að sækja eign­ir sín­ar til Grinda­vík­ur. Hann hef­ur haft það sterk­lega á til­finn­ing­unni að hann myndi upp­lifa eld­gos ná­lægt sér ein­hvern tím­an á lífs­leið­inni.

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið“
Fótboltatreyja Grindavíkurstoltið fylgir Páli á skrifstofu hans í Mosfellsbæ þar sem fótboltatreyja Grindavíkur fær að njóta sín. Mynd: Aðsend

„Það var þessi köllun,“ sagði Páll Þorbjörnsson, Grindvíkingur og fasteignasali, í samtali við blaðamann Heimildarinnar. Hann fór seinasta laugardagsmorgun til Grindavíkur og sótti verðmæti í húsið sitt eftir að hafa fundið það á sér að hann ætti að gera sér ferð til Grindavíkur. Húsið hans er í Austurhóp í ytri Grindavík, um 300 metra frá ný runnu hrauni. „Ég vaknaði mjög snemma á laugardagsmorguninn og var lagður af stað upp úr átta leytinu til Grindavíkur.“

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið. Það var svo mikill söknuður en við félagarnir erum að fara í sitthvora áttina,“ sagði Páll um húsið sitt. Páll fór víða um bæinn í ferð sinni til Grindavíkur á föstudag. „Ég keyrði út um allt en bærinn var auðvitað mjög sjúskaður. Það var svona, ég ætla ekki að segja vonleysi og það var ekki depurð, en ég man rosalega vel eftir því þegar ég fór. Það var eins og ég hefði fengið tengingu til að kveðja, en vonandi er hún röng.“

Alltaf vitað að hann myndi upplifa gos

Páll flutti til Grindavíkur fyrir tuttugu árum síðan, þá vegna vinnu. Hann hafði það sterklega á tilfinningunni að hann myndi upplifa gos á sinni ævi, ekki hvar sem er heldur nálægt sér. „Ég sá það alltaf fyrir norð-austan megin við Grindavík. Svo komu Fagradals eldarnir.“ Hann sagði það gos ekki hafa passað alveg inn í þá sýn sem hann hafði á gosinu. Þegar gosið við Grindavík hófst í nóvember fékk hann mörg skilaboð og símtöl frá fólki sem sagði „Palli þetta er allt sem þú hefur verið að tala um.“ 

Litu svo á að þau væru á leiðinni heim

„Eins og staðan er í dag þarf auðvitað að halda rosalega vel um Grindvíkinga. Nú er ástandið allt annað heldur en það var á föstudaginn, þegar við litum svo á að við værum að fara heim,“ sagði Páll.

Páll sagði að plönin hjá fjölskyldu hans voru ekki að flytja aftur til Grindavíkur á næstunni. „Ég er með allt í húsinu mínu fyrir utan rúmin. Allt annað er í húsinu mínu og okkur datt ekki í hug að taka það út því við fengum íbúð með húsgögnum.“

Páll og fjölskylda hans leigja núna íbúð á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að búa í sumarbústað, hótelherbergi, fjórum öðrum eignum áður en við fengum þetta húsnæði.“ Fjölskyldan keypti húsið í Grindavík fyrir fjórum árum síðan og hafa lagt mikið í að gera það að sínu. 

„Það sem situr í manni er að ég veit ekki hvar mig langar að vera ef að Grindavík er ekki staðurinn.“

„Það er mikil óvissa hjá fólki“ 

„Stjórnvöld hafa alveg gert ákveðna hluti en meðal fjölskylda er að punga út núna 300-500 þúsund krónum að lágmark á mánuði meira heldur en hún var að gera áður. Við erum að tala um laun annars makans í útborgun. Þannig fólk er bara að sökkva meira og meira,“ sagði Páll. Lánastofnanir gáfu Grindvíkingum þann kost að fara í greiðsluskjól en það mun renna út í febrúar. „Það er mikil óvissa hjá fólki og nú er bærinn mikið verr farinn. Sprungur gliðnuðu aftur og það er komið hraun inn í bæinn.“ 

Gríðarleg óvissa

„Við sjáum auðvitað ekkert fram í tímann en við vorum öll búin að sjá fyrir okkur að við værum að fara heim og við myndum taka næsta sumar heima og það væri búið að græja bæinn. En í dag erum við auðvitað í gríðarlegri óvissu og spurningin er bara er bærinn byggilegur eftir þetta?“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár