Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Að jafnaði 200 til 500 manns í Bláa lóninu yfir gærdaginn

Á með­an Bláa lón­ið var op­ið voru að jafn­aði 200 til 500 gest­ir við­stadd­ir yf­ir dag­inn. Fram­kvæmd­ar­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins seg­ir að heild­ar­fjöld­inn hafi áreið­an­lega ver­ið vel und­ir 2.000 á dag. Eng­inn var á staðn­um þeg­ar gos­ið hófst í gær­kvöldi.

Að jafnaði 200 til 500 manns í Bláa lóninu yfir gærdaginn
Bláa lónið Bláa lónið er staðsett í Svartsengi, örfáa kílómetra frá gosinu. Mynd: Golli

Bláa lónið opnaði á nýjan leik í fyrradag, 17. desember. Hafði ferðamannastaðurinn vinsæli verið lokaður frá 9. nóvember vegna jarðhræringa á svæðinu. Lóninu hefur nú aftur verið lokað vegna eldgossins sem hófst á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Spurð hvort margir hafi náð að heimsækja Bláa lónið áður en því var lokað aftur áætlar Helga Árnadóttir, framkvæmdarstjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, að aðsóknin hafi verið tæplega helmingur þeirrar sem fyrirtækið eigi yfirleitt að venjast á þessum tíma árs.

Helga segir þó erfitt að ákvarða nákvæmlega hve margir hafi náð að heimsækja lónið og veitingastaðina á svæðinu á meðan opnun stóð. „Að jafnaði yfir daginn voru kannski svona 2-500 manns.“ Hún segir að heildarfjöldinn yfir daginn hafi áreiðanlega verið vel undir 2.000.

Bókanir höfðu hægt á sér

Hvernig var salan búin að ganga á aðgangsmiðum í lónið næstu vikur?

„Hjá okkur, líkt og hjá ferðaþjónustu í heild sinni, var …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár