Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Samsæriskenningu Stefáns Einars hafnað í ráðuneytinu

Þátta­stjórn­and­inn Stefán Ein­ar Stef­áns­son á mbl.is full­yrð­ir að Ís­lend­ing­ar hafi fjár­magn­að hern­að­ar­mann­virki Ham­as með fram­lagi til mann­úð­ar­hjálp­ar. Hann hvet­ur til þess að með­lim­um sam­tak­anna sé „eytt af yf­ir­borði jarð­ar“ til að verja óbreytta borg­ara, með­al ann­ars á Ís­landi. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hafn­ar kenn­ing­unni um að flótta­manna­hjálp Palestínu renni til hern­að­ar Ham­as-sam­tak­anna.

Samsæriskenningu Stefáns Einars hafnað í ráðuneytinu
Stefán Einar Stefánsson Þáttastjórnandi á mbl.is heldur því fram að framlög sem berast stofnunum sem sinna mannúðaraðstoð á Gasavæðinu séu notuð til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas-samtakanna. Mynd: Skjáskot / mbl.is

Utanríkisráðuneytið hafnar kenningu um að fjárframlög Íslands til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu séu notuð til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Heimildin sendi fyrirspurn á ráðuneytið í kjölfar opinberrar umræðu þar sem því er haldið fram að samtök á borð við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu (UNRWA) aðstoði, ýmist beint eða óbeint, Hamas-samtökin og árásir þeirra á Ísrael.

Slíka umræðu má til að mynda sjá í færslu sem Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR og þáttastjórnandi hjá mbl.is sem stýrir meðal annars umræðuþættinum Spursmáli, birti fyrr í þessari viku á Facebook-síðu sinni. Þar deilir hann frétt mbl.is þar sem sagt er frá jarðgöngum sem fundist undir Gasa. Í fréttinni kemur fram ísraelski herinn telji að Hamas-samtökin hafi grafið göngin og varið til þess umtalsverðum fjármunum. Göngin eru sögð vera afar stór og talin þjóna þeim tilgangi að gera Hamas-liðum kleift að ráðast gegn Ísrael.

„Hér getur að líta hernaðarmannvirki sem meðal annars hafa verið reist fyrir íslenska skattpeninga,“ segir Stefán Einar. „Fjármagnið sem góða fólkið á Íslandi lætur af hendi rakna frá öðrum, svo það geti sjálft sofið betur og hossað sér. Það er alltaf þægilegra að gera það á annarra kostnað, fremur en sinn eigin,“ bætir hann við.

Stefán Einar gekk lengra í annarri færslu þar sem hann deildi frétt mbl.is um að Hamas-liðar væru grunaðir um að hafa undirbúið árásir í Evrópu. Þar varaði hann við áhrifum þess að hægja á aðgerðum til að uppræta Hamas-liða á Gasasvæðinu. „Næst koma þeir á eftir okkur. Og eina vonin er sú að hægt sé að eyða þeim af yfirborði jarðar. Takist það ekki munu saklausir borgarar í Evrópu, jafnvel á Íslandi, liggja í valnum.“

Tekist hefur verið á um það á alþjóðasviðinu hvort knýja eigi Ísrael til að vinna að vopnahléi á Gasa, þar sem um 20 þúsund manns, stór hluti börn, hafa látist í linnulitlum loftárásum á þéttar byggðir Gasasvæðisins. Innrás Ísraelshers í Gasa kom í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á nálægar byggðir í Ísrael, þar sem 1.200 manns, flest óbreyttir borgarar, létust.

Hvetur til upprætingar HamasStefán Einar Stefánsson, þáttarstjórnandi og fyrrverandi viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, hefur látið sig málefni Ísraels varða og varar við áhrifum þess að eyða ekki Hamas-samtökunum af yfirborði jarðar.

Þegar Stefán er spurður undir færslu sinni um heimildir fyrir því að fjármögnunin sé með þeim hætti sem hann fullyrðir svarar hann með því að birta vefslóð á síðu Sjálfstæðisflokksins þar sem tilkynnt er um að Ísland hafi tvöfaldað framlag sitt til mannúðaraðstoðar á Gasa. Má af þessu svari skilja að Stefán telji gjafafé sem lagt er til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, fari í að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas-samtakanna.

Svör utanríkisráðuneytisins

Heimildin leitaði svara hjá utanríkisráðuneytinu um rekjanleika fjárframlaga til flóttamannahjálparinnar. Í svörum utanríkisráðuneytisins segir að „allar rökstuddar grunsemdir um misnotkun á fjármunum og starfsstöðvum UNRWA eru teknar alvarlega og rannsakaðar ofan í kjölinn“. Það sé gert reglulega bæði af innra eftirliti stofnunarinnar og af óháðum eftirlitsaðilum af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þá sinni gjafaríki, sérstaklega þau stærstu, nánu eftirliti með starfseminni. 

Í svari utanríkisráðuneytisins er einnig bent á nýlega úttekt sem gerð var á UNRWA í kjölfar ákvörðunar sænskra yfirvalda um stöðva allar greiðslur til þróunarsamvinnu í Palestínu eftir hryðjuverkaáras Hamas þann 7. október síðastliðinn.

Úttektinni lauk nýverið og voru engar athugasemdir gerðar við innra eftirlitskerfi UNRWA. Þá kom sömuleiðis fram í úttektarskýrslunni að „eftirlitsferlar stofnunarinnar lágmarki áhættuna á misferli með fjármuni.“

Ekki náðist í Stefán Einar við vinnslu fréttarinnar.

Viðrar áhyggjur af sniðgöngu

Stefán Einar hefur í dag haldið áfram að láta til sín taka í umræðu um málefni Ísraels og Palestínu. Undir Facebook-færslu Karenar Kjartansdóttur almannatengils lýsir hann áhyggjum af andmælum almennings gegn viðskiptum íslenskra fyrirtækja við ísraelska færsluhirðafélagið Rapyd, en forstjóri og eigandi félagsins hefur opinberlega hvatt til útrýmingar allra Hamas-liða, líkt og Stefán Einar. 

Hvar halda blábjánarnir að þetta endi?“
Stefán Einar Stefánsson
Þáttarstjórnandi Spursmáls, um sniðgöngu á ísraelska félaginu Rapyd

„Þetta er orðið gjörsamlega geðtrufluð slaufunarmenning. Hvar halda blábjánarnir að þetta endi?“ spyr hann. 

Forsaga þess að hvatt hefur verið til sniðgöngu á félaginu er að forstjóri þess, Arik Shtilman, hafði svarað gagnrýni Íslendings á stuðning við árásina á Gasa með þeim hætti að hann vildi „drepa hvern einasta Hamasliða og eyða þeim“ og þegar hann var spurður út í tilkostnaðinn lýsti hann yfir: „Hvað sem það kostar“.

Ísland greiddi nýverið atkvæði með ályktun allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gasa til þess að vernda almenna borgara þar frá sprengjuárásum Ísraela. Aðeins tíu ríki voru mótfallin. Áður, 27. október síðastliðinn, hafði Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu um sambærilega ályktun vegna ósamkomulags um orðalag.

Stofnun til hjálpar palestínsku flóttafólki

Flóttamannahjálp S.Þ. gagnvart Palestínu er stofnun sem komið var á laggirnar árið 1949 með ályktun Sameinuðu þjóðanna og hafði þann tilgang að aðstoða þá rúmlega 700.000 Palestínumenn sem voru þá á flótta í kjölfar fyrsta stríðs Ísraels og Araba 1948. Stofnunin hefur síðan haldið áfram að veita víðtæka mannúðaraðstoð, til dæmis heilbrigðisþjónustu, húsnæði og skólakennslu, fyrir palestínska flóttamenn á Vesturbakkanum, Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon og á Gazasvæðinu. Þá sér stofnunin um að dreifa hjálpargögnum til þeirra sem eru í bráðri neyð.

Í svörum utanríkisráðuneytisins segir að UNRWA sé orðinn helsti viðbragsaðili Sameinuðu þjóðanna á Gaza í þeirri neyð sem nú ríkir. Þá segir einnig í svari ráðuneytisins að tæplega 1,4 milljónir flóttamanna hafa leitað skjóls í neyðarskýlum UNRWA sem alla jafnan hýsa skólastarf og aðra þjónustu á vegum stofnunarinnar.

Ásakanirnar ekki nýjar af nálinni

Kenningarnar sem tíundaðar eru í yfirlýsingum Stefáns hafa áður komið fram. Stofnanir, eins og UNRWA, hafa verið sakaðir um að styðja við palestínskan skæruhernað um langt skeið, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Þessar ásakanir hafa nú komist í hámæli á ný í ljósi átakanna sem nú standa yfir.

Fyrr í þessum mánuði gaf  Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu út yfirlýsingu þar sem slíkum ásökunum var hafnað og þær sagðar órökstuddar. Þá kallaði stofnunin eftir því að blaðamenn, sem hafa birt slíkar fullyrðingar, færi rök fyrir sínu máli eða dragi til baka ásakanirnar, sem stofnunin álítur grafalvarlegar.

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Því miður veður víða rugl uppí í fréttum. Þessi fréttaskýring er gróf móðgun við allt hjálparstarf. Hvað segir sami fréttamaður um skaðabætur sem Þjóðverjar hafa greitt til Ísrael í um 75 ár? Hvernig hefur það mikla fé verið notað? Kannski til að hergagnaframleiðendur geti grætt meira?
    0
  • PH
    Páll Hermannsson skrifaði
    Varðandi framtíð Hamas og áhyggjur sérfræðings Morgunblaðsins, þá segir einn ritstjóra Jewish Currents í New York Times (blað sem er dálítið, að minnsta kosti, vandaðra að virðingu sinni en Mogginn) "að þeir sem ganga til liðs við sveitir Hamas eru frá fjölskyldum þeirra sem Ísrael hefur drepið einhvern eða alla". Það verður ekki mönnunarvandi þar næstu ár og áratugi ef heldur sem horfir.
    1
  • J
    Jón skrifaði
    Skilst að séu þarna vandræði með lingus, sýking minnir mig eða drep jafnvel, á lingus. Það er ekki gamanmál þekki það af eigin raun og óskandi að honum batni fljótt af þessu og gangi vaskur í nýtt ár með hraustan lingus.
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er alltaf bagalegt þegar manneskja hefur eingöngu eyrnmerg á milli eyrna sinna.
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þeir eru sumir sérstakir húskarlarnir hjá Mogganum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Klöppuðu og klöppuðu á meðan hryllingurinn hélt áfram
ErlentÁrásir á Gaza

Klöpp­uðu og klöpp­uðu á með­an hryll­ing­ur­inn hélt áfram

Í sömu viku og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, upp­skar ít­rek­að há­vært lófa­klapp í banda­ríska þing­inu féllu 129 í val­inn í palestínsku borg­inni Kh­an Yun­is vegna árása Ísar­els­hers. 150.000 manns þurftu að leggja á flótta af svæð­inu á sama tíma. Heild­artala lát­inna er nú kom­in yf­ir 39.000, sam­kvæmt palestínsk­um yf­ir­völd­um.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár