Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Samsæriskenningu Stefáns Einars hafnað í ráðuneytinu

Þátta­stjórn­and­inn Stefán Ein­ar Stef­áns­son á mbl.is full­yrð­ir að Ís­lend­ing­ar hafi fjár­magn­að hern­að­ar­mann­virki Ham­as með fram­lagi til mann­úð­ar­hjálp­ar. Hann hvet­ur til þess að með­lim­um sam­tak­anna sé „eytt af yf­ir­borði jarð­ar“ til að verja óbreytta borg­ara, með­al ann­ars á Ís­landi. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hafn­ar kenn­ing­unni um að flótta­manna­hjálp Palestínu renni til hern­að­ar Ham­as-sam­tak­anna.

Samsæriskenningu Stefáns Einars hafnað í ráðuneytinu
Stefán Einar Stefánsson Þáttastjórnandi á mbl.is heldur því fram að framlög sem berast stofnunum sem sinna mannúðaraðstoð á Gasavæðinu séu notuð til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas-samtakanna. Mynd: Skjáskot / mbl.is

Utanríkisráðuneytið hafnar kenningu um að fjárframlög Íslands til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu séu notuð til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Heimildin sendi fyrirspurn á ráðuneytið í kjölfar opinberrar umræðu þar sem því er haldið fram að samtök á borð við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu (UNRWA) aðstoði, ýmist beint eða óbeint, Hamas-samtökin og árásir þeirra á Ísrael.

Slíka umræðu má til að mynda sjá í færslu sem Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR og þáttastjórnandi hjá mbl.is sem stýrir meðal annars umræðuþættinum Spursmáli, birti fyrr í þessari viku á Facebook-síðu sinni. Þar deilir hann frétt mbl.is þar sem sagt er frá jarðgöngum sem fundist undir Gasa. Í fréttinni kemur fram ísraelski herinn telji að Hamas-samtökin hafi grafið göngin og varið til þess umtalsverðum fjármunum. Göngin eru sögð vera afar stór og talin þjóna þeim tilgangi að gera Hamas-liðum kleift að ráðast gegn Ísrael.

„Hér getur að líta hernaðarmannvirki sem meðal annars hafa verið reist fyrir íslenska skattpeninga,“ segir Stefán Einar. „Fjármagnið sem góða fólkið á Íslandi lætur af hendi rakna frá öðrum, svo það geti sjálft sofið betur og hossað sér. Það er alltaf þægilegra að gera það á annarra kostnað, fremur en sinn eigin,“ bætir hann við.

Stefán Einar gekk lengra í annarri færslu þar sem hann deildi frétt mbl.is um að Hamas-liðar væru grunaðir um að hafa undirbúið árásir í Evrópu. Þar varaði hann við áhrifum þess að hægja á aðgerðum til að uppræta Hamas-liða á Gasasvæðinu. „Næst koma þeir á eftir okkur. Og eina vonin er sú að hægt sé að eyða þeim af yfirborði jarðar. Takist það ekki munu saklausir borgarar í Evrópu, jafnvel á Íslandi, liggja í valnum.“

Tekist hefur verið á um það á alþjóðasviðinu hvort knýja eigi Ísrael til að vinna að vopnahléi á Gasa, þar sem um 20 þúsund manns, stór hluti börn, hafa látist í linnulitlum loftárásum á þéttar byggðir Gasasvæðisins. Innrás Ísraelshers í Gasa kom í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á nálægar byggðir í Ísrael, þar sem 1.200 manns, flest óbreyttir borgarar, létust.

Hvetur til upprætingar HamasStefán Einar Stefánsson, þáttarstjórnandi og fyrrverandi viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, hefur látið sig málefni Ísraels varða og varar við áhrifum þess að eyða ekki Hamas-samtökunum af yfirborði jarðar.

Þegar Stefán er spurður undir færslu sinni um heimildir fyrir því að fjármögnunin sé með þeim hætti sem hann fullyrðir svarar hann með því að birta vefslóð á síðu Sjálfstæðisflokksins þar sem tilkynnt er um að Ísland hafi tvöfaldað framlag sitt til mannúðaraðstoðar á Gasa. Má af þessu svari skilja að Stefán telji gjafafé sem lagt er til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, fari í að fjármagna hryðjuverkastarfsemi Hamas-samtakanna.

Svör utanríkisráðuneytisins

Heimildin leitaði svara hjá utanríkisráðuneytinu um rekjanleika fjárframlaga til flóttamannahjálparinnar. Í svörum utanríkisráðuneytisins segir að „allar rökstuddar grunsemdir um misnotkun á fjármunum og starfsstöðvum UNRWA eru teknar alvarlega og rannsakaðar ofan í kjölinn“. Það sé gert reglulega bæði af innra eftirliti stofnunarinnar og af óháðum eftirlitsaðilum af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þá sinni gjafaríki, sérstaklega þau stærstu, nánu eftirliti með starfseminni. 

Í svari utanríkisráðuneytisins er einnig bent á nýlega úttekt sem gerð var á UNRWA í kjölfar ákvörðunar sænskra yfirvalda um stöðva allar greiðslur til þróunarsamvinnu í Palestínu eftir hryðjuverkaáras Hamas þann 7. október síðastliðinn.

Úttektinni lauk nýverið og voru engar athugasemdir gerðar við innra eftirlitskerfi UNRWA. Þá kom sömuleiðis fram í úttektarskýrslunni að „eftirlitsferlar stofnunarinnar lágmarki áhættuna á misferli með fjármuni.“

Ekki náðist í Stefán Einar við vinnslu fréttarinnar.

Viðrar áhyggjur af sniðgöngu

Stefán Einar hefur í dag haldið áfram að láta til sín taka í umræðu um málefni Ísraels og Palestínu. Undir Facebook-færslu Karenar Kjartansdóttur almannatengils lýsir hann áhyggjum af andmælum almennings gegn viðskiptum íslenskra fyrirtækja við ísraelska færsluhirðafélagið Rapyd, en forstjóri og eigandi félagsins hefur opinberlega hvatt til útrýmingar allra Hamas-liða, líkt og Stefán Einar. 

Hvar halda blábjánarnir að þetta endi?“
Stefán Einar Stefánsson
Þáttarstjórnandi Spursmáls, um sniðgöngu á ísraelska félaginu Rapyd

„Þetta er orðið gjörsamlega geðtrufluð slaufunarmenning. Hvar halda blábjánarnir að þetta endi?“ spyr hann. 

Forsaga þess að hvatt hefur verið til sniðgöngu á félaginu er að forstjóri þess, Arik Shtilman, hafði svarað gagnrýni Íslendings á stuðning við árásina á Gasa með þeim hætti að hann vildi „drepa hvern einasta Hamasliða og eyða þeim“ og þegar hann var spurður út í tilkostnaðinn lýsti hann yfir: „Hvað sem það kostar“.

Ísland greiddi nýverið atkvæði með ályktun allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gasa til þess að vernda almenna borgara þar frá sprengjuárásum Ísraela. Aðeins tíu ríki voru mótfallin. Áður, 27. október síðastliðinn, hafði Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu um sambærilega ályktun vegna ósamkomulags um orðalag.

Stofnun til hjálpar palestínsku flóttafólki

Flóttamannahjálp S.Þ. gagnvart Palestínu er stofnun sem komið var á laggirnar árið 1949 með ályktun Sameinuðu þjóðanna og hafði þann tilgang að aðstoða þá rúmlega 700.000 Palestínumenn sem voru þá á flótta í kjölfar fyrsta stríðs Ísraels og Araba 1948. Stofnunin hefur síðan haldið áfram að veita víðtæka mannúðaraðstoð, til dæmis heilbrigðisþjónustu, húsnæði og skólakennslu, fyrir palestínska flóttamenn á Vesturbakkanum, Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon og á Gazasvæðinu. Þá sér stofnunin um að dreifa hjálpargögnum til þeirra sem eru í bráðri neyð.

Í svörum utanríkisráðuneytisins segir að UNRWA sé orðinn helsti viðbragsaðili Sameinuðu þjóðanna á Gaza í þeirri neyð sem nú ríkir. Þá segir einnig í svari ráðuneytisins að tæplega 1,4 milljónir flóttamanna hafa leitað skjóls í neyðarskýlum UNRWA sem alla jafnan hýsa skólastarf og aðra þjónustu á vegum stofnunarinnar.

Ásakanirnar ekki nýjar af nálinni

Kenningarnar sem tíundaðar eru í yfirlýsingum Stefáns hafa áður komið fram. Stofnanir, eins og UNRWA, hafa verið sakaðir um að styðja við palestínskan skæruhernað um langt skeið, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Þessar ásakanir hafa nú komist í hámæli á ný í ljósi átakanna sem nú standa yfir.

Fyrr í þessum mánuði gaf  Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnvart Palestínu út yfirlýsingu þar sem slíkum ásökunum var hafnað og þær sagðar órökstuddar. Þá kallaði stofnunin eftir því að blaðamenn, sem hafa birt slíkar fullyrðingar, færi rök fyrir sínu máli eða dragi til baka ásakanirnar, sem stofnunin álítur grafalvarlegar.

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Því miður veður víða rugl uppí í fréttum. Þessi fréttaskýring er gróf móðgun við allt hjálparstarf. Hvað segir sami fréttamaður um skaðabætur sem Þjóðverjar hafa greitt til Ísrael í um 75 ár? Hvernig hefur það mikla fé verið notað? Kannski til að hergagnaframleiðendur geti grætt meira?
    0
  • PH
    Páll Hermannsson skrifaði
    Varðandi framtíð Hamas og áhyggjur sérfræðings Morgunblaðsins, þá segir einn ritstjóra Jewish Currents í New York Times (blað sem er dálítið, að minnsta kosti, vandaðra að virðingu sinni en Mogginn) "að þeir sem ganga til liðs við sveitir Hamas eru frá fjölskyldum þeirra sem Ísrael hefur drepið einhvern eða alla". Það verður ekki mönnunarvandi þar næstu ár og áratugi ef heldur sem horfir.
    1
  • J
    Jón skrifaði
    Skilst að séu þarna vandræði með lingus, sýking minnir mig eða drep jafnvel, á lingus. Það er ekki gamanmál þekki það af eigin raun og óskandi að honum batni fljótt af þessu og gangi vaskur í nýtt ár með hraustan lingus.
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er alltaf bagalegt þegar manneskja hefur eingöngu eyrnmerg á milli eyrna sinna.
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þeir eru sumir sérstakir húskarlarnir hjá Mogganum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Á vettvangi“ er vinsælasta hlaðvarp landsins
10
FréttirÁ vettvangi

„Á vett­vangi“ er vin­sæl­asta hlað­varp lands­ins

Fyrsti þátt­ur­inn í nýrri hlað­varps­þáttar­öð sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur unn­ið í sam­starfi við Heim­ild­ina náði því að verða mest áhlustaða ís­lenska hlað­varp lands­ins í lið­inni viku. Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár