Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fegin að það voru ekki farmar af bókum um Covid

Tveir bók­sal­ar, þau Anna Lea Frið­riks­dótt­ir hjá Sölku bóka­búð og for­lagi og Starri Reyn­is­son í Ey­munds­son, fóru yf­ir helstu þem­un sem komu upp á ár­inu í bók­un­um sem flæddu inn á borð hjá þeim. Sögu­lega skáld­sag­an var stórt þema sem og vand­ræði venju­legs fólks og ljóða­bæk­ur seld­ust óvenju­vel.

Fegin að það voru ekki farmar af bókum um Covid
Anna Lea Friðriksdóttir og Starri Reynisson Þemu jólabókanna í ár voru fjölbreytt að sögn Önnu Leu, bóksala og útgefanda, en mest segist hún fegin að hafa ekki fengið margar bækur um Covid. Sögulega skáldsagan var virkilega áberandi í ár að sögn Starra Reynissonar, bóksala í Eymundsson, en líka venjulega fólkið í nútímanum og vandræði þeirra.

Fyrst og fremst var Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi og bóksali hjá Sölku, mjög fegin að það flæddu ekki inn bækur um Covid þetta árið. „Það er væntanlega ekkert leiðinlegra en að lesa um það, held ég, fyrir þá sem eru búin að upplifa það,“ segir hún og hlær áður en hún bætir við: „Þetta var alveg svakalega gott ljóðaár!“ Ljóðabækur hafi selst vel þetta árið „miðað við“ síðustu ár, það séu alltaf einhverjir sem leiti eftir þeim hjá henni en nú nokkuð margir og þá sér í lagi ungt fólk. 

Annars segir hún mikla fjölbreytni hafa verið hvað varðar þemu bókanna en vissulega hafi margir höfundar tekist á við stór mál og nefnir hún sem dæmi Sigríði Hagalín og bók hennar Deus sem fjallar meðal annars um gervigreind og að „skáldsagan sé að hverfa“, eins og Anna orðar það, þar að auki hafi málefni hinsegin fólks verið áberandi eins …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár