Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Búbót í vændum fyrir fólk með verðtryggð lán

Verð­bólga mæld­ist 7,7 pró­sent í des­em­ber og var það öllu lægra en hag­fræð­ing­ar Ís­lands­banka og Lands­bank­ans höfðu spáð. Spá þeirri fyr­ir ár­ið sem nú er haf­ið ger­ir ráð fyr­ir því að verð­bólga muni halda áfram að drag­ast sam­an á fyrri hluta árs­ins. Það mun vera mik­il bú­bót fyr­ir fólk með hús­næð­is­lán. Sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.

Búbót í vændum fyrir fólk með verðtryggð lán
Flestir landsmenn binda vonir við það að verðbólga hjaðni á nýju ári. Spár Landsbankans og Íslandsbankans benda til þess að verðbólga muni dragast mikið saman á fyrri hluta ársins Mynd: Bára Huld Beck

Verðbólga dróst óvænt saman í desember, þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans. Verðbólga mældist 7,7 prósent í desember og stýrivextir Seðlabankans standa nú í 9,25 prósentum. Í nýlegum skýrslum frá Landsbankanum og Íslandsbankanum er því spáð áframhaldandi hjöðnun á fyrri hluta ársins.

Landsbankinn spáir því að verðbólga verði komin niður í 6,5 prósent í mars. Talsverð óvissa er þó um hversu mikil og samfelld hjöðnunin verður yfir árið. Ef björtustu spár ganga upp gæti verðbólgan dregist saman niður í fjögur til sex prósent á þessu ári, að mati sérfræðinga Íslandsbanka.

Verðbólga og húsnæðislánamarkaðurinn

Í samtali við Heimildina segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, að lægri verðbólga verði „mikil búbót fyrir fólk með húsnæðislán.“ Áhrifin munu þó fyrst gæta meðal þeirra sem eru með verðtryggð lán. En verðbæturnar sem leggjast á höfuðstólinn á verðtryggðum lánum, taka mið af vísitölu neysluverðs, og munu því lækka um leið verðbólgan dregst saman.

Áhrifin má glöggt sjá þegar litið er á þróun höfuðstóls á verðtryggðu láni myndrænt. Í myndinni hér að neðan er stuðst við lánareiknivél Landsbankans, en þar er hægt reikna út áhrif mismunandi verðbólgustigs.

Í þessu dæmi er miðað við 70 prósent verðtryggt lán frá Landsbankanum fyrir 40 milljón króna íbúð á 3,5 breytilegum vöxtum. 

Háir vextir á óverðtryggðum lánum út árið

Hins vegar munu þeir sem eru með óverðtryggð lán þurfa að bíða lengur til þess að njóta góðs af lækkandi verðbólgu. Samkvæmt spám Íslandsbanka munu vextir vera háir út árið en gætu þó lækkað lítillega.

Þá er ekki útséð hvort að stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið eða hvort vextir verði hækkaðir á ný í febrúar. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ef bjartsýnustu spár hans um verðbólguhjöðnun ganga eftir gæti Seðlabankinn hafið varfærið vaxtalækkunarferli á síðari hluta ársins.

Flótti úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð 

Vextir á verðtryggðum lánum eru um 3,5 til 4 prósent hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Þessir vextir eru þó misjafnlega háir milli ólíkra banka og lífeyrissjóða sem bjóða upp á húsnæðislán. Þá bjóða helstu lánveitendurnir upp á ólíka valmöguleika til þess að festa vexti á verðtryggðum lánum. 

Samkvæmt lánareiknivélum þriggja helstu viðskiptabankanna er greiðslubyrði af verðtryggðu láni af 40 milljóna króna íbúð rúmlega 100 þúsund krónum minni en af óverðtryggðu láni fyrir sömu upphæð. 

Tíðar stýrivaxtahækkanir hafa leitt til þess að afborganir af óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum hafa nánast tvöfaldast á örfáum árum. Vextir á óverðtryggðum lánum sem bankar bjóða upp á eru um og yfir ellefu prósent. Hægt er að fá lægri vexti hjá lífeyrissjóðum en þeim lánum fylgja oft á tíðum skilyrði eða þak á lánsfjárhæð.

Þetta hefur leitt til þess að fleiri sækjast eftir verðtryggðum lánum. Sömuleiðis fjölmargir endurfjármagnað lán sín og fært sig verðtryggð lán. Á síðasta ári dróst fjöldi óverðtryggðra lána saman um sex prósent. 

Spurð út í þessa þróun, með tilliti til spár Íslandsbanka, segir Bergþóra Baldursdóttir bankann gera ráð fyrir því að sú þróun muni halda áfram á þessu ári.  „Við gerum ráð fyrir að hluti þeirra sem eru með óverðtryggð lán á vöxtum sem fara að losna muni flytja sig yfir í verðtryggt,“ segir Bergþóra. 

Stór óvissuþáttur

Ein helsti óvissuþátturinn í verðbólguspám bankanna snýr að hugsanlegum launa- og verðhækkunum sem gætu orðið á  þessu ári. Kjaraviðræður milli stéttarfélaga og launagreiðenda á almennum vinnumarkaði hófust fyrir skömmu. Þá munu kjaraviðræður launafólks á opinberum markaði hefjast í vor.

Í skýrslum beggja banka er rætt um það að ef tekst að ná samkomulagi um hóflega launahækkun gæti verðbólga dregist saman hraðar á árinu. Nýlegar yfirlýsingar og ummæli samningsaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum gefi þó tilefni til bjartsýni að mati hagfræðinga hjá báðum bönkunum. 

Alls voru útistandandi húsnæðislán lánastofnana rúmlega 2.600 milljarðar króna í lok október síðastliðins. Rétt rúmlega 49 prósent þeirra voru verðtryggð en tæplega 51 prósent óverðtryggð. Þegar óverðtryggð lán nutu mestra vinsælda í upphafi árs 2022 voru þau um 56 prósent allra útistandandi húsnæðislána.

Heimili landsins hafa því fært sig af miklum krafti yfir í verðtryggð lán á síðustu mánuðum, samhliða miklum vaxtahækkunum. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Lánveitendur keppast nú við að hækka vexti verðtryggðra lána, til að éta upp þessa ætluðu búbót. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru núna þriðjungur af verðbólgunni í gegnum húsnæðisliðinn þannig að hækkun þeirra kyndir bara undir enn meiri verðbólgu sem hækkar verðtryggðu lánin og svo framvegis. Þessi vítahringur endurtekur sig svo í sífellu og mun halda áfram að gera það eins lengi og hagstjórnin er byggð á veruleikafirringu.
    0
  • Mér finnst að bankarnir mættu endurgreiða húseigendum þann arð sem þeir eru búnir að græða af okkur húseigendum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár