Ég heiti Julia Mai Linnéa Maria og við erum á Ingólfstorgi. Ég er bara að labba um að bíða eftir að sækja prent hjá prentsmiðju, um fimmtíu stykki, og flest þeirra eru prent sem ég hef gert fyrir Palestínu. Það er hægt að niðurhala þeim frítt hjá mér en ég er líka að selja þau og gefa fimmtíu prósent til Félags Ísland-Palestínu. Ég er að selja þau í kringum hátíðarnar og á morgun ætla ég að reyna að komast á markað í Andrými á Bergþórugötu ef ég fæ pössun fyrir dóttur mína.
Mér efst í huga þessa dagana er Gaza. Sérstaklega hefur það verið þögnin kringum Gaza og hvernig fréttamiðlar hérlendis og erlendis eru að fókusera á alla röngu hlutina. Það er mikið af fókus sem fer á ísraelskan áróður og minni fókus á að það er þjóðarmorð í gangi akkúrat núna í 75 daga og í 75 ár. Sem mér finnst ekki í lagi. Það er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og síðasta sem ég hugsa áður en ég fer að sofa.
Eitt augnablik sem breytti lífi mínu? Yfir höfuð? Bara frá upphafi? Það fyrsta sem mér dettur í hug er börnin mín og fæðing fyrsta barnsins, sonar míns, Ágústs, sem er fimmtán ára. Hvað breyttist? Bara svona hugsun um lífið yfir höfuð. Maður eignast börn, þá bætast við áhyggjur og þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur, svona sirka bát. Það breytti öllu.
Athugasemdir