Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áhætta á peningaþvætti í tengslum við netfjárhættuspil tekur stökk milli ára

Nýtt áhættumat rík­is­lög­reglu­stjóra um pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka á Ís­landi sýn­ir áhætta af fjár­hættu­spil­um á net­inu jókst stór­lega á milli ára. Í síð­ustu skýrslu var áhætt­an af slíkri starf­semi met­inn lít­il en er nú kom­in á hæsta áhættu­stig.

Áhætta á peningaþvætti í tengslum við netfjárhættuspil tekur stökk milli ára
Fjárhættuspil á netinu Hefur aukist mikið undanfarin á og talið er að Íslendigar eyði allt 12 milljörðum á ári á erlendum vefsíðum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Mynd: AFP/Paul Ellis

Mat lögreglunnar á áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkstarfsemi, þegar kemur að fjárhættuspili á netinu tók miklum breytingum frá síðustu mælingum lögreglunnar frá 2021. Nú er fjárhættuspil á netinu, þá sérstaklega í gegnum erlenda rekstraraðila flokkað í hæsta áhættuflokki. Í síðasta áhættumati sem kom út árið 2021 var áhættan af slíkri starfsemi talin vera lítil. 

Í eldra matinu var þó að mestu leyti einblínt á fjárhættuspil á heimasíðum íslenskra rekstraraðila á borð við lottó, HHÍ, DAS og SÍBS. Á vefsíðum þeirra er nauðsynlegt er að stofna aðgang á gildri kennitölu til þess að kaupa happdrættismiða.

Þess var hins vegar getið í skýrslunni að Íslendingar hafi greiðan aðgang að erlendum vefsíðum með fjárhættuspilum og að einhver óþekktur fjöldi fólks hljóti að nota slíka síður reglulega. Þá var tekið fram að engin greining hefði verið gerð á umfangi fjárhættuspils á erlendum vefsíðum og þar kom fram að ekkert eftirlit væri með því.   

Í uppfærðu mati ríkislögreglustjóra, sem birt var nýlega, var fjárhættuspil á erlendum vefsíðum tekin til ítarlegrar skoðunar. Í skýrslu um niðurstöðu þess mats segir meðal annars að „Íslendingar hafa gott aðgengi að erlendum vefsíðum og smáforritum sem bjóða upp á fjárhættuspil og geta stofnað spilareikninga og nálgast allar tegundir fjárhættuspila á netinu.“

Framboðið sé umtalsvert. Þá segir einnig ekki sé hægt að draga þá ályktun að starfsemin sé laus við alla áhættu, þrátt fyrir skort á gögnum sem bendi til þess.

Auðveld leið til þess að þvætta fjármuni

Ekkert innlent eftirlit er með starfseminni, meðal annars vegna þess að fjárhættuspilin fara fram á þessum vefsíðum sem eru vistaðar í öðrum ríkjum. Þá hefur lögreglan ekki aðgengi að nákvæmum upplýsingum um umfang þátttöku aðila sem hafa búsetu hér á landi. 

Uppfært mat lögreglunar virðist byggja að miklu leyti á skýrslu starfshóps sem skipaður var af þáverandi dómsmálaráðherra árið 2021, til þess að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Skýrslan var birt fyrir ári síðan. Fjallað var um vinnu þessa starfhópsins fyrir rúmu ári síðan á Kjarnanum, áður en hann sameinaðist í Heimildina. 

Til að mynda vitnar lögreglan í efni skýrslunnar þar sem umfang þátttöku landsmanna í fjárhættuspilum á erlendum vefsíðum er gróflega metið. Út frá gögnum sem starfshópnum barst, frá fjármálafyrirtækjum og eftirlitsaðilum, megi áætla að landsmenn eyði á bilinu 10,5 til 12 milljörðum króna á ári í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum.

Í skýrslunni kemur fram að þessar vefsíður bjóða upp á marga tiltölulega auðvelda og aðgengilega möguleika til þess að þvætta fjármuni. Til að mynda bjóði margar erlendar veðmálaþjónustur upp á möguleika til þess að taka við og framkvæma greiðslur sem erfitt er að rekja svo sem í formi rafeyri og sýndareigna. 

Ísland sker sig úr í samanburði við önnur lönd

Önnur lönd, eins og Danmörk, hafi líka orðið þess vör að áhætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka af fjárhættuspilum á netinu hafi aukist. Til að mynda vitnar skýrslan í áhættumat Evrópusambandsins frá árinu 2022, en þar hefur metin áhætta af slíku aukist frá fyrri úttekt.

Ólíkt öðrum löndum á borð við Danmörk, þar sem innlendum og erlendum veðmálafyrirtækjum er skylt að verða sér út um heimild frá ríkinu og látin sæta virku eftirliti, er fjárhættuspil á erlendum vefsíðum með öllu ólögleg hér á landi. Þrátt fyrir það hefur starfsemin verið látin viðgangast án þess að stjórnvöld bregðist við.

Þetta gerir það að verkum að hér á landi eru upplýsingar um slík fyrirtæki af skornum skammti. Það litla sem lögreglan hefur úr að moða er háð getu erlendra eftirlitsaðila og systurstofnana Skrifstofu fjármálagreininga lögreglu í öðrum löndum til þess að miðla upplýsingum til lögreglunnar á Íslandi.

Mögulegar lausnir á vandanum

Í niðurstöðum starfshópsins sem rannsakaði happdrættismál segir einmitt að þörf sé á því að koma böndum á ólöglegri netsspilun hér á landi. Í skýrslunni er mælst til þess að farin verði sú leið að reglusetja starfsemina, leggja á hana skatta og skyldur og gera hana leyfis- og eftirlitsskylda. Ekkert frumvarp til breytinga á þessum lögum ef verið kynnt enn sem komið er.

Málið fékk þónokkra athygli fyrr á þessu ári, í kjölfar útgáfu skýrslu starfshópsins. Til að mynda sagði þáverandi dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, í samtali við Morgunblaðið í apríl að verið væri að undirbúa þingmál til að bregðast við ástandinu.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár