Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
Þurfi að breyta lögunum „Mér finnst þessar ábendingar umboðsmanns alveg undirstrika það að þetta er ekki nútímaleg lögggjöf,“ segir Svandís. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þetta álit er ekki þess eðlis,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra spurð hvort hún hyggist segja af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða síðastliðið sumar.

Álitið snertir ekki hæfi Svandísar en í því kemur fram að hún hafi ekki haft nægilega skýra lagastoð fyrir því að fresta upphafi hvalveiðivertíðar síðastliðið sumar. Þá hafi útgáfa reglugerðarinnar um frestunina ekki gætt meðalhófs og ekki verið í samræmi við lög.

Í nýbirtu áliti umboðsmanns, Skúla Magnússonar, segir að hann telji ekki ástæðu til að beinasérstökum tilmælum til Svandísar um úrbætur. Ástæðan fyrir því er að ástandið sem leiddi af útgáfu reglugerðarinnar er liðið undir lok.

Bjarna brast hæfi, Svandísi ekki

Pólitíkin hefur beðið álitsins með mikilli eftirvæntingu en ákvörðun Svandísar um frestun hvalveiða lagðist illa í flokkana tvo sem Vinstri græn, flokkur Svandísar, situr með í ríkisstjórn: Framsókn og Sjálfstæðisflokk. 

Þá hafði því ítrekað verið velt upp hvort Svandís myndi þurfa að segja af sér ef álitið væri neikvætt en ríkisstjórnarbróðir hennar Bjarni Benediktsson sagði af sér í haust vegna álits umboðsmanns og tók í kjölfarið að sér aðra ráðherrastöðu, þá í utanríkisráðuneytinu.

Væri verkefni dómstóla

Skúli tekur ekki afstöðu til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga fyrirmæla Svandísar.

„Hef ég af þeim sökum ekki heldur forsendur til að beina tilmælum til ráðherra um að leita leiða til að rétta hlut Hvals hf. yrði það að vera verkefni dómstóla að leysa úr slíkum álitaefnum ef málið yrði lagt í þann farveg,“ skrifar Skúli. 

Þarf að uppfæra löggjöfina

Svandís tók ákvörðun um að fresta veiðunum eftir að fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að veiðiaðferðin væri í andstöðu við lög um dýravelferð. 

Um hvalveiðilöggjöfina segir Svandís við Heimildina: „Mér finnst þessar ábendingar umboðsmanns alveg undirstrika það að þetta er ekki nútímaleg löggjöf, frá 1949. Það þarf að uppfæra hana og hún þarf að kallast á við samfélagið og þessar auknu áherslu alls staðar á dýravelferð.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og fleiri þingmenn lögðu fram frumvarp um hvalveiðibann síðastliðið haust. Spurð hvort hún styðji það frumvarp segist Svandís þurfa að kynna sér það betur.

Svandís skrifaði jafnframt færslu á Facebook sem má lesa hér:

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Bjarni var vanhæfur til að selja pabba sínum hlutabréf, en Svandís var hæf til að brjóta lög. Hvorugt iðrast og sitja áfram sem fastast, þótt Bjarni hafi skipt um stól. Siðlaust!
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    ef ég væri forseti þá væri löngu búið að rek'ana . . .
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár