Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arnar Þór tilkynnir forsetaframboð

Arn­ar Þór Jóns­son, vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur til­kynnt fram­boð sitt til for­seta Ís­lands. Hann hef­ur sagt sig úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hann seg­ist taka sér banda­ríska stjórn­mála­menn s.s. Geor­ge Washingt­on og Abra­ham Lincoln til fyr­ir­mynd­ar.

Varaþingmaður Arnar hélt blaðamannafund á heimili sínu í Garðabæ í hádeginu.

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta Íslands. Kom þetta fram á blaðamannafundi sem Arnar hélt á heimili sínu í Garðabæ rétt fyrir hádegi. 

Arnar tilkynnti einnig að hann hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég veit ekki á hvaða vegferð forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er. Ég held að okkar línur liggja ekki saman eins og málum er háttað nú.“ Arnar segist þó enn aðhyllast grunngildi sjálfstæðisstefnunnar. „Það er engin ætt sem á mig. Enginn flokkur sem á mig. Ég læt engan tukta mig til í lífinu. Ef menn reyna það þá fer ég í hina áttina.“

Á fundinum sagði Arnar að alvarleg stjórnarfarsleg hnignun hefði átt sér stað á Íslandi þar sem fulltrúalýðræðið væri að bregðast. Nefndi hann máli sínu til stuðnings að Alþingi hefði aldrei á 30 ára tímabili beitt neitunarvaldi. 

„Ef ég verð kjörinn forseti þá myndi ég gera það af auðmýkt …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    fjölmellurnar fagna kjölturakka elítuMafíunnar . . . takið eftir mun á umfjöllun um hann og mig :)
    -5
    • Ágúst Heiðarsson skrifaði
      ég held nú að hann Arnar er einmitt ekki á vegum elítuMafíunnar...
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár