Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðmundur Árnason hættir í fjármálaráðuneytinu og fer í utanríkisþjónustu

Guð­mund­ur Árna­son mun láta af störf­um sem ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins eft­ir 14 ár í starfi og færa sig yf­ir í ut­an­rík­is­þjón­ust­una. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið vildi ekki tjá sig um þær ástæð­ur sem liggja að baki starfs­lok­um Guð­mund­ar.

Guðmundur Árnason hættir í fjármálaráðuneytinu og fer í utanríkisþjónustu
Embættismaður Guðmundur hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu síðan 2009. Mynd: MBL / Kristinn Magnússon

Guðmundur Árnason mun láta af störfum sem ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins um áramótin og hefja störf í utanríkisþjónustunni. Þetta staðfestir Elva Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í samtali við Heimildina. Fjármálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um þær ástæður sem liggja að baki starfslokum Guðmundar. Staðgengill ráðuneytisstjóra mun taka við embættinu af Guðmundi tímabundið.

Guðmundur hefur sinnt stöðu ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins síðastliðin fjórtán ár, en áður var hann ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Samkvæmt frétt Innherja tilkynnti hann starfsmönnum ráðuneytisins um starfslok sín í tölvupósti fyrr í dag. Guðmundur hefur samhliða embættismennskunni setið í stjórnum LSR, Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og Þjóðarsjóðs Ómanríkis.

Samkvæmt heimildum Innherja hefur Guðmundur tekið við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni. Gert er ráð fyrir því að hann muni taka til starfa í Róm, höfuðborg Ítalíu, síðar á árinu. 

Ekkert íslenskt sendiráð er þó starfrækt í Róm heldur er það sendiráðið í París sem sinnir hlutverkinu gagnvart Ítalíu. Utanríkisþjónustan starfrækir þó sendiskrifstofu …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Augljóst þarf að rannsaka aðkomu Guðmundar vegna vinnu eiginkonu hans fyrir ríkið í þessi 14ár.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár