Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur til sendiherra í Washington sé óheppileg aðferð við val á sendiherra. Við skipunina blasi við misnotkun á opinberu valdi í þágu einkahagsmuna, sem sé ein skilgreining á spillingu.
Fyrr í vikunni var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði skipað Svanhildi Hólm, fyrrverandi aðstoðarkonu sína til margra ára, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ekki þurfti að auglýsa stöðuna því Svanhildur verður skipuð tímabundið til fimm ára. Var þetta gert í krafti umdeildar lagabreytingar frá árinu 2020.
Verið að umbuna fyrir stuðning
Gunnar Helgi útskýrir að pólitískar stöðuveitingar séu almennt flokkaðar í tvennt. Annars vegar séu skipanir sem miði að því að tryggja pólitísk tök á stjórnsýslunni og hins vegar þær sem nýttar eru sem verðlaun fyrir veittan stuðning.
Hann segir skipanir af fyrra taginu umdeildar. …
Eftiráskýringin er auðvitað sú að viðkomandi sé "hæfur" en það er skýring... svona eins og þjófurinn sem sagði hann hefði bjargað verðmætum úr læsta húsinu ef það hefði kannski kviknað í.
Meðmæli eru eitt... skipan er annað. Og ekki auglýst er spilling... líka þó svo það hefði verið sjóaður ráðuneytisstarfsmaður sem væri skipaður.
Þessi sendiherrastörf ættu að vera færð aftur á byrjunarpunkt vegna spillingar.