Hlaup hafið úr Grímsvötnum

Jarð­skjálfti af stærð 4,3 mæld­ist í Grím­svötn­um klukk­an 6:53 í morg­un. „Það er stærsti skjálfti í Grím­svötn­um frá upp­hafi mæl­inga (1991),“ kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Hlaup hafið úr Grímsvötnum
Hlaup hafið úr Grímsvötnum Mynd: Golli

Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur frá upphafi mælinga í Grímsvötnum mældist í morgun klukkan 6:53. Jarðskjálftinn var 4,3 af stærð. Hlaupórói hefur hægt vaxandi mælst á Grímsfjalli og síðan í gær hefur vatnsmagn í Gígjukvísl farið vaxandi. „Jökulhlaup er því hafið úr Grímsvötnum,“ segir í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Þá segir einnig að jarðskjálftinn í morgun hafi líklega verið vegna þrýstingsléttis í kjölfar upphafs jökulshlaupsins. 

Hlaup í Grímsvötnum var síðast í október 2022 og þar áður í kringum mánaðamót nóvember og desember árs 2021. „Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,29 km3 sem er helmingi (50%) meira en fyrir hlaupið 2022 en tæpur þriðjungur vatnsmagns fyrir hlaup í lok árs 2021.“

Hlaupið ætti ekki að hafa áhrif á nein mannvirki

Samband við GPS tæki Jarðvísindastofnunar næst ekki á íshellunni í Grímsvötnum. „Torveldar það mat á því hversu ört vatnið rennur úr Vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli. Ef miðað er við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveimur hlaupum má gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði um eða fljótlega eftir komandi helgi. Hámarksrennsli  í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 næst svo um 1-2 sólarhringum seinna.“

Í tilkynningunni kemur fram að hlaupið ætti ekki að hafa nein áhrif á mannvirki líkt og vegi og brýr. 

„Talið er að skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hleypi af stað gosum,“ segir í tilkynningunni en síðast varð eldgos í Grímsvötnum árið 2011. Það eldgos var ekki í tengslum við jökulhlaup. 

Vegna jökulhlaupsins hefur eldstöðin verið færð á gulan lit þar sem eldstöðin sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár