Ósammála Haraldi en útiloka ekki gos í Krýsuvíkurkerfi

Eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir merki um stórt lá­rétt kvikuinn­skot í Krýsu­vík. Nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands segja mæl­ing­ar þeirra ekki benda til þess að þetta hafi gerst. Ekki sé þó hægt að úti­loka gos í Krýsu­vík­ur­kerf­inu.

Ósammála Haraldi en útiloka ekki gos í Krýsuvíkurkerfi
Eldfjallakerfi Krýsuvíkurkerfið nær alla leiðina í Hafnarfjörð. Náttúruvársérfræðingar telja fátt benda til þess að gos sé í vændum í kerfinu en útiloka það ekki í framtíðinni.

Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson segir merki þess að stórt lárétt kvikuinnskot hafi myndast á svæðinu umhverfis Krýsuvík. Haraldur skrifaði færslu þess efnis á bloggsíðu sína í gær.

Haraldur telur að svokallaðir S-bylgju skuggar sjáist undir bæði Krýsuvík og Sundhnúksgígaröðinni, þar sem gaus síðast í desember. Þetta bendi til þess að kvika sé fyrir hendi á þessum stöðum. Dreifingu jarðskjálfta telur Haraldur vera til marks um lárétt kvikuinnskot umhverfis Krýsuvík sem hann segir geta verið 50-100 ferkílómetrar að stærð. Haraldur segir að ef þetta reynist rétt séu ef til vill mestar líkur á gosi þar.

Upptök skjálftanna í Krýsuvíkurkerfinu undanfarna viku liggja aðeins um 12 kílómetrum frá næstu byggð í Hafnarfirði.

Sjá engin merki um kvikuinnskot í Krýsuvík

Spurð hvernig hún meti ályktanir Haraldar um þetta mögulega kvikuinnskot í kringum Krýsuvík segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, ekkert benda til þess að nokkuð sé að gerast þar, hvorki jarðskjálftar né …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár