„Frá mínum bæjardyrum séð þá væri ekki siðferðilega réttmætt að gefa þessum manni ekki tækifæri til að lifa af. Ég átta mig á því að þetta er mál sem er hlaðið tilfinningum en mannslíf er ekki hægt að meta til fjár. Þetta er, og ég endurtek, mín persónulega skoðun,“ sagði ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini í tölvupósti til Magnúsar Páls Albertssonar, fyrrverandi yfirlæknis Sjúkratrygginga Íslands, þann 29. maí árið 2011.
Í tölvupóstinum var Paulo Macchiarini að reyna að sannfæra Sjúkratryggingar Íslands um að ríkisstofnunin ætti að koma að því að greiða fyrir plastbarkaígræðsluna á Erítreumanninum Andemariam Beyene sem búsettur var á Íslandi og sendur var til Svíþjóðar til að fá læknismeðferð vegna krabbameins í hálsi sem hann þjáðist af. Macchiarini reyndi að stilla líðan Andemariams upp þannig gagnvart Sjúkratryggingum að engan tíma mætti missa því líf hans lægi …
Athugasemdir