Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Búbót í vændum fyrir fólk með verðtryggð lán

Verð­bólga mæld­ist 7,7 pró­sent í des­em­ber og var það öllu lægra en hag­fræð­ing­ar Ís­lands­banka og Lands­bank­ans höfðu spáð. Spá þeirri fyr­ir ár­ið sem nú er haf­ið ger­ir ráð fyr­ir því að verð­bólga muni halda áfram að drag­ast sam­an á fyrri hluta árs­ins. Það mun vera mik­il bú­bót fyr­ir fólk með hús­næð­is­lán. Sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.

Búbót í vændum fyrir fólk með verðtryggð lán
Flestir landsmenn binda vonir við það að verðbólga hjaðni á nýju ári. Spár Landsbankans og Íslandsbankans benda til þess að verðbólga muni dragast mikið saman á fyrri hluta ársins Mynd: Bára Huld Beck

Verðbólga dróst óvænt saman í desember, þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans. Verðbólga mældist 7,7 prósent í desember og stýrivextir Seðlabankans standa nú í 9,25 prósentum. Í nýlegum skýrslum frá Landsbankanum og Íslandsbankanum er því spáð áframhaldandi hjöðnun á fyrri hluta ársins.

Landsbankinn spáir því að verðbólga verði komin niður í 6,5 prósent í mars. Talsverð óvissa er þó um hversu mikil og samfelld hjöðnunin verður yfir árið. Ef björtustu spár ganga upp gæti verðbólgan dregist saman niður í fjögur til sex prósent á þessu ári, að mati sérfræðinga Íslandsbanka.

Verðbólga og húsnæðislánamarkaðurinn

Í samtali við Heimildina segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, að lægri verðbólga verði „mikil búbót fyrir fólk með húsnæðislán.“ Áhrifin munu þó fyrst gæta meðal þeirra sem eru með verðtryggð lán. En verðbæturnar sem leggjast á höfuðstólinn á verðtryggðum lánum, taka mið af vísitölu neysluverðs, og munu því lækka um leið verðbólgan dregst saman.

Áhrifin má glöggt sjá þegar litið er á þróun höfuðstóls á verðtryggðu láni myndrænt. Í myndinni hér að neðan er stuðst við lánareiknivél Landsbankans, en þar er hægt reikna út áhrif mismunandi verðbólgustigs.

Í þessu dæmi er miðað við 70 prósent verðtryggt lán frá Landsbankanum fyrir 40 milljón króna íbúð á 3,5 breytilegum vöxtum. 

Háir vextir á óverðtryggðum lánum út árið

Hins vegar munu þeir sem eru með óverðtryggð lán þurfa að bíða lengur til þess að njóta góðs af lækkandi verðbólgu. Samkvæmt spám Íslandsbanka munu vextir vera háir út árið en gætu þó lækkað lítillega.

Þá er ekki útséð hvort að stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið eða hvort vextir verði hækkaðir á ný í febrúar. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ef bjartsýnustu spár hans um verðbólguhjöðnun ganga eftir gæti Seðlabankinn hafið varfærið vaxtalækkunarferli á síðari hluta ársins.

Flótti úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð 

Vextir á verðtryggðum lánum eru um 3,5 til 4 prósent hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Þessir vextir eru þó misjafnlega háir milli ólíkra banka og lífeyrissjóða sem bjóða upp á húsnæðislán. Þá bjóða helstu lánveitendurnir upp á ólíka valmöguleika til þess að festa vexti á verðtryggðum lánum. 

Samkvæmt lánareiknivélum þriggja helstu viðskiptabankanna er greiðslubyrði af verðtryggðu láni af 40 milljóna króna íbúð rúmlega 100 þúsund krónum minni en af óverðtryggðu láni fyrir sömu upphæð. 

Tíðar stýrivaxtahækkanir hafa leitt til þess að afborganir af óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum hafa nánast tvöfaldast á örfáum árum. Vextir á óverðtryggðum lánum sem bankar bjóða upp á eru um og yfir ellefu prósent. Hægt er að fá lægri vexti hjá lífeyrissjóðum en þeim lánum fylgja oft á tíðum skilyrði eða þak á lánsfjárhæð.

Þetta hefur leitt til þess að fleiri sækjast eftir verðtryggðum lánum. Sömuleiðis fjölmargir endurfjármagnað lán sín og fært sig verðtryggð lán. Á síðasta ári dróst fjöldi óverðtryggðra lána saman um sex prósent. 

Spurð út í þessa þróun, með tilliti til spár Íslandsbanka, segir Bergþóra Baldursdóttir bankann gera ráð fyrir því að sú þróun muni halda áfram á þessu ári.  „Við gerum ráð fyrir að hluti þeirra sem eru með óverðtryggð lán á vöxtum sem fara að losna muni flytja sig yfir í verðtryggt,“ segir Bergþóra. 

Stór óvissuþáttur

Ein helsti óvissuþátturinn í verðbólguspám bankanna snýr að hugsanlegum launa- og verðhækkunum sem gætu orðið á  þessu ári. Kjaraviðræður milli stéttarfélaga og launagreiðenda á almennum vinnumarkaði hófust fyrir skömmu. Þá munu kjaraviðræður launafólks á opinberum markaði hefjast í vor.

Í skýrslum beggja banka er rætt um það að ef tekst að ná samkomulagi um hóflega launahækkun gæti verðbólga dregist saman hraðar á árinu. Nýlegar yfirlýsingar og ummæli samningsaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum gefi þó tilefni til bjartsýni að mati hagfræðinga hjá báðum bönkunum. 

Alls voru útistandandi húsnæðislán lánastofnana rúmlega 2.600 milljarðar króna í lok október síðastliðins. Rétt rúmlega 49 prósent þeirra voru verðtryggð en tæplega 51 prósent óverðtryggð. Þegar óverðtryggð lán nutu mestra vinsælda í upphafi árs 2022 voru þau um 56 prósent allra útistandandi húsnæðislána.

Heimili landsins hafa því fært sig af miklum krafti yfir í verðtryggð lán á síðustu mánuðum, samhliða miklum vaxtahækkunum. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Lánveitendur keppast nú við að hækka vexti verðtryggðra lána, til að éta upp þessa ætluðu búbót. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru núna þriðjungur af verðbólgunni í gegnum húsnæðisliðinn þannig að hækkun þeirra kyndir bara undir enn meiri verðbólgu sem hækkar verðtryggðu lánin og svo framvegis. Þessi vítahringur endurtekur sig svo í sífellu og mun halda áfram að gera það eins lengi og hagstjórnin er byggð á veruleikafirringu.
    0
  • Mér finnst að bankarnir mættu endurgreiða húseigendum þann arð sem þeir eru búnir að græða af okkur húseigendum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár