Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar árið 2023

Flug­deild Land­helg­is­gæsl­unn­ar var köll­uð út 314 sinn­um ár­ið 2023 sem er met­fjöldi út­kalla hjá gæsl­unni. Ár­ið áð­ur voru út­köll flug­deild­ar­inn­ar 299.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar árið 2023
TF-SIF Var kölluð út vegna neyðarsendis sem virkjaðist djúpt suður af Reykjanesi milli jóla og nýárs.

Þegar horft er á þróun undanfarinna ára í þyrluútköllum má sjá að sjúkraflutningum á landi hefur fjölgað nokkuð. Landhelgisgæslan annast sjúkraflutninga á sjó og á landi og er gjarnan kölluð til þegar slys verða eða þegar sjúkraflugvélar gefa verkefni frá sér vegna veðurs eða annarra ástæðna. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Heimildarinnar um hvers vegna aukning hefur orðið á útköllum flugdeildarinnar.

Þyrluútköllin voru samtals 303 en áhöfnin á TF-SIF var kölluð út 11 sinnum. Í frétt Landhelgisgæslunnar kemur fram að „rúmlega helmingur allra útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar í fyrra voru vegna sjúkraflutninga á landi eða á sjó eða 161 útkall.“ Flugdeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út 314 sinnum árið 2023 og er það metfjöldi útkalla hjá gæslunni. Árið áður voru útköll flugdeildarinnar 299, sem var þá metfjöldi útkalla.  

Eftirlits- og björgunarflugvélin TF-SIF 

Snemma árs 2023 fól dóms­mála­ráðu­neyt­ið Land­helg­is­gæsl­unni að selja eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ina TF-SIF í hag­ræð­ing­ar­skyni. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í fyrra þá ákvörðun fela í sér afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar, en TF-SIF er eina flugvélin sem Gæslan hefur til umráða. 

Ákvörðun Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, um að hætta rekstri og selja flugvélina TF-SIF var harðlega gagnrýnd. Félag íslenskra atvinnuflugmanna taldi áformin óforsvaranleg og ólögleg. Að lokum var fallið frá þeim áformum að selja TF-SIF og farið í þá vegferð að útvega Landhelgisgæslunni fremur meira fjármagn. 

TF-SIF er af gerðinni Dash 8 Q 300 og sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi. Hún kom í flota Landhelgisgæslunnar árið 2009 og var talin auka eftirlitsgetu Gæslunnar, með tilliti til mengunar, fiskveiða og hafíss, margfalt, auk þess sem möguleikar til leitar- og björgunar jukust gríðarlega, sérstaklega á hafi úti en einnig á landi.

Kölluð út vegna neyðarsendis

Vélin annaðist landamæraeftirlit á vegum Frontex stóran hluta ársins en nýttist vel þegar hún var hér á landi, til dæmis milli jóla og nýárs þegar hún var kölluð út vegna neyðarsendis sem virkjaðist djúpt suður af Reykjanesi. Vélin er ein mikilvægasta björgunareining Landhelgisgæslunnar og gegnir þýðingarmiklu hlutverki við leit, björgun, eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland,“  segir í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Heimildarinnar.  

Landhelgisgæslan flutti samtals 183 sjúklinga í fyrra. Einhver hluti útkallanna var vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu en flest útköllin voru á Suðurlandi. Útköll vegna leitar og björgunar voru 75 talsins. Árið 2022 voru 156 sjúkraflutningar. Það ár voru 115 útköll vegna leitar eða björgunar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár