Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðmundur Árnason hættir í fjármálaráðuneytinu og fer í utanríkisþjónustu

Guð­mund­ur Árna­son mun láta af störf­um sem ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins eft­ir 14 ár í starfi og færa sig yf­ir í ut­an­rík­is­þjón­ust­una. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið vildi ekki tjá sig um þær ástæð­ur sem liggja að baki starfs­lok­um Guð­mund­ar.

Guðmundur Árnason hættir í fjármálaráðuneytinu og fer í utanríkisþjónustu
Embættismaður Guðmundur hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu síðan 2009. Mynd: MBL / Kristinn Magnússon

Guðmundur Árnason mun láta af störfum sem ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins um áramótin og hefja störf í utanríkisþjónustunni. Þetta staðfestir Elva Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í samtali við Heimildina. Fjármálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um þær ástæður sem liggja að baki starfslokum Guðmundar. Staðgengill ráðuneytisstjóra mun taka við embættinu af Guðmundi tímabundið.

Guðmundur hefur sinnt stöðu ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins síðastliðin fjórtán ár, en áður var hann ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Samkvæmt frétt Innherja tilkynnti hann starfsmönnum ráðuneytisins um starfslok sín í tölvupósti fyrr í dag. Guðmundur hefur samhliða embættismennskunni setið í stjórnum LSR, Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og Þjóðarsjóðs Ómanríkis.

Samkvæmt heimildum Innherja hefur Guðmundur tekið við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni. Gert er ráð fyrir því að hann muni taka til starfa í Róm, höfuðborg Ítalíu, síðar á árinu. 

Ekkert íslenskt sendiráð er þó starfrækt í Róm heldur er það sendiráðið í París sem sinnir hlutverkinu gagnvart Ítalíu. Utanríkisþjónustan starfrækir þó sendiskrifstofu …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Augljóst þarf að rannsaka aðkomu Guðmundar vegna vinnu eiginkonu hans fyrir ríkið í þessi 14ár.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár