Einn þeirra umræðupunkta í alþjóðamálum sem einkennt hafa árið 2023, rétt eins og undanfarin ár, eru svokölluð „skautun“ eða „pólun“ heimsins. Þá hvort heimurinn sé að verða tvípóla eða margpóla á ný líkt og einkenndi alþjóðasviðið margoft á öldum áður. Heimurinn upplifði svokallað einpóla kerfi á árunum eftir fall Sovétríkjanna og til að verða dagsins í dag, þar sem Bandaríkin stóðu ein uppi sem ofurveldi á heimsvísu.
Í stuttu máli sagt eiga þessi hugtök við aðstæður þar sem alþjóðasamskipti einkennast af yfirþyrmandi áhrifum og völdum stórvelda eða bandalagi blokka. Tvípóla kerfi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar til ársins 1991 eða Rómverja og Persa á fornöld, sem stóð yfir í mörg hundruð ár, eru einkennandi dæmi tvípóla kerfis þar sem hvorugur aðilinn er fær um að granda hinum vegna ofurveldisstöðu sinnar.
Margpóla heimur er aðeins flóknara fyrirbæri að negla niður. Evrópa á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar …
Athugasemdir