Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skilgreining á spillingu þegar opinberi geirinn er notaður til að umbuna veittan stuðning

Pró­fess­or í stjórn­mála­fræði seg­ir það erfitt að rétt­læta póli­tísk­ar stöðu­veit­ing­ar sem verð­laun fyr­ir veitt­an stuðn­ing. Ekki eigi að nota op­in­bera geir­ann í þeim til­gangi. „Það fell­ur und­ir að mis­nota op­in­bert vald í þágu einka­hags­muna, sem er skil­grein­ing Tran­sparency In­ternati­onal á spill­ingu,“ seg­ir hann. Starfs­menn ut­an­rík­is­þjón­ust­unn­ar sem gagn­rýndu frum­varp­ið sem Bjarni Bene­dikts­son nýtti til að skipa Svan­hildi Hólm vilja nú lít­ið tjá sig um mál­ið.

Skilgreining á spillingu þegar opinberi geirinn er notaður til að umbuna veittan stuðning
Samstarfsfólk Bjarni Benediktsson og Svanhildur Hólm. Svanhildur, sem var aðstoðarmaður Bjarna til margra ára, verður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum innan tíðar. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur til sendiherra í Washington sé óheppileg aðferð við val á sendiherra. Við skipunina blasi við misnotkun á opinberu valdi í þágu einkahagsmuna, sem sé ein skilgreining á spillingu.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði skipað Svanhildi Hólm, fyrrverandi aðstoðarkonu sína til margra ára, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ekki þurfti að auglýsa stöðuna því Svanhildur verður skipuð tímabundið til fimm ára. Var þetta gert í krafti umdeildar lagabreytingar frá árinu 2020. 

Verið að umbuna fyrir stuðning

Gunnar Helgi útskýrir að pólitískar stöðuveitingar séu almennt flokkaðar í tvennt. Annars vegar séu skipanir sem miði að því að tryggja pólitísk tök á stjórnsýslunni og hins vegar þær sem nýttar eru sem verðlaun fyrir veittan stuðning.

Hann segir skipanir af fyrra taginu umdeildar. …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er heiðarlega að nota bara amerísku aðferðina og skipa auðmenn í sendiherrastöður. Þorsteinn Már og Kristjáns Lofts yrðu ágætis sendiherrar.
    0
    • Þar aðeins skipaðir ef þeir hafa borgað í kosningasjóð sigurvegarans.
      0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Þurfum við virkilega prófessor til að skilgrein einfaldar mútur sem mútur ? Því þetta er ekki spilling heldur mútur... loforð um stuðning eða umbun fyrir veittan stuðning er nákvæmlega það sama of greiðsla fyrir stuðning. Þarf ekki að vera þinglýst yfirlýsing... þegjandi samkomulag er nóg.

    Eftiráskýringin er auðvitað sú að viðkomandi sé "hæfur" en það er skýring... svona eins og þjófurinn sem sagði hann hefði bjargað verðmætum úr læsta húsinu ef það hefði kannski kviknað í.

    Meðmæli eru eitt... skipan er annað. Og ekki auglýst er spilling... líka þó svo það hefði verið sjóaður ráðuneytisstarfsmaður sem væri skipaður.

    Þessi sendiherrastörf ættu að vera færð aftur á byrjunarpunkt vegna spillingar.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Löglegt en siðlaust, eins og Vilmundur heitinn Gylfason orðaði það.
    2
  • ESG
    Erna Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði
    Þessi ákvörðun ásamt mörgum fleirum af hálfu sjálfstæðisflokksins sýnir mjög vel að við verðum að gefa flokknum frí a.m.k. í 2 kjörtímabil og þeir læri vonandi eitthvað á meðan á því fríi stendur.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Getur verið að formaður Sjálfstæðisflokksins ætli að misnota valdið ? Ég hef lifað í rúmlega 70 ár í íslensku samfélagi og man ekki eftir öðru en misbeitingu valds af hálfu Sjálfstæðisflokksins ?Allir muna lóðaveitingar í valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár