Bláa lónið opnaði á nýjan leik í fyrradag, 17. desember. Hafði ferðamannastaðurinn vinsæli verið lokaður frá 9. nóvember vegna jarðhræringa á svæðinu. Lóninu hefur nú aftur verið lokað vegna eldgossins sem hófst á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Spurð hvort margir hafi náð að heimsækja Bláa lónið áður en því var lokað aftur áætlar Helga Árnadóttir, framkvæmdarstjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, að aðsóknin hafi verið tæplega helmingur þeirrar sem fyrirtækið eigi yfirleitt að venjast á þessum tíma árs.
Helga segir þó erfitt að ákvarða nákvæmlega hve margir hafi náð að heimsækja lónið og veitingastaðina á svæðinu á meðan opnun stóð. „Að jafnaði yfir daginn voru kannski svona 2-500 manns.“ Hún segir að heildarfjöldinn yfir daginn hafi áreiðanlega verið vel undir 2.000.
Bókanir höfðu hægt á sér
Hvernig var salan búin að ganga á aðgangsmiðum í lónið næstu vikur?
„Hjá okkur, líkt og hjá ferðaþjónustu í heild sinni, var …
Athugasemdir