Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar árið 2023

Flug­deild Land­helg­is­gæsl­unn­ar var köll­uð út 314 sinn­um ár­ið 2023 sem er met­fjöldi út­kalla hjá gæsl­unni. Ár­ið áð­ur voru út­köll flug­deild­ar­inn­ar 299.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar árið 2023
TF-SIF Var kölluð út vegna neyðarsendis sem virkjaðist djúpt suður af Reykjanesi milli jóla og nýárs.

Þegar horft er á þróun undanfarinna ára í þyrluútköllum má sjá að sjúkraflutningum á landi hefur fjölgað nokkuð. Landhelgisgæslan annast sjúkraflutninga á sjó og á landi og er gjarnan kölluð til þegar slys verða eða þegar sjúkraflugvélar gefa verkefni frá sér vegna veðurs eða annarra ástæðna. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Heimildarinnar um hvers vegna aukning hefur orðið á útköllum flugdeildarinnar.

Þyrluútköllin voru samtals 303 en áhöfnin á TF-SIF var kölluð út 11 sinnum. Í frétt Landhelgisgæslunnar kemur fram að „rúmlega helmingur allra útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar í fyrra voru vegna sjúkraflutninga á landi eða á sjó eða 161 útkall.“ Flugdeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út 314 sinnum árið 2023 og er það metfjöldi útkalla hjá gæslunni. Árið áður voru útköll flugdeildarinnar 299, sem var þá metfjöldi útkalla.  

Eftirlits- og björgunarflugvélin TF-SIF 

Snemma árs 2023 fól dóms­mála­ráðu­neyt­ið Land­helg­is­gæsl­unni að selja eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ina TF-SIF í hag­ræð­ing­ar­skyni. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í fyrra þá ákvörðun fela í sér afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar, en TF-SIF er eina flugvélin sem Gæslan hefur til umráða. 

Ákvörðun Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, um að hætta rekstri og selja flugvélina TF-SIF var harðlega gagnrýnd. Félag íslenskra atvinnuflugmanna taldi áformin óforsvaranleg og ólögleg. Að lokum var fallið frá þeim áformum að selja TF-SIF og farið í þá vegferð að útvega Landhelgisgæslunni fremur meira fjármagn. 

TF-SIF er af gerðinni Dash 8 Q 300 og sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi. Hún kom í flota Landhelgisgæslunnar árið 2009 og var talin auka eftirlitsgetu Gæslunnar, með tilliti til mengunar, fiskveiða og hafíss, margfalt, auk þess sem möguleikar til leitar- og björgunar jukust gríðarlega, sérstaklega á hafi úti en einnig á landi.

Kölluð út vegna neyðarsendis

Vélin annaðist landamæraeftirlit á vegum Frontex stóran hluta ársins en nýttist vel þegar hún var hér á landi, til dæmis milli jóla og nýárs þegar hún var kölluð út vegna neyðarsendis sem virkjaðist djúpt suður af Reykjanesi. Vélin er ein mikilvægasta björgunareining Landhelgisgæslunnar og gegnir þýðingarmiklu hlutverki við leit, björgun, eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland,“  segir í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Heimildarinnar.  

Landhelgisgæslan flutti samtals 183 sjúklinga í fyrra. Einhver hluti útkallanna var vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu en flest útköllin voru á Suðurlandi. Útköll vegna leitar og björgunar voru 75 talsins. Árið 2022 voru 156 sjúkraflutningar. Það ár voru 115 útköll vegna leitar eða björgunar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár