Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir í nýrri bók að einn þáverandi seðlabankastjóra hafi boðið viðskiptafélögum sínum til kvöldverðar í húsi Seðlabankans við Ægisíðu í aðdraganda einkavæðingar ríkisbankanna árið 2003. „Það þarf ekki að segja mikið meira. Fjármál, einkarekstur, embættisrekstur og stjórnmál voru öll á sömu hendi og því ekki við góðu að búast. Herramennirnir vildu ekki skrifa í gestabók á leiðinni út. Nálægðin, það að þekkja til persóna og leikenda, gerði það enn áhugaverðara fyrir okkur hin að fylgjast með atburðarásinni.“
Þetta kemur fram í upphafi eftirmála bókarinnar „Umbrotatímar – Hagfræðiskrif 2009-2023“ sem Gylfi gaf út skömmu fyrir jól. Bókin hefur að geyma greinar um efnahagsmál sem Gylfi skrifaði á umræddu tímabili.
Við lok eftirmálans minnist Gylfi aftur á umrætt matarboð og gerir það að samnefnara yfir það sem var að í íslensku samfélagi á árunum sem leiddu til bankahrunsins haustið 2008. Ár þar sem áhættusæknir eigendur …
Athugasemdir (4)