Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þingmaður segir tjaldbúðirnar vera „þjóðaröryggismál“ og vill að borgin borgi gistináttaskatt

Birg­ir Þór­ar­ins­son tel­ur að Reykja­vík­ur­borg sé að brjóta lög með því að heim­ila mót­mæl­end­um frá Palestínu að tjalda við þing­hús­ið. Hann hef­ur áhyggj­ur af því að ferða­menn og heim­il­is­laus­ir muni von bráð­ar færa sig nið­ur á Aust­ur­völl til að sleppa við að greiða fyr­ir gist­ingu.

Þingmaður segir tjaldbúðirnar vera „þjóðaröryggismál“ og vill að borgin borgi gistináttaskatt

„Austurvöllur sjálfur er svo orðinn að ókeypis tjaldstæði í boði Reykjavíkurborgar. Ætla má að þar gerist borgin sek um lögbrot þar sem Austurvöllur er ekki skipulagt tjaldsvæði.“ 

Þetta segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar vísar hann í tjaldbúðir fyrir framan Alþingishúsið sem Palestínumenn og stuðningsfólk þess hafa slegið upp og dvalið í frá 27. desember síðastliðnum. Birgir segir að tjaldbúð í svo mikilli nálægð við þinghús þjóðarinnar sé þjóðaröryggismál og eigi ekki að fá að viðgangast. „Enginn virðist fylgjast með því hvað fer fram í tjaldbúðinni né hvaða búnaði er þar komið fyrir. Ég fullyrði að slíkt leyfðist hvergi í svo mikilli nálægð við þjóðþing annarra ríkja.“

Með búðunum eru þeir að kalla eftir því að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sé komið af Gasasvæðinu hið snarasta. Reykjavíkurborg hefur veitt hópnum leyfi til að slá upp tjaldbúðunum og um liðna helgi fjölgaði tjöldunum þegar íslenskir aðgerðasinnar bættust í hópinn til að sýna samstöðu með Palestínumönnunum sem dvalið hafa á Austurvelli í frosti og kulda í næstum tvær vikur.

HarðorðurBirgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur borgina vera að brjóta gegn lögreglusamþykkt með því að heimila tjaldbúðirnar.

Rúmlega 150 Palestínumenn fengu samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðasta ár og þar af  um 100 frá því í október þegar stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hófst á ný og fram til áramóta. Aðeins tæpur þriðjungur þeirra var þó kominn til landsins í byrjun desembermánaðar.

Þjóðaröryggismál

Birgir segir í grein sinni að ekki sé aðgangur að salerni né rennandi vatni, eins og krafa sé gerð um á tjaldsvæðum, en Reykjavíkurborg veiti engu að síður leyfi fyrir tjöldum og þá beri henni að greiða gistináttaskatt. „Viðbúið er að ferðamenn sem greiða fyrir gistingu í Laugardal og heimilislausir Íslendingar sem þar leita skjóls muni von bráðar færa sig niður á Austurvöll svo þeir þurfi ekki að greiða fyrir gistinguna. Það er þó ekki sjálfgefið að Reykjavíkurborg leyfi þeim að gista, þar sem það eru einkum hælisleitendur sem fá að reisa tjaldbúðir á Austurvelli, til þess að hafa góða aðstöðu til að mótmæla þjónustunni sem þeir fá á Íslandi, þrátt fyrir að hún sé sú besta sem býðst í Evrópu. Eða að mótmæla því að ekki fái fleiri hælisleitendur að dvelja hér á landi, þrátt fyrir að hlutfallslega fái flestir hér hæli miðað við önnur lönd.“

Birgir telur að tjaldbúðirnar brjóti gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Þar sé sofið, eldaður matur og stórir gashitarar tendraðir til að halda hita á hópnum sem dvelji í tjöldunum. Þingmaðurinn telji að þessu fylgi sprengi- og eldhætta. „Allt er þetta í nokkurra metra fjarlægð frá Alþingishúsinu. Tjaldbúð í svo mikilli nálægð við þinghús þjóðarinnar er þjóðaröryggismál og á ekki að viðgangast. Enginn virðist fylgjast með því hvað fer fram í tjaldbúðinni né hvaða búnaði er þar komið fyrir. Ég fullyrði að slíkt leyfðist hvergi í svo mikilli nálægð við þjóðþing annarra ríkja.“

Vill að skipulagsvald verði tekið af borginni

Að mati Birgis er það skylda þingmanna að standa vörð um „minningu frelsishetju okkar Jóns Sigurðssonar forseta og sýna honum tilhlýðilega virðingu“. 

Að sama skapi beri að virða helgi Austurvallar. „Dusta ber rykið af fyrri áformum um að skipulagsvald Austurvallar og Alþingisreitsins verði hjá Alþingi. Mótmælendur á Austurvelli þurfa ekki að reisa tjaldbúð eða gistiaðstöðu til að koma málefnum sínum á framfæri. Alþingi er friðheilagt, enginn má raska friði þess og frelsi. Öryggi og umhverfi Alþingis verður að tryggja. Borgaryfirvöldum væri sæmst að láta af þessum tjaldbúðaskrípaleik og vanvirðingu.“

Hópurinn sem dvelur í tjaldbúðunum hefur mætt velvilja flestra sem gefið hafa sig að þeim og ekki sýnt af sér truflandi hegðun sem kallað hefur á afskipti af þeim. Heimildin greindi frá því í síðustu viku að maður hefði farið inn í eitt tjaldið, krafist upplýsinga um hvort hópurinn hefði leyfi fyrir tjaldbúðunum, lýst yfir stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geisar og kallað þá sem þar dvöldu „Hamas-rottur“. Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Birgir Þórarinsson er örugglega siðblindur. Prestlærður en verri en Júdas. Hann er eins og Satan sjálfur. Ég hef svo megnan viðbjóð á honum að ég þarf að leita mér hjálpar. Það er löngu búið að gefa út leyfi fyrir komu ættingja þessa fólks. En það strandar á ríkisstjórninni😈😈😈😈🤬🤬🤬
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Já, hvað er í kolli Íslendings sem málar sjálfan sig á altaristöflu við hlið frelsarans.
    6
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Og nú hefur komið í ljós hægt og rólega að svo til allt sem Birgir sagði á þingi var ósatt.
    5
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Birgir Þorarinsson hefur rett að mæla Alþingi hefur Helgunarsvæði og Þetta er ekki Retti staðurin fyeir þetta Folk. Birgir Þorarinsson vann i Israel fyrir UN. Birgir veit að þetta folk er ekki Bestu Nagrannar sem finnast. Truarofstæki er rot alls hins illa. Birgir Þorarinsson er Storgafaður Maður Mentaður fra Virtri Mentastofnun i USA og viðar
    Hann er viðförull Maður ekki er langt siðan hann heimsotti Ukraniu og sa Göreiðileggingu þar sem Striðið hefur skapað. Lika for Birgir Þorarinsson til Israel og sa
    Hrillingin sem Arabar ollu með ahlaupi sinu a Israel þar lau 1.300 i valnum og Birgir lysti þvi i miðlum her og Gislatöku. Það var kveikjan að Atökum sem enn standa yfir. Kynni min af Birgir hosust 1984 Þa gengdi hann Öryggisþjonustu a Vellinum með USA Hermönnum og JOKUM Gæslu um Nætur með Lögreglu Setuliðsins a vegum Syslumansins a Vellinum og for vel ur hendi. Gleðikonur og Fillibittur sottu i Klubba Hersins, Kvar sem hann kom var hann Diplomat. Þetta var a Haskolaarum hans
    Þjoðin a Fjarsjoð i Mönnum-- Hamentuðum sem Birgir er þann Fjarsjoð ber að nyta Þjopini til goðs. T.D i Utanrikisþjonustuni. Þegar eg hugsa til Birgis Þorarinssonar dettur mer i hug Sagan ur Bibliuni af SAMSON og hinnu Slotuga Kvendi DELILAD-- Samson was God’s chosen man during a time when the judges ruled Israel. From birth, he was destined to liberate Israel from the Philistines. While Samson was incredibly strong in body, he was very weak in character. Among his character flaws was a fondness for Philistine women. One was named Delilah.------ I endirin ox Samson hans mikli Kraftur og hann HEFNDI fyrir sig og sina Þjoð
    Þeir sem leggja fram Sleggjudoma i garð ISRAEL ættu að Lesa Biblijuna. Þa meina eg ekki sem Truarbok heldur SAGNFRÆÐ RIT. Það væri þeim Holl lesning.
    Heimska og Fafræði er versti Ovinur MANNSKEPNUNAR.
    -6
    • Ingibjörg Ottesen skrifaði
      Birgir Þórarinsson er Satan sjálfur. Algjör viðbjóður. Meira að segja göngulagi er verra en glottið á honum. 😈😈😈
      0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Umburðarlyndi er dygð sem Birgi vantar greinilega. Sem sýnir okkur að Birgir Miðflokksmaður siglir undir fölsku flaggi.
    9
  • Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir skrifaði
    Þeir eru ekki að fara að sprengja þig, Biggi! Ég held þú sért að ruglast á því hvað er "þjóðaröryggismál" og hvað er "kall að vera hræddur við araba". Óttaslegnu fólki væri nær að heilsa upp á þessa flottu ungu menn og votta þeim samúð sína, en fyrir þau sem fylgjast ekki með þá er fólk frá Gaza er að horfa upp þjóð sinni bókstaflega slátrað í beinni á internetinu. Setjum okkur í þeirra spor, þetta eru manneskjur!
    13
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Ég tel að Birgir sé með þessum ummælum meiri ógn við Alþingi og þjóðaröryggi enn þessir blessuðu Palestínumenn og þeir samborgarar okkar sem tjölduðu þeim til stuðnings. Þetta er en og aftur sönnun þess að sjálfstæðismenn og fleiri vilja tryggja lögreggluríkið sitt, og veikja lýðræðið í landinu.
    21
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár