Í auglýsingaefni frá ferðaþjónustufyrirtækinu Glacier Heli Iceland, sem selur þyrluferðir um landið, er sagt frá fjölskrúðugu dýralífi í Þórsmörk. Þar megi finna skepnur á borð við kanínur, hreindýr og birni.
Á öðrum stað í kynningaefninu er farið yfir útsýnisflug yfir náttúruperlurnar Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Þar er lesendum sagt frá því að gestir geti séð Geysi gjósa í allt að 70 metra hæð.
Lítil virkni hefur verið á goshvernum Geysi undanfarin ár og gos úr honum sjaldgæf sjón. Strokkur gýs hins vegar á nokkurra mínútna fresti en í hæsta lagi allt að 30 metrum.
Sömuleiðis halda hreindýr sig ekki til í Þórsmörk, en þau er yfirleitt að finna austan við Jökulsárlón. Þá eru engin bjarndýr að finna á Íslandi, að undaskildum stöku ísbirni sem rekið hefur til lands frá Grænlandi. „Á svæðinu er fjöldi trjáa og það er heimili margra dýra, svo sem bjarna, hreindýra, …
hoppala hippala hippala hú
jommala joppala hoppala hú
jammala jappala hippala hú
Ein ferð með mer kostar 200010 gjafverð.