Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þrjú ár í lífi fatlaðrar stúlku er langur tími“

Ung kona sem not­ast við hjóla­stól fær ekki styrk frá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands fyr­ir hjóli sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að hún eigi rétt á. Fað­ir stúlk­unn­ar seg­ir hjól­ið eitt nauð­syn­leg­asta hjálp­ar­tæk­ið henn­ar og íhug­ar skaða­bóta­mál.

„Þrjú ár í lífi fatlaðrar stúlku er langur tími“
Sunna Valdís og pabbi hennar, Sigurður „Hún er örugg á hjólinu og getur talað við fólk og getur alltaf farið ef áreiti verður of mikið.“ Mynd: Aðsend

Sunna Valdís Sigurðardóttir er sautján ára glaðlynd stelpa sem notast við hjólastól í daglegu lífi. Vegna fötlunar sinnar hefur hún rekist á hindranir og nú hafa Sjúkratryggingar Íslands neitað henni um hjól, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi kveðið á um að hún eigi rétt á því. 

Faðir Sunnu, Sigurður Hólmar Jóhannesson, segir að hún sé með einn sjaldgæfasta og flóknasta taugasjúkdóm sem til er. „Hann heitir AHC sem stendur fyrir Alternating Hemiplegia of Childhood. Hún er bæði með þroskaskerðingu og öll einkenni allra annarra taugasjúkdóma,“ segir Sigurður.

Nánast daglega fer Sunna út á hjóli, með aðstoð föður síns. „Hjólið er mikilvægasta hjálpartækið sem hún notar. Það hjálpar mikið til við umönnun hennar. Henni líður svo vel að fara út og fá ferskt loft og hún borðar betur ef hún fer út á hjólinu. Allt gengur bara betur. Út frá heilsu og lífsgæðum er hjólið því nauðsynlegt hjálpartæki fyrir hana. Í raun nauðsynlegra en hjólastóllinn,“ segir Sigurður.

Neitað um styrk fyrir hjólinu

Í gegnum tíðina hefur Sunna átt nokkur hjól, en fyrstu hjólin voru keypt notuð. Árið 2019 keyptu foreldrar hennar nýtt hjól og sóttu um styrk frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hjólinu. Styrktarbeiðni þeirra var hins vegar hafnað. 

Árið 2021 sóttu þau aftur um styrk fyrir nýju hjóli, en aftur fengu þau neitun. Rökin fyrir neituninni voru þau að Sunna hjólar ekki sjálf á hjólinu. Faðir hennar segir það súrelískt. „Það er náttúrulega súrrealískt að það sé verið að veita styrki til fatlaðra barna, en þau megi ekki hafa rafmagnsstuðning og verði að hjóla sjálf. Það er náttúrulega galið þegar verið er að tala um fötluð börn.“

Árið 2022 gerðu þau enn eina atlöguna að Sjúkratryggingum Íslands. „Þá fundum við hjól sem er þannig að tveir hjóla því saman, svo annar aðilinn getur þá tekið sér pásu. Við hugsuðum með okkur að kannski gæti þetta verið rétta hjólið fyrir Sunnu. Við sóttum um styrk fyrir því, þar sem hún hjólar þá sjálf og það er ekki hægt að hafna umsókninni á þeim forsendum. En þá fengum við neitun á öðrum forsendum.“

Ákvörðun Sjúkratryggingar Íslands var því kærð til úrskurðarnefndar velferðarmála. Sigurður segir að nefndin hafi tekið sinn tíma til að fara yfir málið, en niðurstaðan hafi verið sú sama. 

Ósátt við niðurstöðuna

Fjölskyldan var ekki sátt við niðurstöðuna og vísaði málinu til Umboðsmanns Alþingis. „Hann segir að Sunna eigi fullan rétt á því að fá þetta hjól.“ 

„Þau eru að hafa af henni lífsgæði“
segir Sigurður

Í ljósi þessa kærðu þau ákvörðun Sjúkratryggingar Íslands aftur til úrskurðarnefndar velferðarmála og óska eftir því að málið verði endurskoðað. Nefndin sendi Sjúkratryggingum í kjölfarið bréf og óskaði eftir rökstuðningi fyrir neituninni. Sigurður var ósáttur við rökin sem bárust frá Sjúkratryggingum. „Síðan áttum við að koma með okkar mótrök, sem við gerðum en svo hefur ekki heyrst neitt meira frá þessari nefnd.“

Þetta var í júlí á síðasta ári. Sigurður er ósáttur við málsmeðferðina og þann tíma sem hún hefur tekið. Í færslu sem hann birti á Facebook um málið segir hann: „Þrjú ár í lífi fatlaðrar stúlku er langur tími“.

Tækifæri til að fara út á meðal fólks 

Hjólið sé mikilvægt fyrir þroska dóttur sinnar og veiti henni tækifæri á að hitta annað fólk. „Hún hefur takmarkaða möguleika til þess þar sem hún þolir illa áreiti. En hún er örugg á hjólinu, getur talað við fólk og alltaf farið ef áreitið verður of mikið.“

Fjölskyldan sé að skoða rétt sinn. „Við að skoða að fara í einkamál við ríkið, skaðabótamál. Hér er ekki farið eftir lögum og málum er potað hingað og þangað, og lélegar afsakanir eru færðar fram sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Við vitum að fullt af öðrum börnum sem eru ekki heldur að fá samþykki fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum. Við viljum við fara alla leið með þetta og lítum svo á að okkar mál sé fordæmisgefandi.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvernig væri að framsóknarflokkurinn hætti að eyða peningum í tóma vitleysu og einkavini ? Nóg komið af peningaaustri til einkavina . Hjálpið stúlkunni að fjármagna hjólið ? Hvernig væri að framsóknarflokkurinn geri eitthvað að viti ?
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hvernig væri að tala við Mumma góða þennan sem gaf S 78 hvað var það 200 millur?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár