Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búbót í vændum fyrir fólk með verðtryggð lán

Verð­bólga mæld­ist 7,7 pró­sent í des­em­ber og var það öllu lægra en hag­fræð­ing­ar Ís­lands­banka og Lands­bank­ans höfðu spáð. Spá þeirri fyr­ir ár­ið sem nú er haf­ið ger­ir ráð fyr­ir því að verð­bólga muni halda áfram að drag­ast sam­an á fyrri hluta árs­ins. Það mun vera mik­il bú­bót fyr­ir fólk með hús­næð­is­lán. Sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.

Búbót í vændum fyrir fólk með verðtryggð lán
Flestir landsmenn binda vonir við það að verðbólga hjaðni á nýju ári. Spár Landsbankans og Íslandsbankans benda til þess að verðbólga muni dragast mikið saman á fyrri hluta ársins Mynd: Bára Huld Beck

Verðbólga dróst óvænt saman í desember, þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans. Verðbólga mældist 7,7 prósent í desember og stýrivextir Seðlabankans standa nú í 9,25 prósentum. Í nýlegum skýrslum frá Landsbankanum og Íslandsbankanum er því spáð áframhaldandi hjöðnun á fyrri hluta ársins.

Landsbankinn spáir því að verðbólga verði komin niður í 6,5 prósent í mars. Talsverð óvissa er þó um hversu mikil og samfelld hjöðnunin verður yfir árið. Ef björtustu spár ganga upp gæti verðbólgan dregist saman niður í fjögur til sex prósent á þessu ári, að mati sérfræðinga Íslandsbanka.

Verðbólga og húsnæðislánamarkaðurinn

Í samtali við Heimildina segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, að lægri verðbólga verði „mikil búbót fyrir fólk með húsnæðislán.“ Áhrifin munu þó fyrst gæta meðal þeirra sem eru með verðtryggð lán. En verðbæturnar sem leggjast á höfuðstólinn á verðtryggðum lánum, taka mið af vísitölu neysluverðs, og munu því lækka um leið verðbólgan dregst saman.

Áhrifin má glöggt sjá þegar litið er á þróun höfuðstóls á verðtryggðu láni myndrænt. Í myndinni hér að neðan er stuðst við lánareiknivél Landsbankans, en þar er hægt reikna út áhrif mismunandi verðbólgustigs.

Í þessu dæmi er miðað við 70 prósent verðtryggt lán frá Landsbankanum fyrir 40 milljón króna íbúð á 3,5 breytilegum vöxtum. 

Háir vextir á óverðtryggðum lánum út árið

Hins vegar munu þeir sem eru með óverðtryggð lán þurfa að bíða lengur til þess að njóta góðs af lækkandi verðbólgu. Samkvæmt spám Íslandsbanka munu vextir vera háir út árið en gætu þó lækkað lítillega.

Þá er ekki útséð hvort að stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið eða hvort vextir verði hækkaðir á ný í febrúar. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ef bjartsýnustu spár hans um verðbólguhjöðnun ganga eftir gæti Seðlabankinn hafið varfærið vaxtalækkunarferli á síðari hluta ársins.

Flótti úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð 

Vextir á verðtryggðum lánum eru um 3,5 til 4 prósent hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Þessir vextir eru þó misjafnlega háir milli ólíkra banka og lífeyrissjóða sem bjóða upp á húsnæðislán. Þá bjóða helstu lánveitendurnir upp á ólíka valmöguleika til þess að festa vexti á verðtryggðum lánum. 

Samkvæmt lánareiknivélum þriggja helstu viðskiptabankanna er greiðslubyrði af verðtryggðu láni af 40 milljóna króna íbúð rúmlega 100 þúsund krónum minni en af óverðtryggðu láni fyrir sömu upphæð. 

Tíðar stýrivaxtahækkanir hafa leitt til þess að afborganir af óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum hafa nánast tvöfaldast á örfáum árum. Vextir á óverðtryggðum lánum sem bankar bjóða upp á eru um og yfir ellefu prósent. Hægt er að fá lægri vexti hjá lífeyrissjóðum en þeim lánum fylgja oft á tíðum skilyrði eða þak á lánsfjárhæð.

Þetta hefur leitt til þess að fleiri sækjast eftir verðtryggðum lánum. Sömuleiðis fjölmargir endurfjármagnað lán sín og fært sig verðtryggð lán. Á síðasta ári dróst fjöldi óverðtryggðra lána saman um sex prósent. 

Spurð út í þessa þróun, með tilliti til spár Íslandsbanka, segir Bergþóra Baldursdóttir bankann gera ráð fyrir því að sú þróun muni halda áfram á þessu ári.  „Við gerum ráð fyrir að hluti þeirra sem eru með óverðtryggð lán á vöxtum sem fara að losna muni flytja sig yfir í verðtryggt,“ segir Bergþóra. 

Stór óvissuþáttur

Ein helsti óvissuþátturinn í verðbólguspám bankanna snýr að hugsanlegum launa- og verðhækkunum sem gætu orðið á  þessu ári. Kjaraviðræður milli stéttarfélaga og launagreiðenda á almennum vinnumarkaði hófust fyrir skömmu. Þá munu kjaraviðræður launafólks á opinberum markaði hefjast í vor.

Í skýrslum beggja banka er rætt um það að ef tekst að ná samkomulagi um hóflega launahækkun gæti verðbólga dregist saman hraðar á árinu. Nýlegar yfirlýsingar og ummæli samningsaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum gefi þó tilefni til bjartsýni að mati hagfræðinga hjá báðum bönkunum. 

Alls voru útistandandi húsnæðislán lánastofnana rúmlega 2.600 milljarðar króna í lok október síðastliðins. Rétt rúmlega 49 prósent þeirra voru verðtryggð en tæplega 51 prósent óverðtryggð. Þegar óverðtryggð lán nutu mestra vinsælda í upphafi árs 2022 voru þau um 56 prósent allra útistandandi húsnæðislána.

Heimili landsins hafa því fært sig af miklum krafti yfir í verðtryggð lán á síðustu mánuðum, samhliða miklum vaxtahækkunum. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Lánveitendur keppast nú við að hækka vexti verðtryggðra lána, til að éta upp þessa ætluðu búbót. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru núna þriðjungur af verðbólgunni í gegnum húsnæðisliðinn þannig að hækkun þeirra kyndir bara undir enn meiri verðbólgu sem hækkar verðtryggðu lánin og svo framvegis. Þessi vítahringur endurtekur sig svo í sífellu og mun halda áfram að gera það eins lengi og hagstjórnin er byggð á veruleikafirringu.
    0
  • Mér finnst að bankarnir mættu endurgreiða húseigendum þann arð sem þeir eru búnir að græða af okkur húseigendum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár